fbpx

Landssamband eldri borgara 26.02.  2018   kl. 10.00-13.30 að Sigtúni 42

 1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar  samþykkt.
 2. Rætt var um stöðu LEB gagnvart stjórnvöldum en LEB hefur óskað eftir fundum með nokkrum ráðherrum um þau málefni sem hæst bera. Stutt er í fund með Svandísi Svavarsdóttur um heilbrigðismál o.fl.
 3. Aukalandsfundur og undirbúningur hans. Ákveðið var að fá inn erindi s.s. um velferðartækni og erindi frá samtökum sveitarfélaga. Um morguninn eru lagamálin á dagskrá. Fundurinn ætti að standa frá kl. 10:00 – 16:30.Fundurinn er þann 24.apríl á Seltjarnarnesi.
 4. Styrkir frá VEL samkvæmt umsóknum frá nóv. 2017. Sú nýlunda er nú að ekki fæst rekstrarstyrkur til LEB heldur styrkir í verkefni og var farin sú leið að sækja um mismunandi styrki til verkefna. Þau helstu eru: Akstur á efri árum, Starfslokanámskeið, Aldraðir og tölvuheimurinn. Þróun öldungaráðin könnun á hvernig gengur. Heimasíða LEB. Meira en 50 þúsund litbrigði af gráu ….kynningarmyndbönd sem er verið að skoða.
 5. Tilnefningar í nefnd og starfshóp: Enn og aftur endurskipað í nefndir vegna ríkisstjórnarskipta en nú var um að ræða samstarfsnefnd um málefni aldraðra.Verður afgreitt á næsta fundi stjórnar.
 6. Læknishjálp og sjúkraþjálfun í uppnámi? Í fréttum hefur komið fram að veruleg aukning er á því sem sjúkratryggingar fá af reikningum vegna aldraðra…? Er það hækkun eða fjölgun á komum til lækna og í sjúkraþjálfun. Mikilvægt er að geta fengið þetta sundurliðað svo hægt sé að leggja mat á stöðuna.  ASÍ spáði því fyrir tæpu ári að kostnaður ykist.
 7. Ferðakostnaður okkar félaga og stjórnarmana. Nú er Sigríður gjaldkeri að vinna að kostnaðarplaggi fyrir LEB svo hægt sé að sjá hvernig þetta kemur út.
 8. Blaðið. Unnið er að lokafrágangi. Listar hjá LEB eru engan veginn í lagi frá síðasta stafsmanni. Mjög flókið að koma því út þar sem listar yfir nöfn fólks eru í mjög misjöfnu standi en Grétar Snær er að kalla þá inn og jafnframt er Sigurjón að vinna við að sameina hjónafólkið svo þau fái eitt blað.  Það sparar póstburðargjöld verulega.
 9. Miðlun hefur hafið sína vinnu fyrir LEB og er í greiningarvinnu svo kemur LEB að verkefninu á næstunni. Nokkrir  „Hollvinir“  voru hjá LEB en síðustu stjórn eða formanni láðist að klára það mál svo nú er staðan í miklum mínus.  Unnið að því að fá inn aftur Hollvini.
 10. Erlend samskipti. Stjórnarvor fundur er 7. – 9. maí í Svíþjóð og var ákveðið að Þórunn og Sigríður sæktu þann fund. Rætt var um mikilvægi þess að fleiri félagar fengju tækifæri til sækja slíka fundi. Mjög margt má læra af okkar félögum á Norðurlöndum.
 11. Nokkrir ársfundir framundan þar sem formanni hefur verið boðið  að mæta. FEB Reykjavík og í Garðabæ eru búnir og  var góð mæting. Framundan er Hvalfjörður og Borgarnes en þar verður fræðsla um málefni eldra fólks og réttindi.
 12. Ferðir á þessu ári. Nú hefur verið samið við ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar um að útbúa fyrir okkur ferðir. Stefnt er á ferð til Skotlands og þar verður hálendið skoðað auk siglinga á Lock Ness. Saga frelsisbaráttu Skota er svo mögnuð og það verður farið yfir þá sögu en allt í Skotlandi er svo ólíkt okkur en samt af sama meiði ….æðisleg ferð. Svo að lokum er jólamarkaðsferð til Heidelberg um mánaðamótin nóv.- des…..á ævintýralegu hóteli í miðju borgarinnar; beint á móti öllu því sem upp er sett vegna jólamarkaða. Vínsmökkun er með  í þessu! Kaffihúsin eru líka lúxus fyrir okkur sem borgum meira en tvöfalt á Íslandi eða meira. Birt á heimasíðu leb.is, Bóka hjá Guðmundi Jónassyni sími 5111515
 13. Heimasíða LEB. Nú fékk LEB framlag frá Velferðarráðuneytinu til að laga síðuna. Mun það verða gert. Hún uppfærð og aukið við upplýsingar öllum til hagsbóta.
 14. Hér er magnað verkefni að komast á fulla ferð og má sjá um allt og heyra að víða eru menn að auka þátttöku fólks í hreyfingarverkefnum. Afar mikilvægt forvarnarmál sem unnið verður að áfram. Ekkert okkar má lenda í að vera sófakartöflur eða að gefast upp…upp úr stólnum.
 15. Formaður LEB og Gísli Jafetsson framkvæmdastjóri FEB- Reykjavík áttu góðan fund með Gylfa Isebarn lögmanni um mismunandi leiðir til málshöfðunar vegna ítrekaðra brota að okkar mati gagnvart eldra fólki.
 16. Önnur mál: Rætt var um styrktarsjóð LEB en fyrri formaður lokaði honum s.l. vor. Sjóðurinn hefur á ný verið fluttur í fyrra horf þar sem ekki má loka honum nema með meirihlutaákvörðun á stórum fundi LEB. Sjóðurinn á sér merka sögu og nú verður veitt úr honum styrkur til Selfossfélagsins vegna íþróttatæki úti fyrir eldri borgara að upphæð 200.000.- en jafnframt fengum við styrk frá Landsbankanum uppá sömu upphæð sem rennur í sjóðinn.
 17. Næsti fundur boðaður 21. mars kl. 10.00

Fundargerð skrifaði Þórunn  H. Sveinbjörnsdóttir.