fbpx

Fundargerð 271. fundar stjórnar LEB

haldinn 11. mars 2014 kl. 10:00 – 13:00 að Sigtúni 42

 

Mættir: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (JVK), Haukur Ingibergsson (HI), Anna Lútherssdóttir (AL) Eyjólfur Eysteinsson (EE) og Ragnheiður Stephensen (RS).

JVK bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

 1. Fundargerð stjórnarfundar nr. 270

Fundargerð 270 stjórnarfundar, sem haldinn var 4. febrúar 2014, hefur verið samþykkt í samræmi við reglur um ritun, samþykkt og birtingu fundargerða funda stjórnar Landssambands eldri borgara.

 

 1. Vinna formanns og stjórnar

JVK lagði fram yfirlit um vinnu formanns og stjórnar 4. febrúar til 11. mars 2014.

 1. feb.  Stjórnarfundur LEB.
 2. feb.  Fundur í almannatrygginganefnd, JVK mætir. Aðalmál hvað eldri borgara snertir er sveigjanleg starfslok og skoðun á þróun lífeyris s.l. 10 ár miðað við launa- eða verðlagsþróun á sama tíma. Mestur tími hingað til hefur farið í að ræða  útfærslu á starfsgetumati í stað örorkumats.  Nú taka fulltrúar ÖBÍ þátt í fundunm.  Einnig hefur verið lögð áhersla á að nýta þá vinnu sem unnin var á síðasta kjörtímabili, en þó ekkert orðið af því ennþá.
 3. feb.  Fundur hjá Félagi eldri borgara í Kópavogi um kjaramál.  JVK og HI mæta, flytja framsögu og sitja fyrir svörum um almannatryggingar, lífeyrissjóði, húsnæðismál o.fl.
 4. feb. JVK á Reykhólum og mikið að gera í pósti og síma.
 5. feb. Á leið suður stoppar JVK í Búðardal og tekið þátt í opnu húsi með FEB-DOR sem alltaf er á fimmtudögum.
 6. feb. Unnið að undirbúningi fundar með heilbrigðisráðherra í næstu viku og tekin saman áhersluatriði. JVK og HI.
 7. feb. Aðalfundur Félagi eldri borgara í Mosfellsbæ.  JVK mætir og situr fyrir svörum. Boðið til Ör-þorrablóts á eftir.
 8. feb. Velferðarnefnd Alþingis boðar fulltrúa LEB á sinn fund kl. 9:00. Til umræðu er  þingmál um byggingu landsspítala, sem LEB sendi umsögn um.  HI og EE mæta og fylgja álitinu eftir.

Sama dag kl 9:30. Fundur með heilbrigðisráðhera og þar mættu  JVK, RS og ÞSv.  Aðalmál sem rædd voru:  Hækkanir á þjónustu Sjúkratrygginga vegna hjálpartækja.  Gert verði átak í að bæta heimaþjónustu eldri borgara. Lækkun eða niðurfelling fasteignagjalda til eldri borgara þurfi að vera meiri.  Vísað var í landsfundarsamþykkt um lækkun virðisaukaskatts á lyf. Breyta ætti greiðslufyrirkomulagi hjúkrunarheimila svo íbúar héldu fjárræði sínu. Bygging fleiri hjúkruanarrýma væri nauðsynleg á næstu árum.  Ráðherra lofaði að endurskoða reglugerðina um sjúkratryggingar og sagðist einnig vera hlynntur breytingum á greiðslufyrirkomulagi á hjúkrunarheimilum en slíkt tæki tíma.  (JVK vísaði í að Danir hefðu breytt því fyrir 22 árum.)  Lyfjamálinu vísaði hann á fjármálaráðherra sem væri að hugleiða breytingar á vsk.kerfinu.

Síðar þennan dag var fundur í Útgáfunefnd LaL. Þar mættu JVK, HI, BS, GSH, og fulltrúar Sökkólfs. Ákveðið var að gefa út afmælisblað í vor stærra en venjulega og dreifa á öll heimili þar sem einhver 60 ára og eldri væru til heimilis. Fólk skiptir með sér verkum og vinnan er hafin.

 1. feb. Fundur á Hellu með FEB í Rangárvallasýslu.  JVK  og HI mættu og fluttu framsögu um kjaramál frá TR, lífeyrismál, öldungaráð, húsnæðismál, sveitarstjórnarkosningar í vor o.fl.  Fjörungar umræður voru á eftir og um 50 manns á fundi.
 2. feb.  Grein um Öldungaráð eftir JVK birtist í Mbl.

Fundur JVK og RS með Kristjáni Sigurðssyni fv. yfirlækni Leitarstöðar Krabbameinsfélagsins og Reyni T. Geirssyni  yfirlækni kvennadeildar Landsspítala  um  nýja reglugerð um þjónustu Leitarstöðvarinnar og skerta þjónustu við eldri konur.  JVK og RS ætla að óska eftir fundi með landlækni um málið og vinna það áfram með læknunum.  Við teljum að þarna sé um verulega skerðingu á mannréttindum að ræða, ef konur eftir  65 ára aldur geta ekki fengið þjónustu hjá Leitarstöð eins og verið hefur.

