Fundargerð stjórnarfundar LEB nr. 266
Stjórnarfundur LEB nr. 266 haldinn 13.08. 2013. kl. 10:00 að Sigtúni 42.
Mættir voru: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (JVK), Haukur Ingibergsson (HI), Eyjólfur Eysteinsson (EE), Ragnheiður Stephensen (RS), Jón Kr. Óskarsson (JKÓ) og Grétar Snær Hjartarson (GSH)
Fjarverandi: Anna Lúthersdóttir, Jóhannes G. Sigvaldason og Sveinn Hallgrímsson.
JVK setti fund og bauð fundarmenn velkomna til starfa.
1. Fundargerðir stjórnarfunda LEB.
Lagðar voru fram til afgreiðslu fundargerðir stjórnarfunda LEB 5. júní nr. 264, og 26. júní nr. 265.
Afgreiðsla: Fundargerðir voru samþykktar.
2. Vinna formanns og stjórnar.
JVK lagði fram neðangreint yfirlit um vinnu formanns og stjórnar 5. júní – 13. ágúst.
10. júní Landsfundargerð yfirfarin og send til allra FEB-félaga.
18. júní JVK sendir bréf á alla þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og minnir á kosningaloforð þeirra gagnvart eldri borgurum.
19. júní JVK sendir bréf á RÚV í samráði við Jón Kr. Óskarsson.
20. júní JVK og Þórunn Sveinbjörnsdóttir eiga fundi um kjaramál með Gylfa formanni ASÍ og Elínu formanni BSRB. Rætt um að LEB sendi bréf um kröfur sínar í næstu kjarasmningum til samninganefndar ASÍ. Rætt um afdrif frumvarps fv. velferðarráðherra um alm.tryggingar. JVK lýsti yfir að LEB vildi sjá hvað kæmi fram á vorþingi nýkjörins Alþingis varðandi bætt kjör aldraðra og LEB myndi fagna því að einhverjar skerðingar á eftirlaunum yrðu dregnar til baka þó það hefði áhrif á frumvarpið frá í vetur. Það þyrfti að skoða það í framhaldinu, enda væntanlega ekki samþykkt óbreytt af nýrri ríkisstjórn.
JVK á fundi samráðshóps um ESB. Utanríkisráðherra mætti og lýsti yfir að hópurinn ætti ekki að starfa lengur. Flestir voru þó á því að klára ætti viðræðurnar og fá þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta var lokafundur samráðshópsins.
25. júní Komið er fram frumvarp um að draga til baka tvær skerðingar sem eldri borgarar urðu fyrir 2009. JVK og HI semja drög að yfirlýsingu fyrir fund næsta dag með ráðherra.
26. júní Auka stjórnarfundur LEB kl 8:00 til að ræða og afgreiða yfirlýsingu til undirbúnings fundar með félags- og húsnæðismálaráðherra kl. 8:30. JVK, HI og EE mæta. JVK sendir yfirlýsingu LEB til fjölmiðla og á viðtal við Vísir.is og Eyjan.is.
27. júní Viðtal JVK við DV. JVK semur blaðagrein og umsögn um frumvarpið, sent á milli stjórnarmanna í tölvupósti.
1. júlí HI, EE og Þórunn Sveinbjörnsdóttir sækja ásamt fleiri hagsmunasamtökum fund velferðarnefndar Alþingis til að ræða framkomið frumvarp og kynna umsögn LEB.
4. júlí JVK í viðtal við Fréttatímann um „Farsæla öldrun“.
9. júlí JVK semur bréf til FEB-félaga og skýrir áhrif nýju laganna um kjarabætur. GSH gengur frá bréfinu.
11. júlí JVK semur bréf til Velferðarráðuneytis vegna tilnefningar fulltrúa í Samstarfsnefnd um málefni aldraðra. GSH gengur frá bréfinu. Tilnefnd eru JVK aðalmaður og HI varamaður.
22. júlí JVK í viðtal við Bylgjuna síðdegis um kjaramál eldri borgara.
23. júlí JVK sendir grein í MBL um þjóðfund Öldrunarráðs: „Hvað er það besta við að eldast.“ Birtist 31. júlí. Stjórnarmenn Ö.Í munu senda blaðagreinar með reglulegu millibili sem fjalla um fundinn. Annar stjórnarmaður Ö.Í. mun skrifa í Fréttablaðið í ágúst.
25. júlí JVK í viðtali við Bylgjuna síðdegis um Framkvæmdasjóð aldraðra og kjaramál.
26. júlí JVK í viðtali í Fréttablaðinu. Þar eru aðeins tekin nokkur stikkorð og slitin úr samhengi. JVK ekki ánægð með útfærslu blaðsins, og sendir tölvupóst til stjórnarmanna til skýringar.
Magnús Bjarnarson frá Hugarafli hafði samband og sagði frá útifundi við Velferðarráðuneyti daginn áður. Þar hefðu verið margir eldri borgarar að krefjast kjarabóta. Óskaði eftir þátttöku LEB. JVK sagði ekki hægt að svara því, því starfið lægi niðri um hásumarið, en hugsanlega hægt að fá einhvern einstakling til að hitta undirbúningsnefndina og heyra um fyrirætlanir þeirra um fleiri fundi, en það þýddi ekki formlega aðkomu LEB.
29. júlí GSH fór á fund hjá Hugarafli og þar mættu nokkrir, en undirbúningur virtist losaralegur. Hann gerði grein fyrir því að hann væri þar sem einstaklingur en ekki sem fulltrúi LEB, og aðeins til að hlusta og heyra viðbrögð.
3. Fundargerð Landsfundar.
Engar efnislegar athugasemdir hafa borist við fundargerð landsfundar LEB.
Afgreiðsla: Fundargerðin var samþykkt og verður sett á heimasíðu.
4. Bréf frá Velferðarráðuneyti dags. 19. júní sl. og svar LEB 11. júlí.
Lagt var fram bréf LEB til Velferðarráðuneytis með tilnefningu LEB í samstarfsnefnd um málefni aldraðra (sjá lið 2, 11. júlí).
Afgreiðsla: Tillagan samþykkt.
5. Bréf frá Velferðarráðuneyti dags. 26. júlí.
Lagt var fram bréf frá Velferðarráðuneyti dags. 26. júlí sl. með ósk um tilnefningu í samvinnuhóp um framtíðarskipan húsnæðismála.
Afgreiðsla: Ákveðið var að tilnefna JVK og óskar stjórnin eftir að mega víkja frá þeirri skyldu að tilnefna bæði karl og konu sbr. ákvæði 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þar sem mikilvægt sé að formaður LEB sitji í þessum hópi með tilliti til stöðu sinnar og reynslu, hún hafi verið tilnefnd í Samstarfsnefnd um málefni aldraðra þar sem rætt sé um húsnæðismál og einng sitji hún í Starfshópi um endurskoðun almannatrygginga þar sem húsnæðismál aldraðra komi einnig til umfjöllunar. Mikilvægt sé að tryggja samfellu og samræmingu í starfi fulltrúa LEB í þessum þremur hópum.
6. Bréf til RÚV frá LEB 19. júní.
Ekki hefur borist svar frá RÚV við bréfi LEB með tilmælum um að RÚV hafi á dagskrá sinni sérstakan þátt sem helgaður væri málefnum eldri borgara
Afgreiðsla: JKÓ falið að ganga eftir svari
7. Umsögn LEB dags. 30 júní sl. um mál nr. 25, frumvarp um breytingu á lögum um almannatryggingar.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar
8. Umsögn LEB dags. 30 júní sl. um mál nr. 7, frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almtr. og félagslegan stuðning.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar
9. Velferðarvaktin, skýrsla frá LEB.
LEB hefur átt fulltrúa í Velferðarvaktinni og eru aðilar vaktarinnar að skila skýrslum sem fara síðan inn í heildarskýrslu um starfsemina. JVK fór yfir drög að skýrslu LEB.
Afgreiðsla: LVK falið að ganga frá skýrslu LEB.
10. Kjaramál – næstu skref.
Formaður kjaranefndar áformar að kalla nefndina saman á næstunni og fara yfir samþykktir landsfundar og nefnda LEB tilheyrandi þessum málaflokki. Stjórnarmenn leggja áherslu á að fljótlega heyrist eitthvað frá Kjaranefnd LEB. Við verðum að halda uppi þrýstingi á frekari lagfæringar. Einnig að senda ályktun til Samninganefndar ASÍ.
Afgreiðsla: Samþykkt
JVK gerði grein fyrir jákvæðu svari Landssamtaka lífeyrissjóða við beiðni LEB um að eiga samstarf við Landssamtök lífeyrissjóða og verði það gert með umræðu- og samráðsfundum aðila.
Afgreiðsla: Samþykkt að HI og Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður kjaranefndar leiði samstarfið fyrir hönd LEB.
EE og GSH sögðu frá stöðu vinnu að þróun heimasíðu LEB.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
JVK sagði frá boði FEB í Hveragerði á sýningu þeirra á Blómadögum í tilefni 30 ára afmælis félagsins.
Afgreiðsla: RS mun mæta f.h. LEB.
EE kynnti dagskrá Ljósanætur í Reykjanesbæ og þar kemur FEB á Suðurnesjum að málum.
Næsti fundur stjórnar verður mánudaginn 9. september kl. 10:00.
Fundi slitið kl. 13:00.
Fundarritari Haukur Ingibergsson