fbpx

Landssamband eldri borgara tekur heilshugar  undir kröfur verkalýðssamtaka um hækkun lágmarkslauna. Landssambandið  krefst þess að lífeyrir almannatrygginga taki sömu hækkunum og lágmarkslaun sem   samið verður um  í næstu kjarasamningum á almennum markaði og/eða hjá opinberum starfsmönnum.  Við teljum að 300.000 kr lágmarkslaun á þremur árum sé ekki ofviða íslensku atvinnulífi og ekki til þess fallið að ógna þeim stöðugleika sem við viljum varðveita.  Það er ekki sanngjarnt að hinir lægst launuðu taki á sig ábyrgð á stöðugleika í verðlagi, en  hærra launaðir aðilar ekki.   Landssambandið hvetur aðila vinnumarkaðarins og stjórnvöld  til að leita allra leiða til að koma í veg fyrir verkföll, og semja sem fyrst í þeim viðræðum sem fram undan eru í kjaramálum.