fbpx

haldinn 6. maí 2014 kl. 10:00 – 13:00 að Sigtúni 42

Mættir: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (JVK), Haukur Ingibergsson (HI), Anna Lútherssdóttir (AL) Eyjólfur Eysteinsson (EE) og Jón Kr.Óskarsson (JKÓ) í forföllum Ragnheiðar Stephensen.

JVK bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

1. Fundargerð stjórnarfundar nr. 271

Fundargerð 271 stjórnarfundar, sem haldinn var 11. mars 2014, hefur verið samþykkt í samræmi við reglur um ritun, samþykkt og birtingu fundargerða funda stjórnar Landssambands eldri borgara.

 

2. Vinna formanns og stjórnar

JVK lagði fram yfirlit um vinnu formanns og stjórnar 11. mars til 6. maí 2014.

11. mars.  Stjórnarfundur LEB.

13. mars.  Spurningalisti um velferðartækni yfirfarinn v. fundar. RS og JVK.

14. mars.   Fundur  í endurskoðunarnefnd  lífeyrismála.  JVK mætir.

14. mars   Opnun Hjukrunarheimilis á Nesvöllum. JVK, EE og JKÓ mæta.

15. mars   Hugvísindaþing H.Í.  Velferð aldraðra, 3 erindi flutt. JVK mætir.

18. mars   Ritnefnd LEB v. undirbúnings afmælisblaðs LaL. GSH. BS. JVK. HI. ÞK og ritstjóri.

18. mars  Kjaranefnd LEB. Allir mættir úr nefndinni.

18. mars  Undirhópur um almannatryggingar, sem skoðar sérstaklega þróun launa og lífeyris s.l. 10 ár.   JVK mætir.

19. mars.  Fundur hjá Félagi eldri Hrunamanna.  JVK og AL. Farið yfir störf LEB og lífeyrismál.

21. mars. Fyrirhugað námskeið um sjálfræði aldraðra hjá H.Í þar sem JVK var einn frummælenda féll niður vegna ónógrar þátttöku. Undirbúningur hefur staðið yfir.

22. mars. Unnið að skýrslu og ýmislegt  fleira vegna formannafundar.  JVK,  HI.

24. mars. Undirhópur um  almannatryggingar 2. Fundur. JVK  mætir.

24. mars  Unnið að lokaundirbúningi formannafundar.  JVK, HI, EE.

25. mars.  Formannafundur LEB í Jónshúsi í Garðabæ.  Um 30  manns sóttu fundinn.

26. mars.  Öldrunarráð Íslands, stjórnarfundur JVK mætir.

27. mars.  Aðalfundur FEB-DOR í Dölum. JVK mætir

28. mars.   Fundur í Samvinnuhópi um húsnæðismál. HI mætir.

28. mars    Securitas með kynningarfund í Reykjanesbæ.  HI og EE mæta.

31. mars.   Fundur með ÖBÍ o.fl. um almannatryggingamál.  JVK mætir.

31. mars    Undirnefnd  um almannatryggingar 3. Fundur JVK mætir.

1. apríl.    Undirnefnd um almannatryggingar  4. Fundur.  JVK mætir og leggur fram greinargerð um kjör eldri borgara frá árinu  2008 og þörf á úrbótum.

2. apríl.   Vinnustofa í Velferðarráðuneyti um hugmyndir varðandi verkefni í velferðarþjónustu.  JVK mætir vegna veikinda RS.

3. apríl.   Fundur með Ernu Indriðadóttur um nýja vefsíðu.  HI og JVK mæta.

3. apríl.   Fundur um löggjöf fyrir Almannaheill, samtök félaga sem vinna að velferðarmálum..  JVK mætir.

4. apríl.   Fundur í starfshópi  um  endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðra.  JVK  var skipuð og mætir.

4. apríl  Fundur um endurskoðun almannatrygginga. JVK  mætir.

7. apríl.  Fundur í ritnefnd LaL.  Allir mæta.  Mikil vinna í gangi.

7. apríl. Umsagnir um þingmál nr. 378 og 484.  JVK vinnur að því  og sendir í nefndasvið Alþingis.

8. apríl. Framtíðarþing um farsæl efri ár í Garðabæ. JVK aflar efnis fyrir LaL hjá Ástbirni formanni.  Ráðstefnan tókst með miklum ágætum.

9-13. apríl.  Ritnefnd ( JVK,BS,ÞK,HI og ritstjóri) vinnur að lokafrágangi LaL. Yfirlestur, safna myndum, auglýsingum, skrifa leiðara o.fl.

