337. – Stjórnarfundur LEB 20. janúar 2021
- – Stjórnarfundur LEB 20. janúar 2021
kl. 9.30 – 11.30. Fundurinn haldinn sem fjarfundur
Mættir: Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður, Haukur Halldórsson varaformaður, Valgerður Sigurðardóttir gjaldkeri og Ingibjörg H. Sverrisdóttir meðstjórnandi. Ásamt varastjórn: Ingólfur Hrólfsson, Þorbjörn Guðmundsson og Guðfinna Ólafsdóttir. Viðar Eggertsson, starfsmaður LEB.
Dagbjört Höskuldsdóttir ritari boðaði forföll.
Þórunn bauð fundarmenn velkomna og setti fund.
Fundargerð síðasta fundar borin upp og samþykkt.
- Ármúli 6, nýtt aðsetur LEBFormaður kynnti formlega nýtt aðsetur sem LEB hefur tekið á leigu frá og með 1. janúar 2021 að Ármúla 6, 108 Reykjavík – 1.hæð. Skrifstofan er mun rýmri en áður var og öll aðstaða mun þægilegri.
- Afsláttarbókin 2021Gengið hefur verið frá samningi við FEB í Reykjavík um utanumhald og framkvæmd við vinnslu bókarinnar. Verkferlar hafa verið skýrðir og von er á að bókin verði enn betur úr garði gerð nú. Vinna er hafin við vinnslu hennar. Bindur stjórnin vonir við að eitt af markmiðunum með útgáfu bókarinnar, þ.e. að fjölga félögum í öllum aðildarfélögum LEB, takist. Því gífurlegur fjöldi fólks er nú á aldrinum 60 – 70 ára, eða 37.000 manns.
- LEB blaðiðErna Indriðadóttir hefur verið ráðin ritstjóri, en hún hefur ritstýrt tveimur síðustu útgáfum. Sama ritstjórn hefur verið skipuð og annaðist síðasta tölublað: Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Stefanía Magnúsdóttir, Ingólfur Hrólfsson, Guðrún Ágústsdóttir og Viðar Eggertsson. Blaðið mun koma út í tengslum við landsfund LEB 2021.
- Akstur á efri árumLEB hefur unnið ítarlegan upplýsingabækling fyrir fólk sem er að færast á efri ár um margt af því sem nauðsynlegt er að vita við þær aðstæður. Bæklingurinn er unninn í nánu samstarfi við Samgöngustofu og ýmsa sérfræðinga. Félagsmálaráðuneytið styrkti LEB á sínum tíma til að halda fræðslunámskeið um akstur fyrir eldra fólk, en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu varð úr að gefa þennan bækling frekar út og var það gert með samþykki ráðuneytisins. Hann er prentaður í stóru upplagi og verður m.a. dreift með LEB blaðinu í vor.
- Öldrunarráð, LEB og RÚVVegna fjöldatakmarkana og samkomubanns hefur Öldrunarráð í samstarfi við LEB undirbúið ráðstefnu til að koma á framfæri upplýsingum til eldra fólks og aðstandendur um ýmis mál sem geta gagnast vel á þessum tímum. Ráðstefnan verður í sjónvarpi allra landsmanna, RÚV, og verður sýnd miðvikudaginn 9. febrúar kl. 13.00 – 15.00. Verið er að leggja lokahönd á dagskrána og annan undirbúning. Ráðstefnan verður tekin upp 3. febrúar.
Samþykkt að LEB styrki ráðstefnuna með nokkurra hundruða þúsunda fjárframlagi.
- Landsfundur LEB 2021Erfitt er á þessum tímapunkti að ákveða dagsetningu landsfundar vegna ástandsins í samfélaginu. Guðfinna minnir á að enn standi boð Félags eldri borgara á Selfossi um að landsfundur verði haldinn hjá þeim.Samþykkt að fresta ákvörðun um dagsetningu til næsta stjórnarfundar.
- Minnisblað sent félagsmálaráðherraÞórunn hefur sent félagsmálaráðherra minnisblað um fjölmörg verkefni sem LEB vill standa fyrir, ýmist eitt eða í samstarfi við aðra. Þessi verkefni hafa flestöll ratað inn í Starfsóp um lífskjör og aðbúnað aldraðra í skýrslu sem nefnist Viðspyrna fyrir Ísland. Þar eru verkefni tíunduð og fjármagn sem fylgir þeim. Þó ekki alveg ljóst hvaða aðili á að fá hvað varðandi einstök verkefni.
Þorbjörn hvatti til að unnið yrði stórt og víðtækt verkefni sem leggði áherslu á lýðheilsu eldra fólks og yrði fylgt eftir myndarlega með kynningum og auglýsingum. Þetta verkefni gæti borið yfirskriftina: Hreyfing – Næring – Heilsa og gæti verið unnið af LEB í samstarfi við aðra. Í þessu átaki þarf sérstaklega að huga að þeim sem eru komnir yfir áttrætt.
