„Á und­an­förn­um árum hef­ur æ oft­ar verið rætt og skrifað um ein­mana­leika og fé­lags­lega ein­angr­un. Brett­um nú upp erm­ar og vinn­um gegn ein­mana­leika.“

 

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB – Landssambands eldri brorgara skrifar.

 

Á und­an­förn­um árum hef­ur æ oft­ar verið rætt og skrifað um ein­mana­leika og fé­lags­lega ein­angr­un meðal eldra fólks. Marg­ar þjóðir hafa tekið málið föst­um tök­um og sett sér mark­mið. Jafn­vel skipað ráðherra sem fer sér­stak­lega með mála­flokk­inn. Drottn­ing Dan­merk­ur fjallaði um málið í ára­móta­ávarpi sínu og lagði til að lands­menn tækju hönd­um sam­an til að sporna við vax­andi ein­mana­leika. Dan­ir eru komn­ir langt í að greina vand­ann og leita lausna. Það að kort­leggja vand­ann er eitt og þar eru komn­ar fram slá­andi töl­ur. Má þar nefna að eft­ir 65 ára ald­ur eru yfir fimm­tíu þúsund ein­stak­ling­ar sem finnst þeir vera einmana dag­lega. Sam­kvæmt rann­sókn­um er ein­mana­leiki stórt vanda­mál hjá 350.000 manns. Aldraðir sem missa heyrn eða tapa hluta sjón­ar eða eru hrey­fiskert­ir kom­ast varla að heim­an eða fara í fé­lags­starf til vina og eða vanda­manna. Marg­ir tala helst ekki um ein­mana­leik­ann og er því erfiðara að hjálpa þeim. Eldri karl­ar eru stór áhættu­hóp­ur, sér­stak­lega við makam­issi. En hvað er verið að vinna að til lausna?

Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Þór­unn Svein­björns­dótt­ir

 

Þegar litið er á töl­fræðina hjá „Ældre Sa­gen“ sem eru sam­tök eldri borg­ara í Dan­mörku, þá kem­ur ým­is­legt í ljós. Hér koma nokkr­ar staðreynd­ir. Við borðum sam­an er verk­efni og hef­ur náð til 25.000 manns til að borða sam­an. Kall­ast verk­efnið: „Dan­mark spiser sam­men“ sem er hluti af fjölda­hreyf­ingu gegn ein­mana­leika auk síma­vina, ferðafé­laga, aldraðir hjálpa öldruðum og heim­sókn­ar­vina. Áfram með töl­fræðina. 5.000 heim­sókn­ar­vin­ir nota 34.000 stund­ir til að líta inn til eldra fólks í hverj­um mánuði. 1.300 sjálf­boðaliðar hringja í aldraða sem búa ein­ir. 800 manns sitja hjá deyj­andi fólki. Marg­ar fé­lags­deild­ir hafa unnið að því að tengja sam­an börn og aldraða og er reynsl­an mjög já­kvæð. Unnið hef­ur verið að fjölg­un sjálf­boðaliða. Hvað get­um við lært af þessu?

Við hjá Lands­sam­bandi eldri borg­ara , LEB, höf­um verið að herja á stjórn­völd að koma með fram­lag til okk­ar svo hægt sé að bretta upp erm­ar með fé­lög­um okk­ar og fleir­um sem að slíku koma og rann­saka og gera til­raun­ir með nýj­ar leiðir til að vinna gegn ein­mana­leika og fé­lags­legri ein­angr­un.Það vant­ar líka meira um heilsu­fars­legu áhrif­in, en meðal ann­ars er rætt um kvíða, svefntrufl­an­ir, lé­lega nær­ingu og minnk­andi hreyfigetu. Tíðari ferðir til lækn­is eða jafn­vel inn­lagn­ir á sjúkra­hús í kvíðak­asti. Marg­ir lækn­ar eru ráðþrota gagn­vart þess­um vá­gesti og finna van­mátt sinn. Fé­lags­færni minnk­ar og sumt okk­ar eldra fólks er lúið og finnst erfitt að leita til ná­granna eft­ir fé­lags­skap. Dan­ir leggja til kaffi sam­an! Skot­ar eru líka að huga að sínu eldra fólki og þar er mikið verið að kynna síma­vini og fleiri úrræði. Enn fleiri eru einmana eða í fé­lags­legri eina­grun þar. Sam­eig­in­legt átak með stjórn­völd­um er í gangi og er í því lögð mik­il áhersla á að finna leiðir til að rjúfa þetta ferli í Skotlandi.

