- This event has passed.
Ráðherra endurnýjar samning um Bjartan lífsstíl
15 des 2023 @ 13:00 - 13:30
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra mun endurnýja samning við LEB um Bjartan lífsstíl – Heilsuefling 60+ fyrir árið 2024. Ráðherra og formaður LEB, Helgi Pétursson, undirrita samninginn í félagsmálaráðuneytinu föstudag 15. desember 2023 kl. 13.00.
Samningurinn tryggir áfram starfið og verkefnastjóri LEB muni áfram starfa við verkefnið. Menntamálaráðuneytið mun væntanlega styrkja ÍSÍ vegna verkefnisins.
Ásgerður Guðmundsdóttir íþróttakennari og sjúkraþjálfari er verkefnastjóri LEB og Margrét Regína Gísladóttir íþróttafræðingur og þjálfari er verkefnastjóri ÍSÍ.