fbpx

Stjórnarfundur LEB   16. nóvember,  2017

6.  fundur stjórnar og no. 300, kl. 12.30 til kl. 16.oo

Fundargerð síðasta fundar:

  1. Ný stjórnvöld og vinna með þeim.

Á þessari línu ræddum við um hvað getum við gert til að vekja athygli á okkar málefnum… Verðum að komast oftar í fjölmiðla og nýta alla aðra miðla til að ná árangri og sérstaklega að bæta við landshlutablöðum.

  1. Ferð til Bergen.

Tveir frá LEB boðaðir á  sam Norrænan fund. Þórunn Sv og Haukur Halldórsson fóru þessa ferð

Hér var farið ítarlega yfir árangur og tilgang Norræns samstarfs. Við vorum að upplifa mjög mikið sem getur nýst okkur í  baráttunni  eins og að víðast má fólk vinna eins og það vill enda litið á það sem auð þjóðarinnar og að allir séu með þar sem lífaldur lengist. Mjög margt annað bar á góma; lífeyriskerfin, eftirlaunaldur, kynjaskipting og réttindi og nýbúar og þeirra réttindaleysi …“Norðmenn segja að þeir eigi að vera í sérstökum sjóð því við sem höfum búið í 40 ár í Norge höfum greitt okkar skatta og þannig myndað okkar rétt“.

  1. Afgreiðsla mála frá síðasta fundi .

Hér voru nokkur mál til afgreiðslu s.s. Hringbraut. Miðlun og Haukur A. Varðandi Hringbraut hefur ekkert frá þeim heyrst síðan á síðasta fundi en Miðlun var að senda inn nokkrar útgáfur af möguleikum okkar og þarf nú að klára málið. Mikill vilji til að ljúka málinu. Sigurði og Þórunni gert að loka því. Varðandi tillögu um að Haukur Arnþórsson ynni fyrir okkur hafa komið efasemdir um hvort bornar séu sambærilegir árgangar við OECD. Vitað er að Stefán Halldósson hefur unnið slíka könnun fyrir LL eða Landasamtök lífeyissjóða. Vert er að staldra við og skoða hvaða tölur eru ábyggilegastar.

  1. Ritnefnd kölluð saman.

Það fólk sem tilnefnt er í ritnefnd verður kallað saman í næstu viku.                Samningur við Sökkólf er til árs í senn um útgáfu „Listarinnar að lifa“.

  1. Ósk um gögn frá LEB .

Ónefndur maður óskaði eftir netföngum formanna félaga.

Vísað í að slíkt væri ýmist á netinu eða í símaupplýsingum.

  1. Ræða hjá Öldungaráði RVÍK.

Formaður LEB var með ræðu og innslag á fundi Öldungaráðs Reykjavíkur og Borgarráðs í ráðhúsinu 14.  nóv. Fjallaði formaður m.a. um nýjar leiðir í aðstoð og umönnun aldraðra. S.S. í Hollandi þar sem eru byggð nokkur hjúkrunarheimili með stúdentaíbúðum í viðbyggingu og þeir vinna af sér leigu með aðstoð í 30 tíma á mánuði. Margar nýjar leiðir eru að líta dagsins ljós og þarf að ígrunda þær vel.

  1. Viðtal við Velferðarráðuneyti um okkar samstarf

Sigurður og Þórunn áttu fund 14.  nóvember með Katrínu, Sigurði  og Bjarna vegna stjónarmyndurnarviðræðna. Fundurinn  var vinsamlegur og fóru menn yfir allt sem að eldri borgurum snýr.  Engar niðurstöður voru á þessum fundi en LEB kom sínum áherslum vel á framfæri fyrir hönd allra félagsmanna og með ólíka stöðu að leiðarljósi.

  1. Útsendingar á félögin.

Stjórn LEB hefur ígrundað hvort félagsblað sé besta miðlunin og í ljósi umræðna viljum við prófa að senda rafrænan fréttapistil sem hægt að fjölga og setja inn  á allar félagsmiðstöðvar eldra fólks eða milli félaga í einstökum félögum?

  1. Önnur mál:

Undir þessum lið var rætt um þörf fyrir stafsmann fyrir LEB. Meðan við vitum ekkert um fjárveitingar til LEB erum við að huga að verkefnum sem hæt væri að vinna að s.s. uppsetningu Facebooksíðu og eflingar á að Heimasíðan verði enn virkari.

Fundinum lauk kl.16.00

Fundargerð skrifaði Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir.