fbpx

Fundargerð stjórnarfundar LEB nr. 267.

Stjórnarfundur LEB nr. 267 haldinn mánudaginn 9 septemberkl. 10.00. að Sigtúni 42.

Mættir voru. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir(JVK) Haukur Ingibergsson (HI) Eyjólfur Eysteinsson(EE)Ragnheiður Stephensen(RS) Grétar Snær Hjartarson (GSH) Anna Lúthersdótttir(AL) Fjarverandi varamenn. Jón Kr Óskarsson(JKÓ) Jóhannes G Sigvaldason(JGS) Sveinn Hallgrímsson(SH).

 

JVK setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Fundargerð stjórnarfundar LEB nr. 266.

Afgreiðsla.Fundargerðin samþykkt.

 

2, Vinna formanns, stjórnar og framkvæmdastjóra frá 13. ágúst – 9. sept. 2013

13. ágúst  JVK í viðtal við RÚV, spegilinn , um fangelsismál. Einn fangi er 94 ára.

14.  Ritnefnd Listarinnar fundar um efni næsta blaðs. GSH; BS, ÞK, JVK, og Jóhannes ritstjóri

JVK gengur frá bréfi til Velferðarráðuneytis og skýrslu til Velferðarvaktarinnar um áherslur LEB og stöðu mála..

(16-23 ágúst er JVK í fríi erlendis.)

16.            H.I. mætir í 30 ára afmæli FEB í Hveragerði, flytur kveðju frá LEB. R.S mætir næsta dag.

19. Fjármálanefnd LEB fundar: Eyjólfur, Grétar Snær Haukur og Ástbjörn Egilsson

24.Beiðni berst um þátttöku í útifundi með ÖBÍ, 10.sept. á Austurvelli. JVK hefur samband við stjórn LEB í síma og tölvupósti. Jákvæð viðbrögð.

25-27. GSH gengur frá fargjaldi til Egilsstaða 14. og 15. okt. fyrir JVK, HI og EE. Áætlað að heimsækja nokkur FEB-félög á Austfjörðum þessa daga.

27.  Beiðni frá Háskóla Íslands um móttöku í okt. hjá LEB fyrir nemendur í félagsráðgjöf. JVK svarar jákvætt, en frestar dagsetningu.

31. Fundur með formanni og framkvæmdastjóra ÖBÍ um útifundinn. JVK , HI, GSH og EE mæta.

2.sept. Fjármálanefnd LEB fundar. EE, GSH, HI, ÁE.

4. sept. Fundur um skipulag útifundar 10.sept.: GSH og HI mæta.

HI. sagði frá heimsókn í Hveragerði í tilefni af afmælishátíð Félags eldriborgara þar. Vel væri staðið að málum eldri borgara þar í bæ.

 

3. Fundargerðir Fjármálaráðs 19.08.og-02.09.2013.

HI. Sagði frá vinnu nefndar og vísaði til fundargerðar Fjármálaráðs. EE. Sagðihafa náð vel saman. HI.Fara þyrfti yfir þjónustusamninginn við UMFÍ.

Afgreiðsla. Fjármálaráð taki málið að sér og klári það.

 

4. Ályktun Kjaramálanefndar frá 22.08.Send öllum formönnum FEB-félaga. Einnig ASÍ og er komin inn á heimasíðu LEB.

5. Fundargerð Stóru nefndar um flutning mál.aldr. til sveitarfélaga frá 27.08. EE.Sagði frá starfi nefndarinnar og lét þess getið að það hefði verið ánægjulegt að vera í nefndinni. JVK.: Skynsamlegt væri að seinka málinu til næsta fundar. EE.

Sammála að taka málið upp á nóvember fundi og ákveða hvað við ættlum að láta  heyra frá okkur í þessum málum. JVK: Rædd RAI matið kannski væri það of þröngt skilgreint. RS. Sagði sína upplifun að RAI væri alls ekki þröngt. En fólk væri að misskilja kerfið.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar 5. nóvember.

