fbpx

Aukalandsfundur Landsambands félaga eldri borgara haldinn 24. apríl 2018

í félagsheimili eldri borgara á Seltjarnarnesi. Hann hófst kl: 10:15

Fundurinn var haldinn í tveimur hlutum.

Fyrir hádegi var fundur um félagsmál, en eftir hádegi aukalandsfundurinn.

Fundur settur af formanni kl:10.40

Fundarstjóri var kosinn Guðrún Ágústsdóttir  og fundarritari Elísabet Valgeisdóttir .

Tveir stafsmenn Rauða krossins mættu og afhentu bækling með heitinu Örugg efri ár, slysavarnir í heimahúsum sem LEB styrkti í því skyni að bæta öryggi eldra fólks .

Að því loknu flutti formaður LEB ávarp:

Hún minnist á hvað hún tók við slæmu búi og að skrifstofan ekki í neinu samhengi við verkefnin. Tölvuupplýsingar voru ófullkomnar og gríðarlega vinnu þurfti í leiðréttingu á nafnalistum. Þetta eru mikil vonbrigði .

Í upphafi stofnunar LEB stóð til boða að fá styrk frá Lottóinu en forverar okkar töldu Lottóið ekki líklegt til að lifa. Það var ekki góð ákvörðun. Annars værum við í góðum málum fjárhagslega. Þetta voru stór mistök.

Búa þarf  til styrktarhópa að nýju þar sem út féllu síðustu styrktaraðilar sem ekki var hirt um að tala við!

Velferðaráðuneytið er ekki með fastan styrk til samtakanna eins og talið var heldur verður að sækja um til ákveðinna verkefna. Þetta er nýbreytni sem helgast af nýju fólki í Velferðarráðuneytinu. Sótt hefur verið um styrki í ýmiss verkefni.

Nýsköpunarvinnustofa um áskoranir í öldrunarþjónustu verður haldin dagana 25.-27. apríl og verða þrír fulltrúar frá  LEB með í því starfi. Fundurinn sem er á vegum heilbrigðisráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur er haldinn í Höfða.

Skipun í starfshóp um kjör eldri borgara á vegum félags- og jafnréttismálaráðherra liggur fyrir og hefur hann störf innan tíðar.

Rætt verður m.a. um kjör þeirra verst settu og stóran hóp eldri nýbúa sem lifa við sultarkjör.

Nú er verið að ljúka tannlæknamálinu en við höfum verið skilin eftir frá árinu 2004 um hækkun vegna tannlækninga en í ár koma inn 500 milljónir og á næsta ári einn milljarður. Semja þarf  við tannlækna um gjaldskrár.

Mikill vandi er þegar Landspítalinn sendir  fólk of veikt heim. Það vantar alveg samráð spítalans og viðkomandi sveitafélags til að gera það svo sómi sé að. Sýna þarf fólki þá virðingu.

Tillaga kom fram um að hætta að nota orðið aldraðir og nota frekar eldri borgarar.

Ráðherra félags-og jafnréttismála  Ásmundi Daða Einarssyni seinkaði lítillega og var tíminn nýttur til að láta nafnalista ganga til leiðréttingar. Fundarhlé var gert til kl: 11.00

Ásmundur Daði ræddi um kjör eldri borgara ( fékk ábendingu um að 67+ vildu ekki kallast aldraðir heldur nota orðið eldri borgari.) Tók hann því vel og lofaði að nota það framvegis. Hann hefur miklar væntingar til vinnufundarins sem framundan er á næstu dögum. Hann er allur af vilja gerður að gera eins vel og hann getur og erfitt sé að leiðrétta fyrri mistök. Það sé ekki gott að hafa of mörg  járn í eldinum en það eru ákveðin verkefni sem lágu fyrir sem verður að ljúka. Hann ræddi um að nú væri áhersla á málefni öryrkja en okkar mál yrðu líka í vinnslu í ráðuneytinu.

Halldór Gunnarsson er ekki sömu skoðunar og ráðherra um kjör eldri borgara og vísar í skýrslu Hauks Arnórssonar.

Gísli Jafetsson frá FEB Reykjavík er bjartsýnn á að ráðherra standi við orð sín.

Guðmundur úr Önundafirði spyr hvort skoðuð hafi verið staða kvenna sem aldrei hafa verið á vinnumarkaði.

