Árið 2015 var tekin upp sú nýbreytni að aðildarfélög LEB gerðu ársskýrslu í samræmdu formi fyrir árið 2014. „Skýrslurnar leiddu í ljós hversu öflug og fjölbreytt starfsemin er um land allt, en jafnframt hve aðstaða félaganna er misjöfn eftir sveitarfélögum“ segir Haukur Ingibergsson formaður LEB. Aðildarfélögin eru þessar vikurnar að gera sambærilega ársskýrslu um starfsemi sína fyrir árið 2015 nema hvað nú er einnig spurt um stöðu mála varðandi stofnun og starfsemi öldungaráða. Skýrslurnar eru í rafrænu formi og eiga að berast LEB fyrir lok febrúar.
Nýlegar færslur
- Afsláttarbók LEB 2023 og Afsláttarappið komið út 23.03.23.
- Nýr bæklingur: Varkárni á vefnum – Verjist netsvik 22.03.23.
- Íslenska ellilífeyriskerfið – Nútíðin og framtíðin. Seinni grein eftir Jósef Gunnar Sigþórsson 19.03.23.
- Íslenska ellilífeyriskerfið – Fyrirheitin og efndirnar. Fyrri grein eftir Jósef Gunnar Sigþórsson 19.03.23.
- LEB fær rekstrarstyrk frá félags- og vinnumarkaðsráðherra 13.03.23.
- Formannafundur LEB um kjaramál 27. febrúar 2023 03.03.23.
- Aðalfundur FEBRANG ályktar um Gráa herinn og kjaramál 03.03.23.