fbpx

Kl. 9.30-12.00 fundur no. 313

Fundinn sátu: Sigurður Jónsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Elisabet Valgeirsdóttir, Haukur Halldórsson, Erna Indriðadóttir,fjarverandi Guðrún og Baldur

  1. Lokaskýrsla vegna nefndar með VEL; yfirferð og lokafundur.

Þá er þessu starfi að ljúka í bili en haldnir hafa verið, með fundinum í dag, 15 fundir og óhemju magn af gögnum komið fram og verið skoðuð. Þar er enn mikið verk að vinna. Aðeins einum áfanga er lokið og sér í að annar áfangi gangi áfram en þriðji og sá þyngsti, það er að segja um kjör tveggja til þriggja lægstu tíunda eldri borgara, blasir enn við. Lokaskýrsla verður undirrrituð í dag. Þá koma fram tillögur um þá sem eru með búsetuskerðingar en það er fólk sem ekki hefur náð í 40 ár á Íslandi til að eiga fullan rétt í TR. Bæði íslendingar og nýbúa. Stefnt er að því að nýr starfshópur taki við eftir áramót;  jafnvel í fleiri málum svo sem félags- og velferðarmálum

  1. Umboðsmaður Alþingis. Fleiri mál.

Það eru komin inn nokkur mál sem eiga erindi til umboðsmanns Alþingis og nú vantar okkur einstaklinga sem vilja gefa sig fram t.d. vegna reglunnar um 70 ára starfslok. Það hefur unnist í Evrópu að það sé mannréttindabrot að setja aldursmörk á að aldur ráði um hæfni fólks til starfa. Nú er að koma inn nýtt mál en Hrafn Magnússon hefur farið yfir mismunun vegna séreignarsparnaðar og er búinn að taka saman góða greinargerð sem fer áfram til Umboðsmanns.

  1. Velferðarfundur í Svíþjóð.

Formanni LEB var boðin þátttaka í fundi um Velferðarmál á Norðurlöndunum hjá Nordisk Velferdcenter. Ákaflega góðar ræður um velferðarkerfið komu þar fram og þörfina á að vernda það. Mikilvægi fjölskyldunnar og samstöðu fólks á ólíkum aldri skiptir miklu máli. Samantekt verður til bráðlega. Þá er rétt að minna á að forystufólk ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur lofaði góðu samstarfi við stjórn LEB ekki síst um velferðina! Hvar er það starf?

  1. Samvinna við Öldrunarráð um ráðstefnu í febrúar.

Öldrunarráð Íslands hyggst standa fyrir ráðstefnu í febrúar um meira efni í heilsuvörnum og nú frá sjónarhorni aldraðra sjálfra. Samþykkt var að vera með í þessum fundi og leggja til efni og þátttakendur og fjárhagslegan stuðning.

  1. Samantekt um hvernig 69.gr. laga um almannatryggingar hefur verið notuð s.l. ár.

Öryrkjabandalag Íslands hefur fengið gögn um hvernig 69.gr. almannatrygginga hefur verið tekin úr sambandi árum saman. Mikilvægt að skoða betur. Greinargerð frá þeim á pósti stjórnarmanna.

  1. Staða verkefna hjá LEB.

Öll þau verkefni sem LEB fékk styrki til eru í gangi en sum rétt að hefjast. Mörg á lokastigi sem verða kynnt mjög fljótlega.Í byrju janúar koma styklur sem eru til þess farnar að láta fólk hugsa um mikilvægi  okkar á efri árum. Mannauður

  1. Breytingar á bílastyrkjum til aldraðra. Nokkrar leiðir eru til til að fá styrk ef syrtir í álinn hjá öldruðum og fleirum. Má þar nefna lyfjakostnað, bensínkostnað og aðrar undanþágur. Nú mun verða afnumið að skattleggja þessar greiðslur. En vandinn er þessi. Þetta hefur staðið í stað frá 2009; það er að segja viðmiðunarfjárhæðin til að eiga rétt. Þarna þarf að blása í herlúðra og fá þetta fram til dagsins í dag að minnsta kosti.
  2. Verkefni Guðrúnar Ágústsdóttur. Guðrún er nú komin til að sinna verkefnum hjá LEB og fylgja þeim eftir og er mikill fengur að hennar aðkomu. Þekking og reynsla hennar sem fyrrverandi formaður Öldungaráðs Reykjavíkur mun nýtast til fulls. Óbilandi áhugi á starfi og stöðu málflokksins spillir ekki fyrir. Hefur nú þegar sótt fjölda funda um málefni LEB.
  3. Önnur mál : Stefnt á ritnefndarfund 19.des vegna Listarinnar að lifa þar er að verða til ný ritnefnd.

Fundargerð ritaði: Þórunn Sveinbjörnsdóttir