fbpx

haldinn 14. apríl 2015 kl. 09:00 – 12:00 að Sigtúni 42

Mættir: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (JVK), Haukur Ingibergsson (HI), Eyjólfur Eysteinsson (EE) og Anna Lúthersdóttir (AL). Ragnheiður Stephensen (RS) var forfölluð vegna veikinda og sótti Jón Kr. Óskarsson 1. varamaður fundinn í hennar stað.

JVK bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

1. Fundargerð stjórnarfundar nr. 278

 

Fundargerð 278. stjórnarfundar, sem haldinn var 17. mars 2014, hefur verið samþykkt í samræmi við reglur um ritun, samþykkt og birtingu fundargerða funda stjórnar Landssambands eldri borgara.

 

2. Vinna formanns og stjórnar

 

JVK lagði fram yfirlit um vinnu formanns og stjórnar 17. mars til 11. apríl 2015:

 

17. mars.   Stjórnarfundur LEB; Aðalmenn: JVK, HI, EE, AL, JKR,   varamaður  Jóh.Sigv.    17. mars. Velferðarnefnd LEB: AL og aðrir nefndarmenn  mæta.

 

18. mars.  Stjórnarfundur Öldrunarráðs Íslands.  JVK mætir.

 

18. mars.  Kynningarfundur í Velf.ráðuneyti um Norrænu velferðarvaktina sem er  3ja ára verkefni. JVK og BB mæta.

 

20. mars.  Fundur með FEB í Kópavogi vegna undirbúnings Landsfundar  LEB.  JVK og HI .

 

20. mars.  Aðalfundur  Samfylking 60+   JVK með erindi um áherslur LEB.

 

21. mars.  Aðalfundur FEBAN  Akranesi  JVK með erindi.

 

22-23. mars  Unnið að LaL. JVK HI, GSH. Próförk,  hringingar o.fl.

 

25. mars.  Fræðslufundur hjá Korpúlfum, JVK með erindi og svarar fyrirspurnum.

 

27. mars.  Fundur með Þ.SV.  og G.Jaf. vegna undirbúnings Landsfundar.  JVK, HI.

 

29. mars – 6 apríl.  Páskavika.

 

8. apríl.  Kjaranefnd LEB.  Þórunn  Stefanía, Grétar Þ,   JVK, og HI mæta.

 

9. apríl.   Kjaranefnd FEB  Reykjavík og nágrenni. JVK mætir.

 

9. apríl.  Ráðstefna  um heilabilun á Norðurlöndum, í Norræna húsinu, BB mætir.

 

10. apríl. Nefnd um félagsþjónustu sveitarfélaga. HI mætir

 

10. apríl. Fundur með stjórn FEB í Bolungarvík. JVK  mætir.

 

11. apríl.  Aðalfundur FEB á Flateyri. JVK mætir með erindi.

 

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

 

 

3. Staðan á vinnumarkaði

 

JVK opnaði umræðu um stöðuna á vinnumarkaði, horfur á verkföllum og hvernig LEB ætti að bregðast við.

 

Afgreiðsla stjórnar: Eftirfarandi ályktun var samþykkt og verður send fjölmiðlum:

 

„Landssamband eldri borgara tekur heilshugar undir kröfur verkalýðssamtaka um hækkun lágmarkslauna. Landssambandið  krefst þess að lífeyrir almannatrygginga taki sömu hækkunum og lágmarkslaun sem samið verður um í næstu kjarasamningum á almennum markaði og/eða hjá opinberum starfsmönnum. Við teljum að 300.000 kr lágmarkslaun á þremur árum sé ekki ofviða íslensku atvinnulífi og ekki til þess fallið að ógna þeim stöðugleika sem við viljum varðveita. Það er ekki sanngjarnt að hinir lægst launuðu taki á sig ábyrgð á stöðugleika í verðlagi en  hærra launaðir aðilar ekki. Landssambandið hvetur aðila vinnumarkaðarins og stjórnvöld  til að leita allra leiða til að koma í veg fyrir verkföll, og semja sem fyrst í þeim viðræðum sem fram undan eru í kjaramálum.“

 

4. Landsfundur 2015

 

Farið var yfir ýmis atriði er varða framkvæmd landsfundar.

 

Afgreiðsla stjórnar: Undirbúningur gengur vel. JVK og HI var falið að þróa fram komnar hugmyndir.

 

5. Drög að ályktunum landsfundar

 

JVK og EE lögðu fram og fóru yfir drög að ályktunum landsfundar. JVK og HI hafa fundað með Kjaranefnd og JVK mun funda með Velferðarnefnd að loknum stjórnarfundi.

