Sigurður Jónsson

 

Um næstu ára­mót hækka greiðslur Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins um 3,5% til þeirra eldri borg­ara sem fá greiðslur þaðan. Nú ligg­ur það fyr­ir að meðaltal ný­gerðra kjara­samn­inga nem­ur 6,5%. Sem sagt eldri borg­ar­ar fá 3% minna held­ur en launþegar al­mennt. Enn­frem­ur ligg­ur fyr­ir að eft­ir er að semja við op­in­bera starfs­menn og þeir fá varla minna en á al­menna markaðnum.Sama átti sér stað um síðustu ára­mót og ára­mót­in þar á und­an. Þessi mun­ur er að sigla í 10%, þ.e. hvað eldri borg­ar­ar fá minna í sinn vasa held­ur en launaþróun hef­ur verið á síðustu árum. Það er því mjög furðulegt svo ekki sé meira sagt hvernig ráðamönn­um get­ur dottið í hug að full­yrða að eldri borg­ar­ar hafi notið mestra kjara­bóta allra í land­inu. Um 9.000 eldri borg­ar­ar eru á mjög slæm­um kjör­um og þeirra staða versn­ar um hver ára­mót eft­ir að stjórn­völd ákveða að greiðslur frá TR eigi að vera lægri held­ur en launaþróun er í land­inu. Þessi hóp­ur eldri borg­ara hef­ur fyrst og fremst sín­ar tekj­ur frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins. Það geng­ur ekki að þeir verst settu haldi ekki einu sinni í við hækk­un lægstu launa á vinnu­markaði. Þessu verður að breyta.

Flokk­ur fólks­ins barðist fyr­ir há­tekju­hóp­inn

Flokk­ur fólks­ins seg­ist vera eina stjórn­mála­aflið í land­inu sem berst fyr­ir því að út­rýma fá­tækt. Flokk­ur fólks­ins stóð fyr­ir mála­ferl­um gegn rík­inu þar sem í ljós kom að við setn­ingu laga urðu mis­tök hvað varðar greiðslu frá TR í tvo mánuði árs­ins 2017. Það láðist að hafa skerðing­ar­á­kvæði inni í lög­un­um. Þetta notaði for­ysta Flokks fólks­ins til að fara í mála­ferli og sagði þetta bar­áttu fyr­ir fá­tæka fólkið. Flokk­ur fólks­ins vann málið og Trygg­inga­stofn­un hef­ur nú greitt leiðrétt­ingu til eldri borg­ara. Hver var niðurstaðan? Þeir sem höfðu sára­litl­ar tekj­ur úr líf­eyr­is­sjóði fengu frá 20 til 50 þúsund króna leiðrétt­ingu. Þeir sem voru á háum laun­um og fá því háar líf­eyr­is­sjóðsgreiðslur mörg hundruð þúsund í sinn vasa. Greiðsla til há­launa­fólks­ins var allt upp í 800 þúsund krón­ur. TR greiddi út 6 millj­arða og meira en helm­ing­ur fór til þeirra sem hæstu hafa greiðslurn­ar. Fá­tæk­asta fólkið fékk ekki neitt.Nú má skilja það á mál­flutn­ingi Fólks flokks­ins að þannig vilji þau hafa þetta. All­ar skerðing­ar í burtu hvað varðar greiðslur frá TR. Þetta þýðir að þeir hæst launuðu úr líf­eyr­is­sjóðum fá þá 150 til 400 þúsund á mánuði á meðan þeir sem lægstu greiðslurn­ar fá úr líf­eyr­is­sjóðum fá nán­ast ekk­ert. Er þetta virki­lega það rétt­læti sem Flokk­ur fólks­ins vill? Er þetta virki­lega leiðin til að út­rýma fá­tækt. Þessi aðferð kost­ar ríkið 36 millj­arða á ári. Nei, það er til sann­gjarn­ari leið.

Það er til leið sem bæt­ir kjör þeirra verst settu

Nú er það þannig að eldri borg­ari má vinna sér inn 100 þúsund krón­ur á mánuði án þess að skerða greiðslur frá TR. Aðrar tekj­ur, s.s. úr líf­eyr­is­sjóði, mega ekki vera hærri en 25 þúsund krón­ur á mánuði. Ef þær eru hærri skerðast greiðslur frá TR.Þessu þarf að breyta. Það þarf að stefna að því að al­menna frí­tekju­markið verði 100 þúsund krón­ur á mánuði eins og at­vinnu­tekj­ur. Væri þetta gert myndi hag­ur þeirra sem minnst hafa úr líf­eyr­is­sjóði batna veru­lega. Þá héldu menn allt að 100 þúsund króna greiðslu úr líf­eyr­is­sjóði án þess að greiðslur frá TR myndu skerðast. Þetta er leiðin til að bæta kjör þeirra verst settu. Verði al­menna frí­tekju­markið hækkað í 100 þúsund krón­ur kost­ar það rík­is­sjóð rúma 12 millj­arða á ári.

Til­laga Kjara­nefnd­ar Lands­sam­bands eldri borg­ara er að þetta verði tekið í þrem­ur skref­um. Um næstu ára­mót hækki al­menna frí­tekju­markið í 50 þúsund krón­ur, síðan í 75 þúsund krón­ur á mánuði og loks í 100 þúsund krón­ur. Kost­ar ríkið um 4 millj­arða í hækk­un ár­lega. Með þessu væri ákeðið að bæta hag þeirra sem verstu kjör­in hafa, en þeir sem hafa um 600 þúsund á mánuði og hærra frá líf­eyr­is­sjóðum fá ekki nein­ar greiðslur frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins. Þetta er rétt­læti meini menn eitt­hvað með að bæta eigi kjör þeirra verst settu.

Það hlýt­ur að vera hægt að ná sátt á Alþingi um svona til­lögu.