fbpx

Fundargerð 284. fundar stjórnar LEB

haldinn 15. desember 2015 kl. 10:00 – 16:00 að Sigtúni 42

Mættir: Haukur Ingibergsson (HI), Sigríður J. Guðmundsdóttir (SJG), Ástbjörn Egilsson (ÁE), Elísabet Valgeirsdóttir (EV), Guðrún María Harðardóttir (GMH), Sigurður Jónsson (SJ) og Baldur Þór Baldvinsson (BÞB). Anna Sigrún Mikaelsdóttir (ASM) boðaði forföll vegna veikinda.

HI setti fund kl 10:00 og bauð stjórnarmenn velkomna.

  1. Fundargerð stjórnarfundar nr. 283

Fundargerð 283. stjórnarfundar, sem haldinn var 13. október 2015, hefur verið samþykkt í samræmi við reglur um ritun, samþykkt og birtingu fundargerða funda stjórnar Landssambands eldri borgara.

  1. Umsögn Landssambands eldri borgara um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld. 145. löggjafarþing 2015–2016, þingskjal 506, 373. mál.

HI lagði fram svohljóðandi umsögn LEB um frumvarp til laga um framangreint mál sem sent var milli stjórnarmanna LEB í tölvupósti til samþykktar áður en það var sent Alþingi:

„Markmið frumvarps þessa er að innleiða ýmis atriði sem talið er að þurfi að breyta í núgildandi löggjöf eða breyta þarf vegna skuldbindinga í milliríkjasamningum. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að rúmmálsregla við ákvörðun hagnaðar af sölu íbúðarhúsnæðis til eigin nota verði afnumin. Að meginreglu er söluhagnaður af fasteignum skattskyldur á söluári samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt. Þó er sú undantekning á að ef maður hefur átt íbúðarhúsnæði í full tvö ár þá er söluhagnaður af því skattfrjáls. Þetta skattfrelsi takmarkast af því að söluhagnaður af þeim hluta húsnæðisins sem er umfram 600 rúmmetra hjá einstaklingi eða 1.200 rúmmetra hjá hjónum er að fullu skattskyldur. Söluhagnaður er mismunur á söluverði og stofnverði sem er kostnaðarverð eigna að teknu tilliti til fenginna fyrninga og áður fengins söluhagnaðar.

Stór hluti eignamyndunar landsmanna hefur átt sér stað við kaup og eignarhald á íbúðarhúsnæði. Að starfsævinni lokinni er algengt að menn minnki við sig og innleysi sparifé með sölu húseigna. Því fé sem er innleyst á þennan hátt er oft ætlað að standa undir útgjöldum viðkomandi. Framangreind regla kann í einhverjum tilvikum að hafa komið illa niður á eldri borgurum sem eru sestir í helgan stein og njóta ekki lengur atvinnutekna, en búa í stórum húseignum sem jafnvel erfitt hefur reynst að selja. Til að koma til móts við slíkar aðstæður er með frumvarpinu lagt til að framangreind rúmmálsregla verði ekki látin gilda þegar um er að ræða hagnað af sölu íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Verði það samþykkt mun skattskylda söluhagnaðar af sölu íbúðarhúsnæðis til eigin nota aðeins ráðast af tíma eignarhalds, hvort það hafi varað í tvö ár eða skemur.

Í tekjuskattslögum er kveðið á um að frá tekjum lögaðila og þeim tekjum manna sem stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi eða eru tengdar slíkum rekstri megi draga einstakar gjafir og framlög til kirkjufélaga, viðurkenndrar líknarstarfsemi, menningarmála, stjórnmálaflokka og vísindalegra rannsóknarstarfa, þó ekki yfir 0,5% af tekjum á því ári sem gjöf er afhent. Lagt er til að reglu þessari um hámark frádráttar verði breytt og það hlutfall sem ekki megi fara yfir við frádrátt verði hækkað úr 0,5% í 0,75% ásamt því að gjafir til félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem starfa að almannaheillum verði undanþegnar erfðafjárskatti. Til lengri tíma litið er stefnt að því marki með þessum lagabreytingum að félagasamtök og sjálfseignarstofnanir geti í auknum mæli aflað sér fjár án beins stuðnings ríkisins.