Sam­starf við Rauða kross­inn hér á landi er hafið en þar á bæ eru nokk­ur verk­efni sem eru al­veg frá­bær. Má þar nefna Heim­sókn­ar­vini sem eru sjálf­boðaliðar sem heim­sækja fólk á heim­il­um þess, stofn­an­ir, sam­býli og dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ili. Ólík verk­efni eft­ir þörf­um þess sem heim­sótt­ur er. Síma­vin­ir eru annað verk­efni sem hófst 2016, þ.e. sjálf­boðaliðar hringja í þá sem þess óska. Vina­spjall í um hálf­tíma í senn tvisvar í viku á tíma sem báðum hent­ar. Með síma­vini er hægt að draga úr vanda vegna fjar­lægðar. Sam­vera og stuðning­ur er svo verk­efni þar sem eru hunda­vin­ir, sérþjálfaðir hund­ar með eig­anda sín­um fara í ótal heim­sókn­ir og er þetta verk­efni vax­andi. Heim­sókn­ar­vin­ir Rauða kross­ins heim­sækja á annað þúsund manns í hverri viku.Við vilj­um prófa fleiri nýj­ar leiðir og sjá­um t.d. að tölvu­færni skipt­ir miklu máli. Þess vegna var sótt um styrk til að vinna kennslu­efni fyr­ir Ipad og spjald­tölv­ur sem nú eru til­búið og komið til fé­laga eldri borg­ara um allt land. Með því að virkja þessa leið er sannað að sam­skipti á net­inu hafa já­kvæð áhrif á ein­mana­leika. Spjalla við vini á net­inu; fylgj­ast með börn­um og barna­börn­um gef­ur mjög mikið. Eitt skemmti­legt dæmi er eldri kona sem setti inn á Face­book í miðri viku að á laug­ar­dag­inn byði hún í vöfflukaffi. Það var eins og við mann­inn mælt; börn og barna­börn komu í vöffl­ur og kaffi. Það þekk­ist líka að fólk spjalli sam­an þegar það borðar eins og áður­nefnt verk­efni, „Borðum sam­an“, fel­ur í sér enda er ein­mana­legt að borða alltaf einn. Þá er betra að borða sam­an á net­inu og segja og sýna hvert öðru hvað er á diskn­um. Svona má lengi finna góða sam­skipta­mögu­leika. Það er líka gam­an finnst mörg­um að hlusta á tónlist frá eldri tíma eða lesa blöð og fletta upp öllu mögu­legu. Lær­um alla ævi er mark­mið ESB fyr­ir eldra fólk. Allt þetta dreg­ur úr ein­mana­leika og eyk­ur lífs­gæði til muna. Ef bætt er við góðri göngu­ferð í 30 mín­út­ur er kom­in veru­leg bót á líðan, ekki síst ef gengið er með öðrum. Það er því ánægju­legt að geta sagt frá því að bæði heil­brigðis­rá­herra og fé­lags­málaráðherra hafa brugðist já­kvætt við um­leit­un­um okk­ar og þess vegna ætl­um við að bretta upp erm­ar með góðu fólki og ráðast gegn ein­mana­leika eldra fólks. Það er mik­il­vægt.


Höf­und­ur er formaður Lands­sam­bands eldri borg­ara.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. janúar 2020.