fbpx

Gleðileg jól!

Stjórn LEB og starfsfólk óskar öllum aðildarfélögum LEB, sem og öllum þeim sem við höfum átt samstarf við, gleðilegrar hátíðar! Þökkum öflugt og gott samstarf á árinu sem er að líða. Megi nýtt ár verða okkur öllum heillaríkt.

Skrifstofa LEB lokuð yfir hátíðirnar

Skrifstofa LEB verður lokuð yfir hátíðirnar frá Þorláksmessu 23. desember til sunnudagsins 2. janúar. Svarað verður þó í síma 567 7111 virka daga kl. 09.00 – 12.000 og erindum sem berast með tölvupósti í netfangið leb@leb.is Opnum aftur mánudaginn 3. janúar kl. 09.00 Gleðilega hátíð!

Skrifstofa LEB opnar aftur á nýju ári

Skrifstofa LEB að Ármúla 6, 108 Reykjavík opnar á nýju ári eftir hátíðirnar. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09.00 - 12.00. Sími 567 7111, netfang: leb@leb.is og heimasíða: www.leb.is

Fundur um heilsueflingu aldraðra

Fundurinn er haldinn sem fjarfundur vegna sameiginlegs verkefnis LEB og ÍSÍ í heilsueflingu aldraðra um land allt. Fundinn sitja Viðar Eggertsson skrifstofustjóri LEB, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og Ásgerður Guðmundsdóttir verkefnastjóri heilsueflingar.

Fundur um afsláttarbók LEB

Undirbúningsfundur vegna nýrrar afsláttarbókar fyrir árið 2022 og nýtt app. Fundinn sitja Viðar Eggertsson skrifstofustjóri LEB, Steinunn Valdimarsdóttir verkefnastjóri LEB og Dýrleif Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri FEB. Fundurinn fer fram í aðsetri FEB að Stangarhyl 4, 110 Reykjavík.

Fundur vegna málsóknar eldri borgara

Fundurinn er haldinn sem fjarfundur með lögfræðingum málsins, þeim Flóka Ásgeirssyni og Daníel Isebarn, þar sem verður farið yfir málið og væntanlega áfrýjun þess. Fundin sitja auk þeirra, málshefjendurnir Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Sigríður J. Guðmundsdóttir, William Wessman, Helgi Pétursson formaður LEB, Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB, Finnur Birgisson formaður kjaranefndar FEB og Stefanía Magnúsdóttir fyrrv. […]

Stjórnarfundur Öldrunarráðs Íslands

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Öldrunarráðs Íslands. Stjórnin mun skipta með sér verkum á þessum fyrsta fundi sem er haldinn sem fjarfundur.

Kynning á félaga- og greiðslukerfinu ABLER fyrir aðildarfélög LEB

Fundurinn er haldinn sem fjarfundur á ZOOM og er fulltrúum allra aðildarfélaga LEB boðið á kynninguna þar sem kynnt verður þetta handhæga félaga- og greiðslukerfi sem LEB hefur tryggt öllum aðildarfélögum aðgang að. Kynninguna leiðir Steinunn Valdimarsdóttir verkefnastjóri tækniinnleiðingar hjá LEB