Landssamband eldri borgara telur að framangreindar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu séu til þess fallnar að geta bætt hag eldri borgara, félagssamtaka þeirra og velferðarstofnana og væntir þess eindregið að Alþingi samþykki frumvarp þetta.

  1. desember 2015

Með vinsemd og virðingu

F.h. Landssambands eldri borgara

Haukur Ingibergsson, formaður“

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin samþykkti umsögnina.

  1. Staðan í kjaramálum

HI og ÁE gerðu grein fyrir stöðu kjaramála hvað snerti hækkun bóta almannatrygginga. Unnið hefi verið út frá samþykkt landsfundar LEB 5-6 maí 2015 um kjaramál; Landsfundurinn krefst þess að lífeyrir almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið verður um í næstu kjarasamningum, og samþykkt stjórnar LEB á stjórnarfundi 8. júní sbr. einnig greinargerð Talnakönnunar fyrir LEB um þetta efni frá 1. júní. Viðræður hafa verið við stjórnvöld um fjárhæð bóta almannatrygginga þar sem aðstoðarmenn fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra auk embættismanna eru fulltrúar stjórnvalda og HI, ÁE og Gísli Jafetsson framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis eru fulltrúar LEB. Á fundunum hefur verið farið yfir ýmis gögn, núverandi stöðu, túlkanir lagaákvæða og framtíðarsýn. Einnig hafa málin verið rædd óformlega við þingmenn og forsvarsmenn félaga eldri borgara stjórnmálaafla á Alþingi auk einstakra þingmanna. Áherslur LEB hafa einkum verið tvíþættar, að bætur hækki með sama hætti og lægstu laun samkvæmt kjarasamningum og að bætur hækki afturvirkt frá 1. maí 2015 eins og kjarasamningar. Óskaði LEB m.a. eftir því að Talnakönnun reiknaði út hverjar fjárhæðir bóta almannatrygginga þyrftu að vera til að hækkunin væri hliðstæð að heildarverðmæti og hækkanir kjarasamninga sem gerðir voru í maí 2015 þannig þó að hækkanir bóta almannatrygginga ættu sér stað þrisvar þ.e. 1. janúar 2016, 1. janúar 2017 og 1. janúar 2018 og hefðu þá náð 300.00 þús kr. á mánuði í stað þess að hækka fjórum sinnum, þ.e. 2015, 2016, 2017 og 2018 eins og kjarasamningarnir í vor gengu út á. Í greinargerð Talnakönnunar dagsett 13. nóvember 2015 sagði m.a.:

Þetta verkefni má auðvitað leysa með ýmsum hætti. Hér að neðan eru sýnd þrjú tilvik:

  1. Bætur hækki í 260 þúsund krónur 1. janúar 2016, 280 þúsund krónur 1. janúar 2017 og 300 þúsund 1. janúar 2018. Hér er miðað við ellilífeyrisþega sem búa einir. Prósentuhækkun yrði hliðstæð á aðra. Niðurstaða úr þessu er að þá fengju ellilífeyrisþegar 60.560 krónum meira en ef hækkanirnar hefðu verið miðaðar við 1. maí 2015, 2016, 2017 og 2018 eins og samningar gera ráð fyrir. Þetta erum 0,64% meira en þeir hefðu fengið ella.
  2. Miðað var við að krónutalan yrði sú sama á tímabilinu. Bætur hækki þá í 257.477 krónur 1. janúar 2016, 277.477 þúsund krónur 1. janúar 2017 og 300 þúsund 1. janúar 2018. Hér er miðað við ellilífeyrisþega sem búa einir. Prósentuhækkun yrði hliðstæð á aðra.
  3. Vegna þess að hækkun ellilífeyrisþega kemur seinna til en annarra er eðlilegt að núvirða. Hér er reiknað miðað við 3,5% raunvexti eins og gert er almennt í tryggingafræðilegum útreikningum. Til þess að ellilífeyrisþegar standi jafnfætis öðrum er niðurstaðan: Bætur hækki í 257.867 krónur 1. janúar 2016, 277.867 þúsund krónur 1. janúar 2017 og 300 þúsund 1. janúar 2018.

