fbpx

Í fjárlagafrumvarpinu 2022 er gert ráð fyrir að ellilífeyrir skuli hækka um 10.109 kr. í janúar 2022, en á sama tíma verða almennar launahækkanir 17.250 kr.

Það er skýr krafa Landssambands eldri borgara að Alþingi fari að lögum og ellilífeyrir fylgi almennri launaþróun samanber 69. gr. laga nr. 100/2007 og hækki þ.a.l. ellilífeyrinn um 17.250 kr.

Landssamband eldri borgara hvetur ykkur einnig til að kynna ykkur vel umsögn LEB um fjáralagafrumvarpið 2022.