1. Vertu með­vit­aður

Hversu oft snertir þú á þér and­lit­ið, af hvaða til­efni og af hverju? Hverjar eru kveikj­urnar sem verða til þess að berð fing­urna að and­lit­inu? Það hjálpar að vera með­vit­aður um ávan­ann. Ef þú nuddar augun þeg­ar þau eru þurr, finndu leið til að slá á þurrkinn.

Ef þú notar augn­linsur þarf sér­stak­lega að gæta vel að hrein­læti. Sumir læknar ráð­leggja fólki að nota frekar gler­augun nú þegar hætta á smiti er mik­il.


2. Hafðu pakka af papp­írs­þurrkum við hend­ina

Þegar þú finnur þörf á að klóra þér, nudda augun eða laga ­gler­augun á nef­inu, not­aðu pappír svo fing­urnir snerti and­litið ekki beint. Ef þú þarft að hnerra, gríptu papp­írs­þurrku en ef hún er ekki nálæg skaltu hnerra í oln­boga­bót­ina.


3. Haltu hönd­unum upp­teknum

Með því að hafa lít­inn plast- eða gúmmí­bolta við hönd­ina og hand­leika hann getur dregið úr þeim skiptum sem þú freist­ast til að ber­a hend­urnar að and­lit­inu. Aðra hluti er auð­vitað hægt að nota í sama til­gang­i. Einnig getur þú reynt að venja þig á að flétta fingrum beggja handa saman í kjöltu þinni.

4. Slak­aðu á

„Mitt helsta ráð til fólks er að reyna að minnka streit­u al­mennt í stað þess að hafa stöðugar áhyggjur af því sem það er að snerta,“ hefur New York Times eftir Stew Shank­man, pró­fessor í atferl­is­fræði við Nort­hwestern-há­skóla. „Streita hefur áhrif á ónæm­is­kerfið og því streitt­ari sem þú ert því meira ­dregur þú úr hæfni lík­am­ans til að berj­ast gegn sýk­ing­um.“

Hann segir það áhrifa­ríkt að vera í núinu, hug­leiða og ein­beita sér að önd­un­inni. Svo lengi sem fólk er með hreinar hendur sé það ekki stór­kost­lega hættu­legt að snerta á sér and­lit­ið. „Þetta er nátt­úru­leg hegð­un. Ekki heimsend­ir.“