fbpx

Kl. 9.15-12.00 fundur no. 312

Fundargerð síðasta fundar:

 1. Staða mála um þá verst settu í samfélaginu.

Undir þessum lið ræddu Þórunn og Haukur um síðustu fundi og hvar við erum stödd í þessu máli. Mjög mikið hefur verið skoðað og enn  er verið að, en nú er verið að nálgast norsku leiðina fyrir fólk með skerðingar vegna lengdrar dvalar í landinu eða 40 ár til að fá full réttindi í TR. Hér á landi er um 950 manns sem uppfylla þau skilyrði  bæði Íslendingar og nýir Íslandingar. Farið var vel yfir málin. Líka vegna leigjenda og þeirra sem eru í neðstu tíundum frá TR vegna lágs lífeyris, eignaleysis og líka skuldaleysis. Það fólk er ansi illa sett. Einnig er rætt um fáránlega miklar skerðingar eftir ný lög um almanna tryggingar. Þörf á endurskoðun á lögunum. Stjórn Leb leggur áherslu á að vinna .urfi áfram að þvæi markmiði áfram að bæta kjör verst settu eldri borgaranna. Í því sambandi verði litið til þess að um 30% eldri borgara eru undir eð við fátæktarmörk.

 1. Umboðsmaður Alþingis. næstu mál.

Nú hefur farið fram viðtal við Daníel Isebarn lögmann um að aðsoða LEB við að senda fleiri mál til Umboðsmanns Alþingis til að finna hvort brotið sé á eldra fólki.

 1. Beiðni um fund með forsætisráðherra.

Töluvert langur tími er síðan beðið var um fund með Katrínu , Sigurði Inga og Bjarna. Lítið fréttst af þeim. Stjórn LEB minnir á að forystufólk ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur lofaði góðu samstarfi við stjórn LEB.

 1. 30 ára afmæli LEB á næsta ári. Hvernig?   Og  dagsetning ársfundar?

Rætt var um þessi 30 ár og hvað við gerum. Kannski afmælisnefnd? Rætt um að ná   „Ársfundi LEB“   í apríl og hafa þá  2 daga og að seinni dagurinn væri helgaður afmæli LEB?

 1. Nóra hvar og hvernig?

Gengið var til liðs við Nóru félagakerfi fyrir hönd margra félaga en nú hefur ekkert heyrst frá þeim í nokkurn tíma. Herjað verður á en hvað svo ?

 1. Styrktaraðilar. Einn styrkur kominn.

Styrktaraðilar LEB duttu flestir út þar sem fyrrverandi formaður  vor   sinnti ekki málinu á vorönn 2017. Þetta kom í ljós með ársreikningum eftir það ár. Nú er að hefjast ný leit að styktaraðilum eða Hollvinum og er Olís  komið inn með okkur.

 1. Nýjar umsóknir til VEL.

Þetta árið þurfti að skila inn umsóknum fyrir 12.nóv. og var umsóknarfrestur stuttur. Þórunn og Guðrún Ágústsdótti, okkar ráðgjafi, unnu að því að móta umsóknir í 2 daga en um helgina 11.-12. nóv var hafist handa við að koma umsóknunum inn og urðu þær æði margar og allar tengdar okkar starfi og okkar félaga.

 1. Fundur með Samtökum sveitafélaga.

Nú er bókaður fundur með Samtökunum 14. des. n.k.

 1. Afsláttarbók og FEB .

Mörg félög vilja vera með og eru byrjuð að safna tilboðum til okkar félagsmanna en örfá eru ekki til í þetta samstarf. Afsláttarbókin mun koma út og verður margt gott og nýtt í henni . Hún er öflugt vopn í að ná niður kostnaði hjá eldra fólki.

 • Ráðstefna um velferð og næst um velferðartækni .

Þann 7.-8. S.l. nóv var stór ráðstefna um velferð sem sótt var af Þórunni og Guðrúnu og kom margt gott fram en málin snérust líka mikið að fötluðum.

Fundur var um velferðartækni 22. Nóv.  s.l.  á vegum sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu.

 • Samstarfið við Guðrúnu Ágústsdóttur.

Leitað var til Guðrúnar um að koma til ráðgjafar hjá LEB. Hún  var algjör snillingur í að stýra Öldungaráði Reykjavíkur auk mikillar þekkingar á sveitafélagamálefnum.

Það er mikill fengur að hennar ráðgjöf í mörgum nýjungum og nýtist hennar tungumálafærni líka mjög mikð þar sem við erum að taka upp fréttir og leiðsögn frá      Norðurlöndunum.

 

 • Rauði krossinn og nýleg heimsókn. Á síðasta fundi fengum við heimsókn frá Rauða krossinum til að ræða mörg mál og munum við fara í samstarf við hann s.s. um þjálfun sjálfboðaliða, eflingu heimsóknarvina og símavina. Þetta eru allt mikilvæg mál til að rjúfa félagslega einangrun eldra fólks.
 • Ritnefnd og Sökkólfur. Hvað svo ? Rætt var um skipan nýrrar ritnefndar. Samþykkt að ganga frá starfslokum við Sökkólf. Nauðsynlegt er að gera verulegar breytingar á heimasíðu LEB sem verður hafist handa við á næstu dögum. Gjör breyta þarf efnistökum blaðsins Listin að lifa, breyta þarf útliti blaðsins og vinna þarf að betri dreyfingu blaðsins en verið hefur varðandi síðustu blöð.
 • Samstarf við Atla Rúnar Halldórsson. Stefnt er á fund með Atla Rúnari sem hefur verið að máta sig í að verða okkar myndasmiður og taka líka niður fréttir eftir því sem við á. Jafnvel að taka við að gera okkar heimasíðu skothelda bæði í skilningi öryggis og gæða.
 • Önnur mál . Sigríður lagði fram reynslusögu konu á leið á lífeyri og hversu víða hún þurfti að leita í kerfinu.
 • Næsti fundur 10. des. 2018.