Fundargerð 286. fundar stjórnar LEB
haldinn 26. apríl 2016 kl. 10:00 – 11:30 að Hlégarði, Morfellsbæ
Mættir: Haukur Ingibergsson (HI), Sigríður J. Guðmundsdóttir (SJG), Ástbjörn Egilsson (ÁE), Elísabet Valgeirsdóttir (EV), Guðrún María Harðardóttir (GMH), Sigurður Jónsson (SJ), Anna Sigrún Mikaelsdóttir (ASM) og Baldur Þór Baldvinsson (BÞB).
HI setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna.
- Formannafundur LEB 2016
Stjórnarfundurinn er haldinn í aðdraganda formannafundar LEB 2016 sem hefst kl. 13:00 sama dag. Frá 11:30 er á borðum kjötsúpa fyrir fundarmenn, sem margir eru langt að komnir. Fundurinn er haldinn í boði Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni í félagsheimilinu Hlégarði.
Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin þakkar Félagi aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni fyrir afnot af félagsheimilinu til fundarhaldsins og fyrir afbragðs samvinnu við undirbúning fundarins.
- Framkvæmd formannafundarins
Farið var yfir ýmsa þætti sem varða fyrirkomulag fundarins og hlutverk stjórnarmanna í framkvæmd fundarins. Dagskrá formannafundarins er eftirfarandi:
13:00 Setning formannafundar Haukur Ingibergsson
13:05 Ávarp bæjarstjóra Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson
13:15 Skýrsla formanns Haukur Ingibergsson
13:30 Niðurstöður ársreiknings 2015 kynntar Ástbjörn Egilsson
13:40 Umræður um skýrslu formanns og ársreikning 2015
14:00 Kjaramál
- Tillögur nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fv. formaður LEB og fulltrúi LEB í nefndinni
- Kaupmáttur lífeyris undanfarna áratugi
Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri Talnakönnunar og ritstjóri Vísbendingar
- Fyrir hvað stendur Grái herinn?
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður FEB í Reykjavík og nágrenni
- Fyrirspurnir og umræður
15:00 Kaffi
15:15 Hópstarf: Umræðuefni í öllum hópum:
- Með hvaða aðferðum er líklegast að eldri borgarar geti bætt kjör sín?
- Hver er reynslan af starfi Öldungaráða og á hvað eiga félög eldri borgara að leggja áherslu í starfi Öldungaráða?
- Er ávinningur, og þá hver, af meiri samvinnu félaga eldri borgara eftir landssvæðum?
Í hverjum hóp er hópstjóri og ritari sem ganga frá niðurstöðum hópsins og verða niðurstöður sendar formönnum aðildarfélaga LEB.
16:00 Heilbrigðismál
- Hvert stefnir? – Fjölgun aldraðra framundan
Ragnar Guðgeirsson, verkefnisstjóri
- Rekstrarvandi hjúkrunar- og dvalarheimila
Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
- Fyrirspurnir og umræður
16:50 Önnur mál
17:00 Fundarslit Haukur Ingibergsson
- Staða hagsmunamála
HI gerði stuttlega grein fyrir stöðu hagsmunamála sem unnið er að.
Afgreiðsla stjórnar: Unnið verði áframhaldandi að framgangi mála.
- Önnur mál
Engin önnur mál voru lögð fram og var fundi slitið.
Næsti fundur stjórnar verður haldinn í ágúst og verður