 1. feb. JVK vinnur að umsögn um drög að frumvarpi um jafnréttismál, leggur til að Umboðsmaður aldraðra verði þar með, þar sem verið er að sameina stofnanir á jafnréttissviði s.s. réttindagæslu fatlaðra og réttindi innflytjenda. Mætti kalla það réttindagæslu aldraðra.

HI fær birta grein um Umboðsmann aldraðra í Mbl, og mætir í viðtal á Bylgjunni um það mál.

 1. feb.  Fundur í Öldrunarráði Íslands, JVK mættir. Rætt um ráðstefnu um heimaaðhlynningu  með vorinu. Oft erfiðleikar hjá þeim sem sinnir veikum maka heima. Hvar á að setja mörk milli þjónustu heima eða nauðsyn á flutning á hjúkrunarheimili? Vantar skýrari reglur. Einnig um biðlista. JVK í viðtali á Bylgjunni vegna fréttar á vísir.is um að gott sé að fara á ellilífeyri á Íslandi og Ísland þar í 11. sæti af 20 löndum, en úrtakið var 150 lönd.
 2. feb.  Fundur í almannatrygginganefnd, JVK mætir. Farið yfir þróun lífeyrisbóta TR miðað við verðlag og launaþróun frá 2004-2014.  Heildin sýnir að haldið er í við launaþróun það tímabil, en ef tekið er frá 2008 hefur lífeyrir dregist aftur úr.
 3. feb. JVK og HI  fara í Jónshús að skoða aðstæður til formannafundar LEB með Ástbirni Egilssyni formanni FEB í Garðabæ.

1.mars. Aðalfundur FEB á Suðurnesjum.  JVK mætir og flutti erindi um málefni LEB og svarar fyrirspurnum.

Sama dag aðalfundur FEBAN á Akranesi.  HI mætir og flutti erindi um málefni LEB og svarar fyrirspurnum.

3-5. mars. Unnið að undirbúningi stjórnarfundar. JVK  vinnur að samningu á erindi um sjálfræði aldraðra vegna fyrirhugaðs námskeiðs í H.Í. 21. mars. þar sem hún er einn frummælenda. Einnig unnið þessa daga að blaðagreinum fyrir LaL.

 1. mars. JVK á Reykhólum. Móttaka í Hjúkrunarheimilinu Barmahlíð fyrir eldri borgara af svæðinu.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

 1. Skipan í nefnd um endurskoðun málefna fatlaðra og félagsþjónustu sveitarfélaga

JVK lagði fram bréf frá Velferðarráðuneytinu um að hún hafi verið skipuð í nefnd um endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

 1. Frumvarp um stjórnsýslu á sviði jafnréttismála

JVK gerði grein fyrir að Velferðarráðuneytið hafi kynnt drög að frumvarpi til laga um stjórnsýslu á sviði jafnréttismála sem ráðherra áformar að leggja fram á Alþingi og hefur boðið þeim sem vilja að senda ráðuneytinu sjónarmið í málinu. LEB hefur útbúið umsögn í því tilefni.

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin hyggst halda áfram athugun á hvernig fella má umfjöllun um réttindamál aldraðra inn í þetta frumvarp.

 

 1. Fundur með heilbrigðisráðherra 19. febrúar

JVK gerði grein fyrir fundi sínum, Ragnheiðar Stephensen og Þórunnar Sveinbjörnsdóttur með Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra 19. febrúar til að ræða hagsmunamál eldri borgara og lagði fram minnisblað um fundinn.

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin felur fulltrúum LEB í viðræðunum að halda áfram þeirri samræðu við heilbrigðisráðherra sem hófst á fundinum.

 

 1. Dagskrá formannafundar 25. mars

JVK lagði fram drög að dagskrá formannafundar LEB sem haldinn verður í Jónshúsi, Garðabæ, þriðjudaginn 25 mars og gerði grein fyrir viðræðum sínum og HI við Ástbjörn Egilsson formann FEB í Garðabæ um framkvæmd fundarins.

 

Dagskrá formannafundar Landssambands eldri borga,

Jónshúsi, Strikinu 6, Garðabæ, 25 mars 2014

 

13:00   Fundarsetning                 Jóna Valgerður Kristjánsdóttir 13:05  Ávarp bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnar Einarsson

13:15   Yfirlitsræða formanns                                                 Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

13:35   Niðurstöður ársreiknings 2013 kynntar                      Eyjólfur Eysteinsson

13:45   Umræður

14:25   Nokkrar áskoranir 2014                                              Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

–       Sveitarstjórnarkosningar

–       Aukin áhrif – Öldungaráð

–       25 ára afmæli landssambandsins

14:35   Umræður

15:00   Kaffihlé

15:30   Þróun félagsstarfsins                                                   Haukur Ingibergsson

15:40   Hópstarf

16:00   Hópar skila hugmyndum

16:15   Réttindi tengd stéttarfélagsaðild                                 Þórunn Sveinbjörnsdóttir

16:25   Spurningar og svör

16:40   Önnur mál

17:00   Fundarslit                                                                    Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

Afgreiðsla stjórnar: Framlögð drög að dagskrá voru samþykkt og verður send formönnum.