14. apríl.  JVK sendir grein í MBL um sjálfræði aldraðra.  LaL farið í prentun.

15. apríl.  Nýr verkefnasamningur við Velferðarráðuneytið undirritaður af HI fyrir hönd LEB.

17-21. apríl. Páskar.

22.-23. apríl  JVK og BB. (í stað RS) fljúga til Stokkhólms á stjórnarfund NSK.  JVK  áður unnið ársskýrslu LEB og sent hana.  BB tekið saman  greinargerð um ofbeldi gegn öldruðum á Íslandi.  Stjórnarfundur NSK stóð þann dag og til hádegis næsta dag, ásamt erindum um: Ofbeldi gegn öldruðum. Einmanaleika, Byltur og brot  aldraðra og Virknimiðstöð aldraðra. Þá  flogið til K.hafnar og  svo til Íslands. JVK og BB tóku þátt í umræðum.  Munu gera grein fyrir efni fundarins síðar.

23. apríl  Fundur í endurskoðunarnefnd um lífeyrismál.  HI mætir.  Mest rætt um starfsgetumat og  hvernig  skila eigi vinnunni af sér.  Hvort takist að koma fram frumvarpi í vor. Pétur Blöndal  formaður nefndarinnar mjög áhugasamur um það.

25. apríl.  Undirbúningsfundur vegna fyrirhugaðs málþings um líknarmeðferð og  líknardauða, sem Ö.Í stendur að ásamt LEB og SFV.  JVK mætir.

26. apríl.  Fundur með frambjóðendum Dögunar í RVK um málefni aldraðra. JVK kynnir Öldungaráð og  helstu áherslumál LEB.

26. apríl   Viðtal við JVK í kvöldfréttum RÚV um fyrirhugað verkfall starfsfólks í SFR á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum.

29. apríl.  Fundur í FEB í Þorlákshöfn um starf LEB og lífeyrismál.  JVK og AL mæta.

30. apríl.  Fundur í Fjárhags-og viðskiptanefnd Alþingis um mál nr 484.  JVK og EE mæta og gera grein fyrir umsögn LEB.

30. apríl.  Fundur í undirnefnd almannatrygginga. 5. fundur. JVK mætir.

1.maí.  LEB tekur þátt í kröfugöngu. GSH og EE ásamt Pétri Maack sjá um framkvæmd.

5.maí  Nefndarfundur um Velferðartækni. JVK mætir í forföllum RS.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

3. Fundargerð formannafundar LEB 25. mars

JVK lagði fram drög að fundargerð formannafundar LEB sem haldinn var 25. mars 2014

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin samþykkti fundargerðina og verður hún sett á heimasíðuna.

 

4. Öldungaráð                                                                

JVK gerði grein fyrir undirbúningi að stofnun Öldungaráða og umræðum á formannafundi um drög að tillögu um Öldungaráð. Tillagan er svohljóðandi:

Stjórn Landssambands eldri borgara beinir þeim eindregnu tilmælum til allra aðildarfélaga sinna að beita sér fyrir því að komið verði á Öldungaráði í hverju sveitarfélagi eða í samstarfi sveitarfélaga, ef Félag eldri borgara nær yfir meira en eitt sveitarfélag. Meginmarkmið með Öldungaráði er að aldraðir í hverju sveitarfélagi hafi formlegan og milliliðlausan viðræðuvettvang við sveitarstjórnarmenn um hagsmunamál sín.  Nánari útfærsla  sé unnin í samvinnu  sveitarfélags/sveitarfélaga og félags/félaga eldri borgara á viðkomandi svæði.  Félög eldri borgara hafi frumkvæði að stofnun öldungaráða með viðtölum og samvinnu við sveitarstjórnarmenn og frambjóðendur fyrir sveitarstjórnarkosningar vorið 2014. Öldungaráð setur sér starfsreglur sem samþykktar eru í sveitarstjórn og félagi/félögum eldri borgara á því svæði sem öldungaráðið nær yfir.

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin samþykkir tillöguna og hvetur aðildarfélögin til að vinna að stofnun öldungaráða í sinni heimabyggð.

 

5. Umsagnir um þingmál

JVK gerði grein fyrir umsögnum LEB um þingmál nr. 378 (Breyting aldursákvæða) og mál nr. 484 (Höfuðstólslækkun húsnæðislána). Umsagnir má sjá á vef Alþingis.

Afgreiðsla stjórnar: Samþykkt.

