Undanfarin ár hefur Landsamband eldri borgara, í samstarfi við Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, gefið út bók með lista yfir aðila sem veita öldruðum afslátt af verði vöru og þjónustu. Á árunum eftir bankahrunið áttu sér stað verulegar breytingar á milli ára, þegar fyrirtæki komu og fóru. Nú er meiri stöðugleiki á þessu sviði og ekki mikið um breytingar. Því hefur verið ákveðið að gefa ekki út sérstaka afsláttarbók fyrir árið 2016 heldur láta afsláttarbók 2015 gilda einnig árið 2016.
Nýlegar færslur
- Fréttabréf desember U3A – Háskóla 3ja æviskeiðsins 05.12.23.
- LEB og U3A standa saman að fyrirlestraröð árið 2024 27.11.23.
- EBAK ályktar um kjaramál 15.11.23.
- 375. – Stjórnarfundur LEB 9. október 2023 03.11.23.
- Ingibjörg Sverrisdóttir formaður FEB flytur erindi um skerðingar 03.11.23.
- Málþing: Hvað er í matinn hjá ömmu og afa? 01.11.23.
- Starfsgreinasambandið styður kröfur LEB! 31.10.23.