 

 1. Listin að lifa – 25 ára afmælisblað

JVK gerði grein fyrir stöðu vinnu varðandi útgáfu á Listinni að lifa í vor í tilefni af 25 ára afmæli LEB.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

 1. Öldungaráð

JVK ræddi stofnun Öldungaráða í hverju sveitarfélagi, en slík ráð hafa verið lögfest á flestum norðurlandanna og mikilvægt er að koma ámóta fyrirkomulagi á hér á landi til að auka áhrif eldri borgara innan sveitarfélaga.

Afgreiðsla stjórnar: Formanni falið að þróa hugmyndir um Öldrunarráð áfram.

 

 1. Vorfundur NSK

Vorfundur NSK, félags samtaka aldraðra á norðurlöndum verður haldinn í Stokkhólmi 22-23. apríl og fóru JVK og RS yfir nokkur dagskrármál fundarins, en þær sækja fundinn fyrir hönd LEB.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

 1. Umsókn um aðilda að Landssambandi eldri borgara

Stofnað hefur verið félag eldri borgara á Raufarhöfn og hefur félagið sótt um aðild að Landssambandi eldri borgara.

Afgreiðsla stjórnar: Samþykkt að veita félaginu aðild í samræmi við lög landssambandsins.

 

 1. Þjónusta Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins

JVK lagði fram svohljóðandi tillögu í framhaldi af fundi JVK og RS með Kristjáni Sigurðssyni fv. yfirlækni Leitarstöðar Krabbameinsfélagsins og Reyni T. Geirssyni yfirlækni kvennadeildar Landsspítala um  nýja reglugerð um þjónustu Leitarstöðvarinnar og skerta þjónustu við eldri konur.

 

Tillaga um breytingu á reglugerð vegna þjónustu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins

Stjórn Landssambands eldri borgara lýsir yfir stuðningi við tillögu Reynis T. Geirssonar um fyrirkomulag skimunar fyrir leghálskrabbameini, sem hann afhenti landlækni með bréfi 18. febrúar 2014. Stjórn Landssambandsins telur að það breytta fyrirkomulag skimunar við leghálskrabbameini sem auglýst var 1. janúar s.l. með reglugerð, sé ekki í samræmi við þarfir kvenna né í samræmi við reynslu undanfarinna ára og niðurstöður rannsókna á Íslandi. Landssambandið vill sérstaklega taka fram að það fyrirkomulag þrengir aðgengi fyrir eldri konur til að leita til Leitarstöðvar K.Í.  Nú geta konur samkvæmt nýrri reglugerð ekki leitað til Leitarstöðvar eftir 65 ára aldur.  Dæmi eru þó um að konur fái krabbamein bæði í leg og brjóst eftir þann aldur.  Við teljum það brot á mannréttindum að meina eldri konum að fá þessa þjónustu.  Jafnframt bendum við á að það getur verið of seint að kalla ungar konur í skimun 23 ára, og er nærtækt dæmi til um það.  Við leggjum því eindregið til að þessum aldursákvæðum verði breytt og tökum að öðru leyti undir sjónarmið Reynis T. Geirssonar sem hefur  áratuga reynslu í þessum efnum.

Afgreiðsla stjórnar: Tillagan var samþykkt og verður send viðkomandi aðilum.

 

 1. Önnur mál

JVK greindi frá ráðstefnu um framtíðarsýn í öldrunarþjónustu sem Öldrunarráð hyggst halda á vordögum. Einnig íhugar Öldrunarráð að halda málþing á Akureyri um farsæla öldrun.

EE gerði grein fyrir að 28 mars nk. hyggist hollvinur LEB, öryggisfyrirtækið Securitas, halda að Nesvöllum kynningu á velferðartækni og öryggismálum í samvinnu við félag eldri borgara á Suðurnesjum og Landssamband eldri borgara. Í kynningunni taka m.a. þátt Kjartan Már Kjartansson framkvæmdastjóri Securitas á Suðurnesjum, Hjörtur Freyr Vigfússon markaðsstjóri Securitas, Eyjólfur Eysteinsson formaður félags eldri borgara á Suðurnesjum og Haukur Ingibergsson framkvæmdastjóri LEB.

 

Næsti fundur stjórnar var ákveðinn 6. maí kl. 10:00

Fundargerð ritaði Haukur Ingibergsson.