fbpx

haldinn 6. maí 2015 að loknum landsfundi LEB í Gullsmára, Kópavogi

 

Mættir: Haukur Ingibergsson (HI) formaður, Anna Sigrún Mikaelsdóttir (ASM), Ástbjörn Egilsson (ÁE), Baldur Þór Baldvinsson (BÞB), Elísabet Valgeirsdóttir (EV), Guðrún María Harðardóttir (GMH), Sigríður J. Guðmundsdóttir (SJG) og Sigurður Jónsson (SJ)

 

 

 

HI bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

 

 

  1. Verkaskipting aðalmanna í stjórn

 

HI, nýkjörinn formaður LEB, rifjaði upp eftirgreind ákvæði úr lögum LEB um stjórn:

 

 

„7.1. Stjórn LEB kosin á landsfundi sbr. 6. gr. 15. töluliðar a og b málsliðar, fer með æðsta vald  sambandsins og annast daglegan rekstur þess milli landsfunda.

 

7.2. Á fyrsta fundi eftir landsfund skal stjórn skipta með sér verkum og velja varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda úr hópi aðalmanna. Á þessum fundi skal ákveðið með hlutkesti í hvaða röð varamenn skuli taka sæti ef aðalmenn forfallast enda greini atkvæðatölur frá landsfundi ekki frá. Varamönnum er heimilt að sitja fundi stjórnar þótt fullskipuð sé með málfrelsi og tillögurétti.“

 

 

HI lagði til eftirfarandi verkaskiptingu aðalmanna í stjórn:

 

Varaformaður:            Sigríður J. Guðmundsdóttir, Engjavegi 59, 800 Selfoss, sími: 863 7133, netfang: sirry.gudmunds@gmail.com.

 

Gjaldkeri:       Ástbjörn Egilsson, Löngulínu 12, 210 Garðabær, sími: 898 2432, netfang: astbjorn@simnet.is.

 

Ritari:     Elísabet Valgeirsdóttir, Suðurhvammi 15, 220 Hafnarfjörður, sími: 699 1311, netfang: elisa.valg@gmail.com.

 

Meðstjórnandi:     Guðrún M. Harðardóttir, Arnarkletti 23, 310 Borgarnes, sími: 893 5872, netfang: sigunna@simnet.is.

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Tillagan var samþykkt.

 

 

  1. Röð varamanna

 

HI stjórnaði hlutkesti varamanna um röð og varð niðurstaðan sem hér segir:

 

1 varamaður: Sigurður Jónsson, Kríulandi 1, 250 Garður, sími: 847 2779, netfang: asta.ar@simnet.is.

 

2 varamaður: Anna Sigrún Mikaelsdóttir, Holtagerði 8, 640 Húsavík, sími: 895 6771, netfang: annamik@simnet.is.

 

3 varamaður: Baldur Þór Baldvinsson, Lækjasmára 6, 201 Kópavogur, sími: 892 2006, netfang: baldur.baldvins@simnet.is.

 

 

  1. Önnur trúnaðarstörf

 

HI rifjaði upp kjör á landsfundi í önnur störf en í stjórn.

 

Skoðunarmenn ársreikninga LEB og „Listin að lifa“ til næstu tveggja voru kjörin Margrét H. Pétursdóttir, Garðabæ og Stefnir Helgason, Kópavogi og Hulda Sigurvinsdóttir, Mosfellsbæ og Óttar Geirsson, Hafnarfirði voru kjörin varamenn til sama tíma.

 

 

Í ritstjórn blaðsins „Listin að lifa“ voru kjörin til næstu tveggja ára Eyjólfur Eysteinsson, Reykjanesbæ og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Reykhólahreppi og til vara Bryndís Steinþórsdóttir, Reykjavík) og Jóhannes Finnur Halldórsson, Akranesi. Stjórn LEB skal síðan skipa ritstjórn 3 manna og ritstjóra, sem ráðinn er af stjórn LEB.

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Kjöri í ritstjórn var frestað til næsta fundar stjórnar.

 

 

  1. Næsti fundur stjórnar

 

Næsti fundur stjórnar var ákveðinn mánudaginn 8. júní kl. 10:00 að Sigtúni 42.

 

 

Fundargerð ritaði Haukur Ingibergsson.