fbpx

Stjórnarfundur LEB  20.  febr. 2019

Kl. 9.30- 12

Fundargerð síðasta fundar:

1 Landsfundur í vor. Dagsetning, staðsetning og efni á fræðslufundinum/afmælisfundinum. Rætt var um þessi mál fram og til baka. Stefnt á að vera í Reykjavík þetta árið og verða aðalfundarstörf fyrri daginn og svo fræðsla seinni daginn.  Þetta eru dagarmir 10.-11.apríl nk. Undirbúningur er á fullu en í mörg horn er að líta.  Mikið vantar af skilagreinum frá félögunum. Rætt var um uppstillingarnefnd og ákveðið að biðja Baldur, Elísabetu og Guðmund frá Selfossi að taka það að sér

2. Ráðstefna þann 7.febr..Hvernig gekk. Flottur fundur mikil mæting,  honum var streymt hjá Öldungaráði . oldrunarraed.is.

3. Heimasíðan og viðhald hennar? Hvað má hún kosta ? Eigum enn styrk frá VEL og getum því lokið verkefninu með sóma. Svo kemur að viðhaldi og halda henni lifandi sem kostar sitt. Atli Rúnar er að vinna kraftaverk að koma okkur á framfæri. Styrkurinn er ekki alveg búinn svo við gerum okkar í að kynna síðuna.

4. Erindi frá umboðsmanni. Umboðamaður Alþingis hefur óskað eftir mun meiri gögnum sem nú er unnið að. Þannig verða send frekari gögn og við mætum á fundi hjá Umboðsmanni .

5. Vinna til 70 ára. Er rétt að vinna að breytingum? Þetta er að margra áliti brot á mannréttindum og því munum við halda áfram eins lengi og þarf. Við erum aldrei á síðasta söludegi. Dómar hafa fallið víða í Evrópu um að þetta sé mismunun. Aldursfordómar. Það er úrelt.

6. Facebook. Ákveðið að biðja Viðar Eggertsson að hjálpa í nokkra mánuði.

7. Ríkisendurskoðun og ársreikningar LEB. Því miður eru undirritaðir ársreikningar ekki aðgengilegir. Þeir finnast ekki í bili.

8. Ferðir erlendis. Samstarfið við FEB-Reykjavík. Stjórnin taldi það góða leið en mörg félög sjá orðið um þetta sjálf.

9. Ritnefnd og blað. Ritnefnd hefur átt góða fundi og miðar vel. Eitthvað um nýjungar og allir fengu verkefni í nefndinni. Þetta er afmælisblað því árin eru orðin 30. Nú er leitað nýrra leiða við dreifingu en illa gekk í fyrra. Kannað verður hvort félög vilja sjá um þetta sjálf og fá greitt sem svarar póstkostnaði. Þá er hugmyndin að fá fólk frá íþróttahreyfingunni, skáta eða ungmenni sem eru að safna í ferðasjóði.

10. Samstarf við Farsæla öldrun hvað, hvernig? Farsæl öldrun er hópur kvenna sem sinna þessum vef vel.  Allt fagfólk á sínu sviði.  Samstarfið mun byggjast á samstarfi um ákveðin mál og t.d. Þátttöku í Lýsu á Akureyri og   miðlun reynslu og þekkingar milli aðila.

11. Útsendingarbréf frá LEB og Rauð krossinum. Nú hefur Rauði krossinn og LEB skrifað undir samstarfssamning um að fjölga sjálfboðaliðum í t.d. Heimsóknarvinir til aldraðra og símavinir sem virkar mjög vel. Skorað er á       félögin að vinna saman hvert á sínu  svæði.

12. Önnur mál.

Næsti fundur verður 6.mars 2019