fbpx

296. Stjórnarfundur LEB. 19. júní 2017

Fundargerð síðasta fundar

 1. Skipulagið á skrifstofu LEB

Farið yfir hvernig skrifstofan hefur verið rekin og hvort ástæða sé til breytinga. Stjórn sammála um að aukin viðvera formanns og varaformanns sé æskileg og hægt verið að birta ákveðin viðtalstíma

 1. Heimasíða og umsjón

Formaður hyggst koma að því að setja inn á heimsíðuna að loknu sumarleyfi eða sem fyrst

 1. Launamál og skipulag starfsins

Stjórn samþykkti að ekki verði ráðin starfsmaður eða framkvæmdastjóri miðað við liðið ár. Rætt um laun til formanns, gjaldkera og annarra. Sigurður Jónssoon mun leggja fram tillögur á ágústfundinum

 1. Næstu skref í kjarabaráttunni

Tölverð umræða um næstu skref en kjaramálaályktun frá Landsfundi leggur línurnar. Mikilvægt að ná sambandi við stjónvöld og hvetja til að Þorsteinn  Víglundsson komi á næsta stjórnarfund. Og hefja samtöl við lífeyrissjóðasamtökin og samtök launafólks.Hér þarf líka að fylgja eftir ályktunum landsfundar um félags og velferðarmál.

 

 1. Ársreikningar hvað má laga

Þar sem mörg álita mál komu upp á landsfundinum um hvað væri hvað í ársreikningi er lagt til að biðja endurskoðanda að sundurliða betur svo reikningarnir verði skírari og valdi ekki miskliningi

 1. Blaðið og næstu skref

Blaðið rætt og hvort þurfi 2 blöð á ári þar sem kostnaður er mjög mikill. Einnig rætt um póstþjónustu á landsbyggðinni og vanhöld á að blaðið berist. Ritnefnd verður kölluð saman í ágúst.

 1. Samskipti við VEL og fleiri aðila

Samskipti okkar við Velferðarráðuneytið eru mikilvæg og allir sammála um að efla og styrkja þau. Einnig þá samstarfsaðila sem við erum tengd og mun það verða listað upp hvar aðild LEB er. Einnig rætt um að hitta formenn flokkanna þegar Alþinig kemur saman.

 1. Erlend samskipti

Gert er ráð fyrir 2 stjórnarfundum á ári í samtökum eldra fólks á norðurlöndunum. Gert er ráð fyrir að formaður sæki þá

 1. Innanlandsfundir

Mikið rætt um fundaherferðir á liðnum árum og hvort breyta eigi til. Boðið sé upp á að félög sameinist um fund sem fólk frá LEB kemur á með innlegg. Og að alltaf verið velkomið að kalla eftir forystu LEB inn á fundi.

 • Fræðslumál

Eitt mikilvægasta mál framtíðarinnar er fræðsla alla ævi. Margt getur verið samstarf um og að fólk miðli milli sín hvað er að ganga vel og hugsanlega verði til gagnapottur um stutt námskeið sem hafa náð vel     til fólks

 

 1. Önnur mál

Hér bað Erna Indriðadóttir um orðið og sagði frá vinnufundi FEB. En þar voru reyfaðar margar hugmyndir af verkefnum og verður þeim sumum vísað til LEB þar sem LEB á að vera í forsvari fyrir kjara og mannréttindabaráttu eldri borgara

Fundi lauk  um kl. 12.00

Fundargerð ritaði Þórunn Sveinbjörnsd

Næsti fundur er skráður 23.ágúst kl.10.00