fbpx

 

                                   Fundargerð 294. fundar stjórnar LEB

haldinn 26. apríl 2017 að Sigtúni 42

 

Mættir: Haukur Ingibergsson (HI), Sigríður J. Guðmundsdóttir (SJG), Ástbjörn Egilsson (ÁE), Elísabet Valgeirsdóttir (EV), Sigurður Jónsson (SJ) og Anna Sigrún Mikaelsdóttir (ASM) og Baldur Þór Baldvinsson (BÞB) að hluta. Guðrún María Harðardóttir boðaði forföll.

 

HI setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna.

 

  1. Fundargerð stjórnarfundar nr. 293

Fundargerðir 293 stjórnarfundar sem haldinn var 28. mars 2017 hefur verið samþykkt í samræmi við reglur um ritun, samþykkt og birtingu fundargerða funda stjórnar Landssambands eldri borgara.

 

  1. Landsfundur LEB 23. – 24. maí 2017

Farið var yfir ýmis atriði varðandi undirbúning, skipulag og framkvæmd landsfundarins

Afgreiðsla stjórnar: Unnið verður áframhaldandi að ýmsum atriðum er rædd voru varðandi framkvæmd fundarins.

 

  1. Efni lagt fyrir landsfund

Farið var yfir tillögur sem borist hafa frá aðildarfélögum til framlagningar á landsfundi, drög að tillögum sem stjórn LEB sendi til aðildarfélaga til kynningar auk þess sem farið var yfir tillögur til lagabreytinga sem borist hafa frá Halldóri Gunnarssyni og hann hefur sent formönnum aðildarfélaga LEB til kynningar.

Afgreiðsla stjórnar: Tillögur stjórnar ásamt aðsendum tillögum verða sendar aðildarfélögum.

 

  1. Erindi frá BBC

HI kynnti erindi frá BBC um að fá aðstoð LEB til að gera sjórnvarpsefni um tómstundastarf aldraðra á Íslandi.

Afgreiðsla stjórnar: Formanni falið að svara erindinu jákvætt.

 

  1. Endurskoðun Madridarsamkomulags Sameinuðu þjóðanna um málefni aldraðra

HI greindi frá að til stæði að endurskoða stefnu Sameinuðu þjóðanna í málefnum aldraðara, svonefnt Madridarsamkomulag. Félagsskapur landssambanda eldri borgara á norðurlöndum (NOPO) sem LEB á aðild að, hefur vegna aðildar sinnar að nefnd ESB um öldrunarmál (AGE) möguleika á að tilnefna fulltrúa í endurskoðunarstarfið og hefur boðið aðilum að gera tillögur um fulltrúa úr sínum röðum.

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin tilnefnir alþjóðafulltrúa LEB, Birnu Bjarnadóttur, til að taka þátt í þessari endurskoðun.

 

  1. Viðræður við Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

HI og SJ gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi viðræður við FEB sem hafa það að markmiði að FEB afturkalli úrsögn sína úr LEB.

 

Afgreiðsla stjórnar: Stjórn LEB skorar á stjórn FEB að afturkalla úrsögn sína úr LEB. Stjórn LEB ítrekar að hún er reiðibúin til að staðfesta á formlegan hátt neðangreinda yfirlýsingu frá því í febrúar 2017, sem kynnt var fulltrúum stjórnar FEB og rædd á fundi formanna félagasamtakanna. Yfirýsingin felur í sér fimm árhersluatriði varðandi samstarf LEB og FEBR á árinu 2017. Yfirlýsinging verður undirrituð af hálfu stjórnar LEB samhliða því að stjórn FEBR dregur úrsögn sína úr LEB formlega til baka. Yfirlýsingin er svohljóðandi:

 

Y F I R L Ý S I N G

 

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Landssamband eldri borgara eru sammála um neðangreindar áherslur í samstarfi félaganna á árinu 2017:

 

  • Félögin hyggjast taka upp nánara samráð þegar mikilvæg mál sem snerta hagsmuni aldraðra eru til umfjöllunar og að samhæfa baráttu sína fyrir árangursríkum framgangi þeirra. Stjórn LEB tekur undir sjónarmið FEB um að meiri sýnileiki LEB sé æskilegur og mun vinna að því að efla kynningu á baráttumálum sínum og gera betur grein fyrir þeim í fjölmiðlum.
  • Félögin hyggjast auka samstarf sitt um samrekstur ýmisra þjónustuþátta, svo sem útgáfumál, upplýsingamiðlun og að aukna hagkvæmni í rekstri félaganna.
  • Sameiginlega hyggjast félögin halda opna fundi með ráðamönnum um hagsmunamál, þar á meðal meðal um umbætur varðandi frítekjumark almannatrygginga og aukna atvinnuþátttöku eldri borgara.
  • Aðilar eru sammála um að Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni greiði aðildargjald að Landssambandi eldri borgara árið 2017 að jöfnu í peningum og með starfrækslu þjónustu og verkefna samanber fjárhagsáætlun samstarfs og sameiginlegra verkefna aðila 2017 sem er fylgiskjal með þessari yfirlýsingu.
  • Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mun fyrir lok febrúar 2017 afturkalla bréf sitt til Landssambands eldri borgara dagsett 29. desember 2016 um úrsögn úr Landssambandi eldri borgara.
Fjárhagsáætlun samstarfs og sameiginlegra verkefna FEB og LEB á árinu 2017
 

Forsendur

Fjöldir félagsmanna FEB                                                                   10.480

Árgjald félagsmanns til FEB                                                                4.000 kr.

Árgjöld félagsmanna FEB alls                                                     41.920.000 kr.

Árgjald félagsmanns í FEB félagi til LEB                                               600 kr.

Árgjald FEB til LEB 2017                                                              6.288.000 kr.

 

Greiðsla FEB til LEB með vinnslu verkefna          

Afsláttarbók sem FEB framleiðir fyrir LEB (200 kr. pr. bók)         2.096.000 kr.

Kostnaður sameiginlegra verkefna LEB og FEB (100 kr.)              1.048.000 kr.

Verkefni sem FEB annast alls                                                          3.144.000.kr.

 

Greiðsla FEB til LEB í peningum                                                    3.144.000.kr.

 

7. Önnur mál

Engin önnur mál voru rædd.  Næsti stjórnarfundur verður boðaður síðar.