 

Afgreiðsla stjórnar:  Drögin verða þróuð áfram í tölvupósti á milli stjórnarmanna og send út samkvæmt lögum LEB ásamt dagskrá landsfundar.

 

6. Skýrsla stjórnar

 

JVK og EE lögðu fram og fóru yfir drög að skýrslu stjórnar og skýrslu gjaldkera auk rekstraráætlun áranna 2016 og 2017.

 

Afgreiðsla stjórnar: Rekstraráætlun var samþykkt og skýrsludrög þróuð áfram.

 

7. Bygging Landsspítala

 

JVK fór yfir nýlegar umræður um að breyta fyrri ákvörðun um staðsetningu Landsspítalans og rætt var um þær afleiðingar sem slíkar ákvarðanir hefðu í för með sér.

Afgreiðsla stjórnar: Eftirfarandi ályktunin var samþykkt og verður send fjölmiðlum:

 

„Stjórnarfundur Landssambands eldri borgara haldinn14. apríl skorar á stjórnvöld að standa við fyrri ákvörðun um byggingu landsspítala við Hringbraut. Allur sá undirbúningur sem hefur miðast við þá staðsetningu má ekki  fara forgörðum.  Þær byggingar sem fyrir eru við Hringbraut eru sumar það nýjar að eðlilegt er að þær séu í tengslum og nýtist við nýjan landsspítala.  Má þar meðal annars  nefna Barnaspítala Hringsins.  Þó skiptar skoðanir hafi verið um staðsetningu hefur sú tillaga að byggja við Hringbraut notið meirihluta fylgis. Ljóst er að allar breytingar  mundu seinka byggingu um all mörg ár. Það er óásættanlegt að svo fari.  Með nýrri byggingu landsspítala við Hringbraut skapast möguleikar á að nýta núverandi húsakynni Landsspítala í Fossvogi sem sérstaka miðstöð öldrunarlækninga.  Það væri verðugt hlutverk fyrir þá byggingu þar sem ljóst er að með fyrirsjáanlegri fjölgun aldraðra er mjög æskilegt að hafa betri aðstöðu til  öldrunarlækninga og rannsókna en nú er. Landssamband eldri borgara  hvetur til þess að framkvæmdir verði hafnar sem allra fyrst.“

 

8.  Ársskýrslur félaga

 

JVK og HI kynntu að góð skil hefðu orðið á samræmdri ársskýslugerð aðildarfélaga til landssambandsins og þar hafi fengist samanburðarhæfar upplýsingar um starf og stöðu félaganna.

 

Afgreiðsla stjórnar: HI var falið að gera samantekt um niðurstöður sem lagðar verða fram á landsfundi.

 

9. Heimsóknir til aðildarfélaga

 

JVK fjallaði um heimsóknir sínar í félög eldri borgara og rifjaði upp að hún og í sumum tilfellum aðrir stjórnarmenn með henni, hafi síðan 29. september 2014 farið á fundi hjá 27 aðildarfélögum, nú síðast  félaganna á Flateyri og  Bolungarvík.  Á  Ísafjörð er fyrirhugað að mæta 27. apríl á aðalfund félagsins.

 

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin telur að heimsóknir til aðildarfélaganna þurfi að vera viðvarandi þáttur í starfi stjórnar LEB.

 

10. Útgáfa afsláttarbókar

 

HI gerði grein fyrir að útgáfa afsláttarbókar 2015, sem unnin er í samstarfi við Félag eldri borgara í Reykjavík samkvæmt samþykkt landsfundar LEB 2013, hafi gengið samkvæmt áætlun.

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin telur að skoða þurfi hvort ekki sé nægilegt að gefa bókina út annað hvort ár en auka jafnframt rafrænan aðgang að bókinni á heimasíðu eða sérstöku appi.

 

11. Listin að lifa

 

JVK greindi frá því að sumarblað 2015 væri komið út og hefði verið dreift og væri góður rómur gerður að blaðinu. Svo virtist sem ný gerð af pappír, pökkunarmáta og vandaðri dreifing hafi skilað árangri.

 

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

 

 

12. Önnur mál

 

Boð hefur borist til LEB um að senda fulltrúa á ráðstefnu sem samtök eftirlaunafólks í Svíþjóð, PRO, halda í Stokkhólmi 12-14 júní. Uppihald og gisting meðan á ráðstefnunni stendur verður greitt af ráðstefnuhaldara.

 

Afgreiðsla stjórnar: Ákveðið að alþjóðafulltrúi LEB sæki ráðstefnuna.

 

Næsti fundur stjórnar verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl kl. 10:00.

 

Fundi slitið kl. 12:00

 

Fundargerð ritaði Haukur Ingibergsson.