fbpx

haldinn 4. júní 2014 kl. 09:00 – 10:30 í Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri

 

Mættir: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (JVK), Haukur Ingibergsson (HI), Eyjólfur Eysteinsson (EE) og Jóhannes Sigvaldason varamaður (JS).

JVK bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

1. Fundargerð stjórnarfundar nr. 272

Fundargerð 272 stjórnarfundar, sem haldinn var 6. maí 2014, hefur verið samþykkt í samræmi við reglur um ritun, samþykkt og birtingu fundargerða funda stjórnar Landssambands eldri borgara.

 

2. Vinna formanns og stjórnar

JVK lagði fram yfirlit um vinnu formanns og stjórnar 5. maí til 4. júní 2014:

6.maí   Stjórnarfundur LEB í Reykjavík. Aðalmenn og Jón Kr. Óskarsson.

7.maí   Stjórnarfundur Öldrunarráðs Íslands.  JVK mætir. Undirbúningur aðalfundar  Ö.Í.  og málþings.

7.maí   Fundur í undirnefnd endurskoðunarnefndar almannatrygginga. JVK mætir.

8.maí   Undirbúningsfundur vegna málþings um líknarmeðferð, JVK er fulltrúi LEB

9.maí   Ráðstefna Krabbameinsfélags Íslands í tilefni 50 ára afmælis Leitarstöðvar.  JVK mætir.

9.maí   Fundur í nefnd um endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðra.  JVK mætir.

14.maí Grein í MBL frá JVK um mismunun í lögum um greiðslu séreignalífeyris til lækkunar húsnæðisskulda.

15.maí Ýmis undirbúningur vegna þátttöku í ráðstefnu á Akureyri.  JVK og HI vinna að því.

16.maí Stjórnarfundur í Framkvæmdasjóði aldraðra. EE fulltrúi LEB

19.maí Aðalfundur Öldrunarráðs Íslands.  JVK, HI og AL mæta.

19.maí „Málþing um líknardauða-líknarmeðferð, hvar liggja mörkin“. Haldið á Grand hóteli. Málþingshaldarar eru Öldrunarráð, LEB og Samtök fyritækja í velferðarþjónustu.  JVK með ávarp í lok málþings.

20.maí JVK hittir hóp eldri borgara frá Svíþjóð sem staddir eru á  ferðalagi í RVK. Segir frá starfi LEB.

26.maí Fundur með stjórnarmönnum úr FaMos um kjaramál aldraðra.  JVK og HI.

26.maí Fundur í nefnd um endurskoðun almannatrygginga. JVK mætir.

28.maí Birna Bjarnadóttir mætir fyrir LEB í forföllum HI við móttöku á hópi forstöðumanna hjúkrunarheimila frá Slóveníu.

29.maí Dagur aldraðra í kirkjum landsins (Uppstigningardagur).  JVK flytur ræðu í Bústaðakirkju.

30.maí Fundur í nefnd um endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og og málefni fatlaðra.  HI mætir.

2.júní   Fundur í nefnd  um endurskoðun almannatrygginga. HI mætir.

2.júní Undirbúningsnefnd  um Ráðstefnu um Velferðartækni.  JVK með á símafundi.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

3. Umsókn um aðild að Almannaheill

JVK gerði grein fyrir að umsókn LEB um aðild að samtökum þriðja geirans, Almannaheill, hafi verið samþykkt í stjórn samtakanna og verði lögð fyrir aðalfund þeirra 12. júní til formlegrar afgreiðslu. Uppstillinganefnd Almannaheilla hefur óskað eftir tilnefningu LEB í stjórn samtakanna og var Haukur Ingibergsson tilnefndur.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

4. Skýrsla undirhóps um endurskoðun almannatrygginga

JVK og HI gerðu grein fyrir starfi undirhóps um endurskoðun almannatrygginga og fóru yfir nokkur atriði sem þar hafa verið rædd.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

5. Málþing um líknarmeðferð

JVK sagði frá málþingi um „líknardauða-líknarmeðferð, hvar liggja mörkin“ sem haldið var á Grand hóteli 19. maí af Öldrunarráði, LEB og Samtökum fyritækja í velferðarþjónustu. JVK flutti ávarp í lok málþingsins sem um 200 manns sóttu.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

6. Ályktun frá Félagi eldri borgara í Mosfellsbæ

JVK kynnti svohljóðandi tillögu sem samþykkt var samhljóða á stjórnarfundi Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni, þann 13. maí 2014 og að í framhaldinu hafi fulltrúar félagsins kynnt tillöguna Fyrir JVK og HI.:

Stjórn Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni, skorar á stjórn Landssambands eldri borgara og stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn að endurskoða svo fljótt sem auðið er yfirþyrmandi skattaálögur á þá sem aldraðir eru og eldri en 70 ára.

 

Greinargerð:

Helstu rök eru færð fram í meðfylgjandi töfluyfirliti sem sýnir hve óbilgjörn stefna ríkir af hálfu Alþingis og ríkisstjórnar gagnvart þegnum landsins sem orðnir eru 70 ára og eldri. Meðfylgjandi er tillaga til úrbóta sem koma þarf í framkvæmd hið fyrsta.

Eftir að hafa greitt opinber gjöld af atvinnutekjum í allt að 54-55 ár er kominn sá tími að flestir eldri borgarar hafa misst atvinnuna, annað hvort vegna lagaákvæða um hámarksaldur opinberra starfsmanna við 70 ár eða vegna ákvarðana á almennum vinnumarkaði og/eða heilsubrests. Meðfylgjandi yfirlit sýnir glögglega skattpíningu stjórnvalda sem hafa viðhaldið 3 skattþrepum sem löngu hefði átt að vera búið að afnema.  Lagt er til að stjórn LEB fallist á ályktun FaMos og aðstoði við að koma ályktuninni á framfæri sem allra fyrst.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

7. Stofnun Öldungaráða

JVK og HI gerðu grein fyrir að talsverður áhugi virtist vera í ýmsum sveitarfélögum á að stofna Öldungaráð og tryggja með þeim hætti að aldraðir hafi formlegan og milliliðlausan viðræðuvettvang við sveitarstjórnarmenn um hagsmunamál sín. Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga 31. maí sendi LEB hvatningu til formanna aðildarfélaga LEB um að taka málið upp við nýkjörna sveitarstjórnarmenn.

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin fagnar áhuga á þessu mikilvæga máli.

 

8. Önnur mál

Fyrsti fundur stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra, sem EE á sæti í fyrir hönd LEB, var haldinn 16. maí. Kynnt var ný  reglugerð um Framkvæmdasjóð aldraðra frá 14. maí 2014 sem finna má á vef Velferðarráðuneytisins ásamt eyðublöðum um umsóknir um framlag úr sjóðnum, en umsóknarfrestur er til 13. júní. Áætlað er að í ár verði um kr. 800 m.kr. til úthlutunar. Allar upplýsingar um sjóðinn er að finna á vef Velferðarráðuneytisins. Næstu fundir eru 4. júlí og 15.ágúst.

Helga Guðrún Erlingsdóttir kom á fundinn og sagði frá starfsemi á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð þar sem eru 186 rými af ýmsu tagi, aðferðafræði þjónustunnar og stöðu öldrunarmála í sveitarfélaginu almennt. Starfsemin hefur fengið viðurkenningu um að starfa samkvæmt Eden hugmyndafræðinni.

 

Fundargerð ritaði Haukur Ingibergsson.