Þórunn bendir á hve nauðsynlegt sé að hækka styrk til kaupa á heyrnatækjum en í dag sé hann 100.000 kr. En það nær ekki virðisaukanum af góðum tækjum. Ríkissjóður er þannig á núlli.

Ráðherra nefndi að við skyldum ekki vera of ánægð með hann heldur hvetja hann til dáða með þrýstingi.

Velferðatækni:  Þórhildur Egilsdóttir deildarstjóri velferðasviðs Reykjavíkur segir frá nýjustu tækni til hjálpar til að auðvelda fólki að vera lengur heima . Mikil framþróun er í þessari tækni og ættum við að líta til Norðurlandanna og nýta þeirra reynslu þar  sem vel hefur tekist til.

Það er jafn hættulegt fyrir heilsuna að vera ekki í félagslegum samskiptum og að hreyfa sig ekki. Spurt var hvort of mikil tækni gæti ekki aukið á einmanaleika. Hann hefur aukist úr 13% í 17% . Það er ekki góð þróun. Þórhildur sagði að auðvitað þyrfti að vera vakandi fyrir slíku

Formaðurinn minnti fundinn á að senda réttar skýrslur og tímanlega; þær síðustu hefðu komið daginn fyrir fundinn.

Grétar Snær tekur við gögnum v/félaga sem leiðrétt voru í fundarhléi, en töluvert er um endursendingar blaðsins “Listin að lifa” vegna rangra heimilisfanga.

Félögin eru um 50 þar af er eitt óvirkt. Félagar eru um 26000 talsins.

Matarhlé.

Gestur fundarins frá Samtökum Sveitafélaga:  Valgerður Freyja Ágústsdóttir kom og ræddi um mikilvægi öldrunarmála í öllum sveitafélögum.  Gerði hún grein fyrir hvar mætti gera betur og hvað væri í góðu horfi. Hún

ræðir um samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Í Danmörku er þessi þjónusta innan sveitafélaga og virkar vel.

Ákall er um heilstæða stefnu í þjónustu við eldri borgara og aukin lífsgæði eins og hægt er, Í því felast forvarnir og sparnaður til framtíðar.

Stefnumótun komin a.m.k. hjá Reykjavík, Hafnarfirði og Garðabæ.

2015 áttu málefni eldri borgara að vera farin til sveitafélaganna en samstað um málið er ekki til staðar.

Verkefnið í öldrunarmálum er nákvæmlega á sama stað og var fyrir 30 árum.

Hugleiðingar um hvort málaflokkurinn flytjist til sveitafélaganna var tekin til umræðu og sitt sýnist hverjum. Talið vont að tvískipta þjónustu s.s. heimahjúkrun og heimaþjónusta; heyra undir sitt hvort svæðið. Það veldur tregðu í þjónustunni. Einnig voru menn með áhyggjur af því hvort nægt fjármagn myndi fylgja málaflokknum!

Auka landsfundurinn hófst kl: 13.50

Grétar Snær gerði grein fyrir kjörbréfum.

Setning aukalandsfundar: Þórunn Sveinbjörnsd.

Tillögur laganefndar um lagabreytingar

Gunnar Eydal gerir grein fyrir samþykkt frá síðasta landsfundi þar sem kjörin var laganefnd til að endurskoða lögin.

Tillaga milliþinganefndar um breytingar á vægi fulltrúa.

Lagabreytingin lesin upp með útskýringum.

Orðið gefið laust.

Athugasemdir komu frá Sigurði Þórólfssyni frá Fagradal og Guðmundi Guðmundssyni frá Selfossi.

Gunnar fór yfir þær með fundinum.

Gísli Jafetsson kom með athugasemnd vegna orðalags en ekki innihalds.

Halldór Gunnarsson bar upp ályktun um aukafund á árinu. Tillagan felld.

Lögin borin upp og samþykkt eins og þau voru lögð fyrir með fyrirvara um leiðréttingu orðalags.

Samkvæmt listum sem látnir voru ganga voru 83 á fundinum.

Þá var  fjallað um ályktanir fundarins . Sigurður Jónsson varaformaður gerði grein fyrir ályktun um kjaramál og einnig um heilbrigðismál.  Umræður voru og komu fram all nokkrar orðalagsbreytingatillögur og var ályktununum vísað til stjórnar til lagfæringa.

Formaður LEB sleit fundi.

Boðið var upp á kaffi og litlar samlokur síðdegis.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl:15.30