fbpx

Mannréttindasvið Reykjavíkurborgar var með fund í morgun um hvernig kosninarétturinn er að virka í tölum. Á síðari árum er tölfræðin að aukast og nú má greina hvað aldurshópar kjósa og hvar er minnst og mest af þátttöku. Fyrir okkur sem erum farin að eldast er áhugavert að sjá að hjá fólk á aldrinum 65-69 ára   eru hlutföll milli kynja mjög svipuð en síðan hallar verulega og við áttræðisaldurinn er munurinn verulega mikill. Því var gripið til þessa að senda fólki yfir 80 ára bréf til að hvetja til kosningaþátttöku. Vert er að muna hversu langt stíð það var að fá inn kosningrétt kvenna 19. Júní árið 1915 eftir langa baráttu og þó þannig að konur yfir 40 ára máttu kjósa. Tökum nú höndum saman og notum kosningaréttinn vel. Biðjið börnin eða vini  að keyra ykkur ef þið eigið erfitt með að komast á milli. Munum 26.maí og verum virki í að nota rétt okkar.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB