Ákveðið hefur verið að halda formannafund LEB laugardaginn 13. mars kl. 13.00.
Bryddað er upp á þeirri nýjung að freista þess að halda hann sem fjarfund í gegnum Zoom og verður spennandi að vita hvernig það muni heppnast. Stjórn LEB hefur sjálf haldið að undanförnu nokkra fjarfundi og hafa þeir heppnast æ betur eftir því sem fólk kemst betur upp á lagið að nýta tæknina.
Fjarfundarformið gefur öllum 55 aðildarfélögunum vítt og breitt um landið möguleika á að tengjast á auðveldan hátt og er þetta vafalaust framtíðin í öflugu starfi LEB.
Formönnunum 55 ásamt stjórn LEB hefur verið sent fundarboð ásamt leiðbeiningum hvernig er hægt að hlaða Zoom forritinu niður í ýmsum tegundum tölva og í síma.Síðan fá þeir send frekari fundargögn og síðast en ekki síst: hlekk til að tengjast fundinum á auðveldan hátt.
Dagskrá formannafundarins 13. mars 2021:
Valgerður Sigurðardóttir fundarstjóri setur fund
- Skoðanakönnun: Eiga eldri borgarar að bjóða fram?
Þóra Ásgeirsdóttir fulltrúi Maskínu sem gerði skoðanakönnuna kynnir niðurstöðurnar. - Formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, flytur ávarp
– Landsfundur LEB 2021
– Staða mála í starfshóp um lífkjör og aðbúnað aldraðra
– Stærstu verkefni í vinnslu hjá LEB - Eldri borgarar og Alþingiskosningarnar
Fulltrúar aðgerðarhóps kynna stöðu mála, tillögu að kröfum eldri borgara og hugsanlegar aðgerðir - Umræða fundargesta

Stjórn LEB hefur síðustu mánuði haldið nokkra fjarfundi