Formenn aðildarfélaga Landssambands eldri borgara hald fund það ár sem landsfundur er ekki haldinn. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn þriðjudaginn 26. apríl og hefst kl. 13:00. Þetta er nokkru seinna árs en formannafundir hafa gjarna verið haldnir. Haukur Ingibergsson formaður LEB segir að stjórn LEB hafi metið það svo að þar sem flest aðildarfélögin haldi aðalfundi sína í febrúar, mars og apríl sé, eðli máls samkvæmt, alltaf einhver endunýjun í formannahópnum og til þess að nýliðarnir komist sem fyrst inn í málin séu apríllok heppilegur fundartími. Haukur segir á komandi formannafundi verði farið yfir ýmis hagsmunamál svo sem kjaramál, heilbrigðismál, almannatryggingar og félagsþjónustu sveitarfélaga.
Nýlegar færslur
- Fréttabréf desember U3A – Háskóla 3ja æviskeiðsins 05.12.23.
- LEB og U3A standa saman að fyrirlestraröð árið 2024 27.11.23.
- EBAK ályktar um kjaramál 15.11.23.
- 375. – Stjórnarfundur LEB 9. október 2023 03.11.23.
- Ingibjörg Sverrisdóttir formaður FEB flytur erindi um skerðingar 03.11.23.
- Málþing: Hvað er í matinn hjá ömmu og afa? 01.11.23.
- Starfsgreinasambandið styður kröfur LEB! 31.10.23.