 

6. Bréf til Velferðarráðuneytis

JVK kynnti svarbréf LEB frá 14. ágúst við bréfi Velferðarráðuneytis dags.26.júli s.l.um  tilnefningu í samvinnuhóp um skipan húsnæðismála.

Afgreiðsla: Bréfið samþykkt.

 

7. Starfsmannamál.

GSH vék af fundi, en því næst las JVK bréf frá GSH þar sem hann segir upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri LEB frá 1.des. 2013 en er tilbúinn til að vera til áramóta ef  með þarf. GSH kom nú aftur inn á fund. JVK. sagði stjórnina virða hans ákvörðun að  hætta. Hún þakkaði honum frábært samstarf á þeim tíma sem hann væri búin að vera framkvæmdastjóri LEB.Hann hefði tekið við á erfiðum tíma og unnið ómetanlegt starf  við erfiðar aðstæður.

JVK bað síðan HI að víkja af fundi og upplýsti að í samtali við HI hefði hann lýst yfir  áhuga á að taka við starfi framkvæmdastjóra. Voru fundarnenn því mjög samþykkir að  HI tæki starfkð að sér.

Afgreiðsla:

JVK og EE falið að ræða við HI og ganga frá samningi við hann um starf framkvæmdastjóra.

8.Samantekt frá Landsfundi.

JVK um hvernig hafi tekist til með dagskrá Landsfundar hópvinnu og annað. HI. sagði frá vinnu í sambandi við hópana. Bréf þyrfti að senda til allra félaganna í LEB og félögin vinni svo áfram úr niðurstöðum hópanna.

Afgreiðsla. GSH falið að senda bréf og taka málið aftur upp á næsta fundi.

9. Sænsk könnun á málefnum aldraðra.

Spurt var: Vågar man åldras i ditt land? og Vilket är erT viktigaste krav till politikerna?Leitað var til Unnars Stefánssonar um að svara spurningunum og var greinargott bréf hans kynnt á fundinum. Var Unnari þakkað gott starf.

 

10. Bréf frá Háskóla Íslands

JVK sagði frá bréfi sem LEB barst fráHáskóla Íslands þar sem óskað er að LEB yrði með kynningu fyrir nemendur í félagsráðgjöf.

Afgreiðsla., JVK gerði grein fyrir því að mikið væri að gera í október. Húsnæði væri ekki fyrir hendi hjá LEB til að taka við nemendum, en við gætum boðið upp á að koma til þeirra.

11. Fundur NSK og ráðstefna um velferðartækni.

Fundurinn og ráðstefnan verða haldið í Drammen í Noregi 7-9 okt.n.k.

Afgreiðsla:  JVK OG RS fara sem fulltrúar LEB.

 

12. Útifundur á Austurvelli.

Óskað hefur verið eftir að LEB taki þátt í hvatningarfundi með ÖBÍ á Austurvelli við þingsetningu 10. septenber. Þar verði ríkisstjórnin hvött til að draga til baka skerðingar kreppuáranna. Forsætis- og fjármálaráðherra verða afhent hvatningarbréf

Afgreiðisla: Samþ.að taka þátt í fundinum

 

13. Heimsókn til FEB félaga á Austfjörðum.

JVK sagði að það væri ákveðið að fara í heimsókn til Austfjarða 14 – 15 október. JVK,  HI og EE fara og funda með félögum á svæðinu.

 

Önnur mál:

EE.sagði frá lofræðum sem féllu í Reykjanesbæ og sendi stjórn LEB kveðjur um gott starf stjórnar.

JVK sagði frá heimsókn í Mosfellsbæ í tilefni opnunnar þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ og aðstöðu fyrjr FaMos í endurbættu húsnæði fyrir eldri  borgara að Eirhömrum..

HI. Kom með hugmynd um að gera eitthvað á vordögum. Stefnumótun eldri borgara á hverjum stað fyrir sig. Og þjónustu hópa i hverju sveitarfélagi.

RS, sagði frá verkefni sem FaMos hefur komið af stað og nefnist „Kíkt fyrir hornið.“

 

Fundi slitið kl. 12.35.

Næsti fundur verður 5. nóvember kl. 10.00 að Sigtúni 42.

Ritari Anna Lúthersdóttir