Færa má rök að því að óhagræðið sem ellilífeyrisþegar hafi orðið fyrir með því að fá hækkun seinna en aðrir mæli með leið 1. Þetta er erfitt að meta til nákvæmrar tölulegrar niðurstöðu.

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin ákvað að senda neðangreint ákall til alþingismanna:

Ákall til alþingismanna frá Landssambandi eldri borgara

Stjórn Landssambands eldri borgara ítrekar fyrri samþykktir um að ellilífeyrir almannatrygginga og tengdar greiðslur taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið var um í kjarasamningum síðastliðið vor. Eldri borgarar hafa skilað giftríku ævistarfi við að byggja Ísland og íslenskt samfélag upp og ákalla þingmenn um að meta það starf að verðleikum við afgreiðslu fjárlaga og fjáraukalaga á yfirstandandi þingi. Landssamband eldri borgara skorar á alþingismenn að greiða því atkvæði sitt að kjör eldri borgara verði bætt í samræmi við hækkun lægstu launa og hækki frá 1. maí 2015 eins og laun á almennum markaði. Greiðsla afturvirkt er réttlætismál því ósanngjarnt er að eldri borgarar séu skildir útundan við að njóta kjarabóta sem þorri almennings hefur þegar notið.

Stjórn Landssambands eldri borgara

Haukur Ingibergsson, formaður, FEB Reykjavík,

Sigríður J. Guðmundsdóttir, varaformaður, FEB Selfossi,

Ástbjörn Egilsson, gjaldkeri, FEB Garðabæ

Elísabet Valgeirsdóttir, ritari, FEB Hafnarfirði

Guðrún M. Harðardóttir, meðstjórnandi, FEB Borgarnesi

Sigurður Jónsson, varamaður, FEB Garði

Anna Sigrún Mikaelsdóttir, varamaður, FEB Húsavík

Baldur Þór Baldvinsson, varamaður, FEB Kópavogi

  1. Heimsóknir til aðildarfélaga

HI gerði grein fyrir að hann og SJG varaformaður hafi 26. október heimsótt félag eldri borgara á Laugarvatni, 28. október sótt á Flúðum sameiginlegan fund í Félagi eldri hrunamanna, Félagi eldri borgara í Biskupstungum og Félagi eldri borgara í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 2. nóvember, sótt á Hellu ásamt ÁE stjórnarfund í félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu, 19. nóvember sótt í Hveragerði félagsfund í Félagi eldri borgara í Hveragerði og sama dag sótt félagsfund í Félagi eldri bogara í Ölfusi. HI, ÁE og SJ sóttu fund Félags eldri borgara á Suðurnesjum 5. nóvermber.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

  1. Framkvæmdasjóður aldraðra

HI opnaði umræðu um Framkvæmdasjóð aldraðra, en Eyjólfur Eysteinsson, er tilnefndur af LEB í stjórn sjóðsins. Sjóðurinn er að undribúa starf sitt á árinu 2016 og mun sjóðurinn hafa um 400 mkr til ráðstöfunar. Ráðgert er að hefja hönnun þriggja nýrra hjúkrunarheimila og að skilgreina betur hvað telst viðhald og hvað endurbætur á hjúkrunarheimilum sem eru í rekstri. Sjóðurinn mun auglýsa eftir umsóknum í byrjun janúar 2016 og stefnt er að úthlutun á vordögum.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

  1. Öldrunarráð Íslands

HI opnaði umræður um Öldrunarráð Íslands, en Jóna Valgerður Kristjánsdóttir er tilnefnd af LEB í stjórn ráðsins og er hún varaformaður þess. Á stefnumótunarfundi stjórnar sem haldinn var 7-8 september 2015 vorum hugmyndir að starfsemi 2016 reifaðar og koma þær fram í fundargerð samtakanna frá þeim fundi sem lögð var fram til upplýsingar.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

  1. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra

HI, sem er tilnefndur af LEB í nefndina, greindi frá starfsemi nefndarinnar, en nefndin var skipuð fyrr á þessu ári og er að móta viðfangsefni sín. Eitt af þeim verkefnum sem nefndin hefur fjallað um er upplýsingabanki um öldrun og aldraða. Verið er að móta hvernig framkvæmd gæti verið hagað og aðkoma LEB að verkefninu.

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin felur fulltrúa LEB að halda áfram á þeirri braut sem rædd hefur verið varðandi hlutverk LEB enda fáist fjármunir í verkefnið.

  1. Nefnd um endurskoðun almannatrygginga

Nefndin hefur ekki enn lokið störfum og skilað skýrslu þrátt fyrir eftirrekstur fulltrúa LEB í nefndinni, Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur, um að nefndin ljúki starfi sínu. Samstaða virðist vera í nefndinni varðandi fyrirkomulag á málefnum eldri borgara en enn munu vera ókláruð mál gagnvart öryrkjum.

Afgreiðsla stjórnar: Mikilvægt er að nefndin ljúki starfi sínu þannig að tillögur hennar komist á borð stjórnvalda til útfærslu.

  1. Lýðheilsunefnd

Í upphafi yfirstandandi kjörtímabils var sett á fót ráðherranefnd um lýðheilsumál undir formennsku forsætisráðherra, til að gera tillögur um eflingu forvarna og lýðheilsustarfs. Jafnframt var sett upp ráðgefandi nefnd, lýðheilsunefnd, undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra, til að vinna drög að heildstæðri stefnumótun og aðgerðaáætlun, og tilnefndu margir aðilar fulltrúa í nefndina. LEB tilnefndi Birnu Bjarnadóttur í nefndina. Nefndin hefur nú skilað tillögum sínum til ráðherranefndarinnar og er starfi hennar þar með lokið.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

  1. Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga

HI, sem er fulltúi LEB í nefnd til að endurskoða lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, greindi frá því að starfið hefði gengið vel áfram að undanförnu og beindist ekki lengur að því að sameina lögin og lög um málefni fatlaðs fólks heldur að leggja til betrumbætur á hvorum lögum um sig. Var farið yfir nokkra kafla úr lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og rætt um umbótatækifæri.

 

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin telur þessa stefnu ákjósanlegri en að sameina lagabálka. Málið verðu kynnt í stjórn LEB eftir því því vindur fram.

  1. Staða og þróun Öldungaráða

Rætt var um Öldungaráðin og mikinn áhuga sem víða er á að koma þeim á fót og starfrækja bæði hjá eldri borgurum og sveitarstjórnum. Mikilvægt er að LEB hafi yfirsýni yfir fjölda, starfshætti og fyrirkomulag öldungaráða og rætt um hvernig hagkvæmast væri að skapa þá yfirsýn.

Afgreiðsla stjórnar: Kannað verði hvort úttekt á stofnun og verkefnum öldungaráða henti nemanda við HÍ sem rannsóknarverkefni.

  1. Aðildarumsókn Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi

Lögð var fram umsókn frá Félagi eldri borgara á Seltjarnarnesi um aðild að LEB ásamt lögum félagsins. Ákvæði laga LEB um aðild er svohljóðandi: „Aðild nýrra aðildarfélaga er háð samþykki landsfundar LEB en stjórn LEB getur veitt nýju félagi aukaaðild og rétt til þátttöku í starfsemi sambandsins án annarra réttinda fram að næsta landsfundi þar sem tillaga um aðild verður afgreidd. Lög hins nýja aðildarfélags skulu fylgja umsókn um aðild og uppfylla þau ákvæði sem kveðið er á um í lögum LEB.

Afgreiðsla stjórnar: Aðildarbeiðnin var samþykkt.

