Landssamband eldri borgara
21.09 2017 kl. 13.30-16.30 að Sigtúni 42
D A G S K R Á
- Fundargerð stjórnarfundar nr. 297
Fundargerðin samþykkt
- Fundur um frítekumarkið – Erna
Erna Indriða sagði stjórninni frá fjölmennum fundi FEB í Reykjavík sem haldin var 11.sept. Umræðuefnið var um frítekjumark atvinnutekna. Það kom fram að LEB hefði viljað vera með í slíkum fundi. Erna greindi frá hugmyndum Gráa hersins um baráttufund vegna kosninganna framundan. Þeim fundi er vísað til Landssambandsins til að vera í forsvari hans.
- Hvert er hlutverk LEB
Rætt var um að skerpa enn betur á hvað LEB stendur fyrir og á að vera að sinna og þar ber hæst öll kjarabarátta og umsvif við ráðuneytin um málefni eldra fólks.
- Viðtöl við ráðuneytið um næstu skref
Þessum lið frestað í bili en einhverjar þreyfingar eru í gangi ef verður starfsstjórn þá með það í huga að koma einhverju í gegn.
- Tannlæknamálið staðan nú
Fyrirhuguðum fundi með Óttari var frestað í vikunni.
- Miðlun með tillögu um fjáröflun
Formanni LEB var boðið á fund hjá Miðlun til að kynnast hugmyndum um fjáröflunarleiðir. Munum fá frekari kynningu á næsta stjórnarfund LEB
- Ný mál: Samband Sveitafélaga
Boð á reglulegan fund hjá Sambandi Sveitafélaga mánudaginn 25.sept. og almenn mál rædd sem falla að sveitafélögum Sigurður og Þórunn munu mæta þar.
- Tilnefningar í nefndir
Tilnefningu vantaði í samstarfsnefnd um málefni aldraðra en tilnefna ber bæði karl og konu. Baldur Baldvinsson var tilbúin að gefa kost á sér.
- Áherslur á haustönn
Eins og málin standa nú með stjórnmálin í loft upp er erfitt að koma málum áfram því er að mikilvægt að koma sjónarmiðum til verðandi þingmanna og þeim kröfum sem hæst bera.
Inn á fundinn kom Viðar Eggertsson sem er nú að vinna fyrir Gráa herinn. Ræddi hann um þá hugmynd að halda veglegan baráttufund í Háskólabíó 14.okt n.k. og var stjórn LEB einhuga um að standa veglega að þessum fundi.
- Vinnufundur
Næsti stjórnarfundur verður 18.okt og mun verða langur svo hægt sé að byrja á stefnumótun og fá góða gesti á fundinn.
- Erlent samstarf frekari upplýsingar
Jóna Valgerður kom í heimsókn í mánuðnum og fór yfir hvernig norðurlanda samskiptin hafa farið fram og hvernig þau erru kostuð. Að jafnaði eru 2 fundir á ári þar sem sérstök málefni eru rædd og hvert land leggur fram skýrslu um það sem efst er á baugi.
- Listin að lifa tilnefningar í ritnefnd
Tilnefnd voru: Sigurður Jónsson og Erna Indriðadóttir en formaður hefur rétt á að sitja fundi. Aftur rætt um blaðið og hvort þurfi að skoða betur póstmálin þar sem blaðið hefur víða skilað sér illa. Einnig var rætt um hvort eitt blað væri nóg en gert veglegra? Það er mikill hljómgrunnur fyrir því í stjórn
- Önnur mál
Sagt frá bréfi frá Halldóri Guðmundssyni á Akureyri sem er að vinna ásamt fleirum að rannsókn en hann biðlar til LEB um að senda hvatningu á félögin um að biðja fólk að svara könnuninni. Það var samþykkt.
Einnig sögðu Sigurður og Þórunn frá fundi um morguninn hjá TR en þar komu fram tölur fyrir hálft ár sem benda til að fjármagn sé að skila sér við hækkunina frá s.l. áramótum til vissra hópa. Einnig var farið fram á að fá ákveðnar upplýsingar um tölur svo nýta megi þær í baráttunni frmaundan.
Fundi slitið 16.25
Funargerð ritaði
Þórunn Sveinbjörnsdóttir[/fusion_text]