Formenn aðildarfélaga Landssambands eldri borgara hald fund það ár sem landsfundur er ekki haldinn. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn þriðjudaginn 26. apríl og hefst kl. 13:00. Þetta er nokkru seinna árs en formannafundir hafa gjarna verið haldnir. Haukur Ingibergsson formaður LEB segir að stjórn LEB hafi metið það svo að þar sem flest aðildarfélögin haldi aðalfundi sína í febrúar, mars og apríl sé, eðli máls samkvæmt, alltaf einhver endunýjun í formannahópnum og til þess að nýliðarnir komist sem fyrst inn í málin séu apríllok heppilegur fundartími. Haukur segir á komandi formannafundi verði farið yfir ýmis hagsmunamál svo sem kjaramál, heilbrigðismál, almannatryggingar og félagsþjónustu sveitarfélaga.
Nýlegar færslur
- Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta 26.05.23.
- Ályktanir Landsfundar LEB 2023 um kjaramál og húsnæðismál 17.05.23.
- Ársskýrsla TR 2022 17.05.23.
- Ræða Helga Péturssonar á mótmælafundinum Rísum upp! 13.05.23.
- (án titils) 11.05.23.
- Ályktun Landsfundar LEB 2023 um húsnæðismál 11.05.23.
- Ályktun Landsfundar LEB 2023 um kjaramál 11.05.23.