fbpx

Nú líður að alþingiskosningum sem verða 25. september n.k.. Í þætti Spegilsins 15. september voru til umræðu málefni eldra fólks eða þeirra sem eru  60 plús. Það er býsna fjölmennur hópur en um 20 prósent landsmanna er 60 ára og eldri, sem gera hátt í 74 þúsund manns. Og nærri 12 prósent landsmanna er 67 ára eða eldri, eða ríflega 45 þúsund manns.
Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara og Ingibjörg H Sverrisdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ræddu málin í spjalli við Kristján Sigurjónsson.

Hægt er að hlusta á þáttinnn hér og byrjar umræðan þegar 9 mínútur og 17 sekúndur eru liðnar á þáttinn:
Spegillinn – 15. mars 2021 – Eldri borgarar og alþingiskosningar