  1. Ráðstefnur um „farsæla öldrun“

HI og SJG sögðu frá ráðstefnum um „farsæla öldrun“ sem Öldrunarráð Íslands hefur verið frumkvöðull að. Slík ráðstefna var haldin á Selfossi 16. nóvember og voru þátttakendur frá Árnes- og Rangárvallasýslum. Þátttakendum er skipt niður á borð og þeir ræða í þaula um hver séu mikilvægustu atriði þess að öldrun sé í reynd farasæl. 18. maí sl. var slíkt þing haldið á Akureyri. Framhaldsfundur var síðan haldinn 13. nóvember sl. þar sem niðurstöður voru kynntar. Þar kom fram að Akureyri muni nota sér niðurstöður þingsins til að endurskoða stefnu sveitarfélagsins í öldrunarmálum og sóttu fundinn bæjarstjórinn á Akureyri, nokkrir bæjarfulltrúar, nefndarmenn í félagsmálanefnd og starfsmenn félagsþjónustunnar og heilbrigðisstofnana.

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin telur slík þing mikilvæg og styður áform um að halda slík þing í öllum landsfjórðungum

  1. Samningur um málefni fatlaðra

Rætt var um nýja stöðu í málefnum aldraðra sem kann að skapast í kjölfar þess að lokið er að gera úttekt á hvernig til tókst með að flytja málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og gera samkomulag um fjármögnun málaflokksins. Umræða um flutning málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga gæti eflst í kjölfar þessara tímamóta.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

  1. Kaup upplýsinga úr fjölmiðlum

Rætt var um reynsluna af kaupum upplýsinga frá Creditinfo á upplýsingum þegar málefni eldri borgara ber á góma í fjölmiðlum.

Afgreiðsla stjórnar: Ákveðið að halda viðskipum áfram á því tilboðsverði sem leggur fyrir.

  1. Stjórnarfundir, formannafundur 2016

HI lagði fram tillögu um að stjórnarfundur yrði þriðjudaginn 23. febrúar kl. 10:00-16:00 og þriðjudaginn 26. Apríl kl. 10:00-12:00. Formannafundur 2016 hefjist sama dag kl. 13:00.

Afgreiðsla stjórnar: Samþykkt.

  1. Vorblað „Listin að lifa“

SJ ræddi um útgáfu vorblaðsins „Listin að lifa“ og að undirbúningur þyrft að hefjast fljótlega.

Afgreiðsla stjórnar: Samþykkt.

  1. Heimasíða LEB

ÁE sýndi uppfærða tillögu að heimasíðu LEB.

Afgreiðsla stjórnar: Síðan verði sett í loftið sem allra fyrst.

  1. Ábyrgðarstörf á vegum LEB

Farið var yfir eftirfarandi lista um ábyrgðarstörf á vegum LEB, bæði innan LEB ákvörðuð af landsfundi, af stjórn LEB á hverjum tíma, eða að beiðni stjórnvalda eða samkvæmt landslögum:

Stjórn Landssambands eldri borgara

Formaður:                   Haukur Ingibergsson, Kópavogstúni 8, 200 Kópavogur.

Sími: 895 6100. Netfang: 8haukur8@gmail.com.

Varaformaður:            Sigríður J. Guðmundsdóttir, Engjavegi 59, 800 Selfoss.

Sími: 863 7133. Netfang: sirry.gudmunds@gmail.com.

Gjaldkeri:                    Ástbjörn Egilsson, Löngulínu 12, 210 Garðabær.

Sími: 898 2432. Netfang: astbjorn@simnet.is.

Ritari:                          Elísabet Valgeirsdóttir, Suðurhvammi 15, 220 Hafnarfjörður.

Sími: 699 1311. Netfang: elisa.valg@gmail.com.

Meðstjórnandi:           Guðrún M. Harðardóttir, Arnarkletti 23, 310 Borgarnes.

Sími: 893 5872. Netfang: sigunna@simnet.is.

1 varamaður:               Sigurður Jónsson, Kríulandi 1, 250 Garður.

Sími: 847 2779. Netfang: asta.ar@simnet.is.

2 varamaður:               Anna Sigrún Mikaelsdóttir, Holtagerði 8, 640 Húsavík.

Sími: 895 6771. Netfang: annamik@simnet.is.

3 varamaður:               Baldur Þór Baldvinsson, Lækjasmára 6, 201 Kópavogur.

Sími: 892 2006. Netfang: baldur.baldvins@simnet.is.

Öldrunarráð Íslands

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Mýrartungu II, 380 Reykhólahreppur. Sími: 893 6396.

Netfang: jvalgerdur@gmail.com.

Framkvæmdasjóður aldraðra

Eyjólfur Eysteinsson, Suðurgötu 5, 230 Reykjanesbær. Sími: 896 1064. Netfang: eye@simnet.is.

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra

Haukur Ingibergsson, Kópavogstúni 8, 200 Kópavogur. Sími 895 6100. Netfang: 8haukur8@gmail.com.

Nefnd um endurskoðun almannatrygginga

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Mýrartungu II, 380 Reykhólahreppur. Sími: 893 6396.

Netfang: jvalgerdur@gmail.com.

Nefnd um endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga o.fl.

Haukur Ingibergsson, Kópavogstúni 8, 200 Kópavogur. Sími 895 6100. Netfang: 8haukur8@gmail.com.

Velferðarvaktin

Haukur Ingibergsson, Kópavogstúni 8, 200 Kópavogur. Sími 895 6100. Netfang: 8haukur8@gmail.com.

Heimasíðunefnd

Ástbjörn Egilsson, Löngulínu 12, 210 Garðabær. Sími: 898 9703. Netfang: astbjorn@simnet.is.

Baldur Þór Baldvinsson, Lækjasmára 6, 201 Kópavogur. Sími: 892 2006. Netfang: baldur.baldvins@simnet.is.

Sigurður Jónsson, Kríulandi 1, 250 Garður. Sími: 847 2779. Netfang: asta.ar@simnet.is.

Samráðshópur með Tryggingastofnun ríkisins

Elísabet Valgeirsdóttir, Suðurhvammi 15, 220 Hafnarfjörður Sími: 699 1311. Netfang: elisa.valg@gmail.com.

Baldur Þór Baldvinsson, Lækjasmára 6, 201 Kópavogur. Sími: 892 2006. Netfang: baldur.baldvins@simnet.is.

Velferðarnefnd

Ástbjörn Egilsson, Löngulínu 12, 210 Garðabær. Sími: 898 9703. Netfang: astbjorn@simnet.is.

Sigríður J Guðmundsdóttir, Engjavegi 59, 800 Selfoss. Sími 863 2432. Netfang: sirry.gudmunds@gmail.com.

Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Digranesheiði 34, 200 Kópavogur. Sími: 896 9774. Netfang: sigurbjorgb@simnet.is.

Loftur Magnússon, Brekkuhlíð 9, 221 Hafnarfjörður. Sími: 864 2951. Netfang: lofturogerla@simnet.is.

Ritstjórn Listin að lifa

Eyjólfur Eysteinsson, Suðurgötu 5, 230 Reykjanesbær. Sími: 896 1064. Netfang: eye@simnet.is.

Grétar Snær Hjartarson, Furubyggð 7, 270 Mosfellsbær. Sími: 897 6536. Netfang: gretar@heima.is.

Haukur Ingibergsson, Kópavogstúni 8, 200 Kópavogur. Sími 895 6100. Netfang: 8haukur8@gmail.com.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Mýrartungu II, 380 Reykhólahreppur. Sími: 893 6396.

Netfang: jvalgerdur@gmail.com.

Sigurður Jónsson, Kríulandi 1, 250 Garður. Sími: 847 2779. Netfang: asta.ar@simnet.is.

Ritstjóri: Jóhannes Bjarni Guðmundsson, lal@dot.is.

Norrænt samstarf landssambanda eldri borgara

Birna Bjarnadóttir, Kópavogstúni 8, 200 Kópavogur. Sími: 895 6500. Netfang: birna.bjarnadottir@simnet.is.

Afgreiðsla stjórnar: Farið farið var yfir ofangreindan lista og hann staðfestur.

  1. Önnur mál

Engin önnur mál komu fram og fundi slitið.