Þórunn gat þess að í samtali hennar við félagsmálaráðherra hefði hann tjáð henni að aðgerða væri að vænta vegna kjaramála þeirrra verst settu í hópi eldri borgara í mars næstkomandi.
- Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvurFélagsmálaráðuneytið hefur veitt LEB sérstakan styrk til frekari útbreiðslu á kennslubæklingum fyrir spjaldtölvur sem LEB hefur gefið út, m.a. til að setja þá í útbreiðslu í rafrænu formi. Bæklingarnir eru nú aðgengilegir á heimasíðu LEB og flestum heimasíðum aðildarfélaga. Enn verður þörf fyrir prentaða bæklinga. Samþykkt að bjóða prentuðu bæklingana á lægra verði, 600 kr. og póstburðargjald innifalið í verðinu.
Haukur kom með þá hugmynd að hugað yrði að útgáfu annars bæklings með leiðbeiningum um handhægar leiðir og möguleika sem gefast við notkun á tölvum eins og að skrá sig inn á síður eins og t.d. heilsuvera.is og ýmislegt annað sem tölvur nýtast til. Var vel tekið í hugmyndina.
- Stefnumótunarfundur stjórnarFresta þurfti fyrirhuguðum stefnumótunarfundi stjórnar ítrekað fyrir áramót. Þó einhverjar breytingar verði á stjórn á næsta landsfundi voru stjórnarmenn sammála um að þörf væri fyrir núverandi stjórn að halda stefnumótunarfund, sem þá í einhverju myndi líka nýtast komandi stjórn.
Samþykkt að halda stefnumótunarfund stjórnar strax og færi gefst.
- Önnur mála) Guðfinna gerði öldungaráð í sínu sveitarfélagi að umtalsefni. Hún sagði litla virkni vera í ráðinu og formanninn sem er pólitískt skipaður hundsa allar beiðnir um fundahald. Valgerður situr sem formaður í öldungaráði í sínu sveitarfélagi og er einn fárra formanna félags eldri borgara sem það gerir. Þar er öldungaráðið afar virkt að hennar mati. Hún sagði afar mikilvægt að sá sem veldist til formanns í öldungaráði hefði reynslu af málefnum eldri borgara, áhuga og þekkingu. Þórunn sagði frá samstarfi LEB við Samband íslenskra sveitarfélaga um að kortleggja stöðuna og leiðir til að gera öldungaráðin virkari.b) Þórunn sagði frá að Öldrunarráð Íslands, sem LEB á aðild að, veitir árlega viðurkenningu einstaklingi eða félagasamtökum / stofnunum fyrir framúrskarandi starf. Seint á síðasta ári var ákveðið að veita Ágústu Þorkelsdóttur á Refsstað og formann Félags eldri borgara Vopnafirði og Bakkafirði viðurkenningu ársins 2020. Ágústa fær viðurkenninguna fyrir framúrskarandi starf við heimildasöfnun um lífið í heimabyggð.c) Kjaranefnd LEB. Eftir vel heppnaða áróðurherferð LEB og kjaranefndar á síðustu dögum fyrir lokasamþykkt fjárlagafrumvars Alþingis til að knýja þingheim til að samþykkja hækkun á ellilífeyri – en þó án nokkurs árangur – er mikilvægt að kjaranefnd komi saman til fundar sem fyrst. Þórunn mun setja sig í samband við formann nefndarinnar.
d) Þorbjörn sagði frá vefnum tekjusagan.is sem er áhugaverður vefur forsætisráðuneytisins til að skoða kjör fólks á landinu út frá ýmsum breytum. Hann og fleiri hafa þó gert athugasemdir við að aldursbreytur á vefnum henta ekki vel til að skoða sérstaklega kjör eftirlaunafólks því eingöngu er hægt að skoða kjör þeirra sem eru 66 ára og síðan 75 ára. Ekki kjör þeirra sem hafa náð lögbundnum eftirlaunaaldri, 67 ára. Þessu þarf að breyta svo hægt sé, bæði fyrir stjórnvöld og baráttufólk fyrir kjörum eldri borgara, að greina stöðu þessa hóps. Haukur sagði að þáverandi kjaranefnd LEB hafði bent á þessa annmarka fyrir ári.
Næsti stjórnarfundur verði fimmtudaginn 25. febrúar kl. 9.30.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið.
Fundargerð ritaði Viðar Eggertsson.
Fundargerð samþykkt á stjórnarfundi 2. mars 2021
Þórunn Sveinbjörnsdóttir
Haukur Halldórsson Valgerður Sigurðardóttir
Ingibjörg H. Sverrisdóttir Ingólfur Hrólfsson
Þorbjörn Guðmundsson Guðfinna Ólafsdóttir