 

6. Skipan fulltrúa LEB í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra

JVK lagði fram bréf Velferðarráðuneytis um að Eyjólfur Eysteinsson hafi verið skipaður aðalmaður og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir varamaður í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

7. Listin að lifa – 25 ára afmælisblað

JVK gerði grein fyrir að 25 ára afmælisblað Listarinnar að lifa væri komið út og hefði verið í þetta skipti vegna afmælisins sent á öll heimili þar sem einhver sextugur einstaklingur býr en það aldursviðmið er yfirleitt fyrir félagsaðild að félögum eldri borgara. Blaðið þyki vel heppnað.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

8. Samningur við Velferðarráðuneytið

HI gerði grein fyrir breytingu á samningi ráðuneytisins og LEB frá 26. febrúar 2013 með því að endurnýja fylgiskjal með samningnum varðandi lýsingu á kröfum um þá þjónustu sem LEB lætur í té og auka áherslu á að halda fræðslufundi eða námskeið í aðildarfélögum landsambandsins að jafnaði ekki sjaldnar en annað hvert ár í hverju félagi og veita auk þess ráðgjöf og aðstoð við að þróa og kynna möguleika velferðartækni í þágu eldri borgara. Árlegt fjárframlag ríkisins til samningsins skuli vera 10,0 m.kr. árin 2014 og 2015.

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin fagnar auknum verkefnum LEB og fjármagni til að sinna þeim.

 

9. Kröfuganga 1. maí

EE greindi frá að hópur, flestir úr FEB í Mosfellsbæ undir öflugri forustu Grétars Snæs Hjartarsonar, hefði gengið í kröfugöngu í Reykjavík 1. maí undir merkjum með baráttumálum aldraðra.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar en telur að taka þurfi fyrirkomulag þátttöku í 1. maí til skoðunar fyrir næsta ár.

 

10. Málþing um líknardauða 19. maí

JVK gerði grein fyrir málþingi á Grand Hótel um líknarmeðferð – líknardauða; hvar liggja mörkin? sem haldið verður 19. maí í samvinnu LEB, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Öldrunarráðs Íslands. Kostnaður á hvern aðila er áætlaður 150-200 þús. kr.  Aðgangur er ókeypis.

Afgreiðsla stjórnar: Samþykkt að taka þátt í kostnaði vegna ráðstefnunnar.

 

11. Ráðstefna um velferðartækni 4 – 5 júní.

JVK gerði grein fyrir ráðstefnu um velferðartækni sem haldin yrði á Akureyri 4 – 5 júní. LEB hefur lofað að auglýsa ráðstefnuna á heimasíðu og senda formönnum FEB-félaga.  Aðgangur er ókeypis.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

12. Vorfundur NSK í Stokkhólmi

JVK gerði grein fyrir vorfundi NSK sem haldinn var í Stokkhólmi 4-5 júní. Auk JVK sótti Birna Bjarnadóttir í stjórn FEB í Reykjavík þingið í forföllum Ragnheiðar Stephensen. Lagt var fram landsskýrsla Íslands sem JVK lagði fram á fundinum og skýrsla BB um helstu umræðuefni á fundinum.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

13. Starf endurskoðunarnefndar lífeyrismála

JVK gerði grein fyrir starfi endurskoðunarnefndar lífeyrismála, helstu umræðuefnum og stöðu mála.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

14. Önnur mál

HI greindi frá því að endurnýjun á tölvubúnaðaði LEB sé að ljúka, en gamli búnaðurinn hafi verið of óáreiðanlegur til að við hafi verið unað. Tækifærið hafi verið notað til að taka öryggisafrit af öllum rafrænum gögnum félagsins.

 

JVK sagði frá aðalfundi Öldrunarráðs Íslands sem verður 19. maí n.k. JVK mætir sem  stjórnarmaður og samþykkt að  Haukur og Anna verða fulltrúar LEB á fundinum.

 

JVK sagði að væntanlegur væri 50 manna sænskur hópur lífeyrisþega til landsins í maí og óskað væri eftir að hún hitti þá 20. maí og ræddi um stöðu eldri borgara hér. Einnig væri væntanlegir frá Slóveníu nokkrir stjórnendur á öldrunarstofnunum þar í landi sem vildu kynna sér málin hér. Tekið er á móti þeim af formanni Öldrunarráðs, sem óskar eftir að fulltrúi frá LEB segi frá  landssambandinu, skipulagi og starfsemi á fundi með þeim 28. maí. Haukur tekur það að sér.

 

Næsti fundur stjórnar verður að Reykhólum 3. júní kl. 12:00.

Fundargerð ritaði Haukur Ingibergsson.