fbpx

Kl. 9:30 – 12:15      Fundur no. 311

Fundargerð síðasta fundar:

  1. Staða mála í nefnd hjá VELFERÐARRÁÐUNEYTI.

Enn og aftur eru umræður um lausnir og aðferðir við að finna þá verst settu.  Skoðað hefur verið hvernig staða  fólks er eftir svoköllluðum tíundum en það er í raum 10% í hverjum ramma. Þannig má sjá að neðstu 2-3 tíundirnar eru verst setta fólkið.  Neðsta tíundin er eignalaus og skuldlaus. Svo mjakast hópurinn upp. Svo eru einstaklingar sem standa utan kerfis vegna búsetu og  hafa ekki átt heimili á Íslandi í 40 ár sem er skilyrði fyrir fullum rétti í TR. Umræður verða framlengdar eitthvað inn í nóvember.

  1. Umboðsmaður Alþingis.

Formaður LEB og Umboðsmaður Alþingis hafa átt umræður um hvort einhver mál geti farið inn þar til skoðunar og til að fá álit á réttmæti sem við teljum vafamál. Nú þegar hefur verið sent inn mál og eru fleiri á leiðinni til „Umboðsmanns Alþingis“.

  1. Ný nálgun frá þeim.

Nýtt tilboð frá Sigurði Kolbeins um að við sendum inn fullt af fólki í viðtöl.  Var rætt og samþykkt að ganga að tilboðinu nú. Það var upp á 300.þús

  1. Viðtöl við stjórnmálamenn.

Nokkur viðtöl við stjórnmálamenn hafa farið fram. Boð um að hitta Flokk fólksins kom og fóru Þórunn og Erna í spjall hjá þeim. Sigurður og Þórunn áttu mjög góðan fund með Ásmundi Daða og fleirum frá VEL um félagsmálin og stöðu LEB og því hversu erfitt er að reka    LEB   án styrkja frá ráðuneytinu eins og var. Það má vænta einhverra úrlausna þar. Einnig ræddum við um að önnur samræða um t.d. innleiðingu Velferðartækni sem getur gert mikið gagn en er á eftir norrænum þjóðum. Einnig um félagsleg verkefni s.s. tölvulæsi.  Ennfremur um aukinn einmanaleika og hvað sé til ráða. Sjáflboðaliðastörf eru líka langt á eftir Norðurlöndunum. Það þarf að ná að breyta hugsun fólks.

  1. „Listin að lifa“ og ritnefndin.

Blaðið verður gefið út eftir áramót og verður nú lagt í að undirbúa verkið með nýrri ritnefnd og aðkomu fleiri sem koma að ritsmíðum sem svona blöð eru.

  1. Samningur vegna NÓRA. Næstu skref og kynning hjá félögum okkar.

Nú er kominn samningur um félagakerfið NÓRA sem er heppilgt fyrir félögin innan LEB til að skrá sína félagsmenn og er stutt í frekari kynningu á því .

  1. Ný verkefni sem sækja þarf um hjá VELFERÐARRÁÐUNEYTI.

Rætt var um hvaða verkefni væru heppileg til að sækja um hjá VEL en nú er opinn umsóknarfrestur til að sækja um. Það komu fram tillögur að verkefni um kynningu á velferðartækni.  Hvað er hún og hvernig er hægt að undirbúa fólk fyrir þessa þróun. Umsókn um efni og aðgerðir vegna einmanaleika og fá inn tilraunverkefni. Svo voru nefnd mörg önnur verkefni sem hægt væri að skoða vel.

  1. Heimsókn frá Rauða krossinum.

Á fundinn mættu konur frá Rauða krossinum þær Björg Kjartansdóttir og Guðný H. Björnsdóttir .  Þær kynntu stjórn hugsanlegt samstarfsverkefni s.s. heimsóknarvini- og símavini sem hvatt er til að kynna vel á hverjum stað. Einnig um sérsjóð sem Rauði krossinn mun kynna í nóvember sem er ætlaður þeim alverst stöddu í samfélaginu.Mjög vel var tekið í samstarf og samstarfssamning.

  1. Styrktaraðilar leita frekar /  Hollvinir og Miðlun.

Nú er komið að því að efla styrktaraðilahópinn en hann féll niður vorið 2017 af einhverjum ástæðum. Leitað verður til nokkurra sterkra aðila um að vera Hollvinir. Verkefnið með Miðlun er greinilega fallið niður.

  • FEB og hvað er til ráða.

Talsverður pirringur hefur verið yfir samskiptum eða samskiptaleysi milli LEB og FEB. Málið rætt opinskátt og velt áfram.

  • Viðræður við samtök launafólks.

Samþykkt var að hefja viðræður við samtök launafólks um samstöðu og aukna samvinnu. Þórunn greindi frá fyrstu skrefum sem var samtal við Drífu Snædal       framkvæmdastjóra  SGS. Ákveðið að eiga fleiri samtöl og efla samstarf.

  • Hvað er til ráða í kjarabaráttu okkar?

Það er ljóst að hér þarf að brýna röddina og koma enn frekari aðgerðum í gang. Það að fara með eldra fólk eins og um síðustu áramót með því að velja lægri % til þeirra en         annarra í samfélaginu er fullkomleg svik við kosningasönginn fyrir kosningar. Margar leiðir ræddar.

  • Verkefni fyrir Guðrúnu Ágústsdóttur.

Nú hefur Gurðún Ágústsdóttir samþykkt að stýra nokkrum verkefnum fyrir LEB og er það mjög gott. Hér eru a.m.k.  tvö verkefni í skoðun og verða þau staðfest á næstu        dögum.

  • Samstarf við Atla Rúnar Halldórsson.

Atli Rúnar hefur unnið fyrir okkur tvö verkefni og er mikill áhugi á að fá hann í frekari störf. Frábær penni og góður ljósmyndari sem myndi nýtast mjög vel í að koma okkur á framfæri víðar.

  • Önnur mál.

Sigríður sagði okkur frá samantekt frá félaga á Selfossi sem tók saman lista yfir hversu víða hún fór við starfslok til að koma sínum málum í farveg. Greinlega þarf að          einfalda margt.

Fundargerð skrifaði Þórunn Sveinbjörnsdóttir