fbpx

Fundargerð stjórnarfundar LEB nr. 263

 

Stjórnarfundur LEB nr. 263 haldinn miðvikudaginn 22.05. 2013. kl.10 :00 að Sigtúni 42.

 

Mættir voru Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (JVK), Haukur Ingibergsson (HI), Eyjólfur Eysteinsson (EE), Anna Lúthersdóttir, Ragnheiður Stephensen (RS) og Grétar Snær Hjartarson, starfsm. LEB (GSH)

Varamenn Jón Kr. Óskarsson (JKÓ) og Jóhannes G. Sigvaldason (SGS)

Fjarverandi : Sveinn Hallgrímsson (SH)

 

JVK setti fund og bauð fundarmenn velkomna til starfa.

 

  1. Fundargerð stjórnarfundar LEB nr. 261 og fundargerð stjórnarfundar LEB nr.262.

 

Afgreiðsla: Fundargerðir samþykktar.

 

 

  1. Bréf frá Landsneti. ( tölvupóstur)

Boðið er upp á að senda fulltrúa frá LEB á námskeið um starfslok 60 ára og eldri.

 

Afgreiðsla: Samþykkt að Haukur Ingibergsson verði fulltrúi LEB

 

 

  1. Aðalfundur Öldrunarráðs Íslands 22 mai kl. 14.00.

Fulltrúar frá LEB verða Jóna Valgerður, Eyjólfur og Haukur.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

  1. Landsfundurinn.

Hvernig tókst til og hvað stendur upp úr og hvað má betur gera.

JVK hrósaði Eyjólfi fyrir frábæra og skemmtilega fundarstjórn. Eyjólfur þakkaði hólið.

Ennfremur þakkaði JVK Jóni Kr. fyrir þeirra framlag sem hafi verið með miklum ágætum.

Og bað hann fyrir góðar kveðjur í sína heimabyggð. HI fór yfir landsfundinn og taldi hann hafa tekist vel, þó fundurinn hefði verið styttri en áður. Mál fengið góða afgreiðslu. Gæfist betur að hafa aðskilið hótel og fundarstað. Hann sagði að breytingar á landsfundinum væru frábærar og nógur tími hafi verið gefinn í umræðu. Hann kvaðst mjög ánægður með hvernig til tókst.

Jón Kr. lét í ljósi ánægju með fundinn en sér hefði fundist nokkur hraði á umræðum og það

hefði mátt gefa meiri tíma í framsögu. Eins hefði verið æskilegt að fundarmenn hefðu bókað sig fyrr í matinn, til að þeir sem um það sáu vissu að hverju þeir gengju.

RS sagðist vera ósátt með hvað fáar konur væru í stjórn LEB , hún hefði viljað sjá þarna jafna skiptingu kynja.   Ekki síst með tilliti til ályktunar um það sem samþykkt var á fundinum rétt áður. Enginn tími hefði gefist til að koma því að á landsfundinum, afgreiðsla gengið of fljótt. JGS sagði að á síðasta kjörtímabili hefðu konur verið í meirihluta í stjórn og væru enn í meirihluta í aðalstjórn. Þær gætu því vel við unað. RS sagði það í fyrsta sinn á síðasta kjörtímabili í 25 ára sögu LEB sem konur væru þar í meirihluta, annars alltaf verið karlarnir. Henni fannst ekki þurfa strax að snúa því við.

JVK sagði ályktanir hafa verið vel undirbúnar og lítið þurft að breyta þeim Hún ræddi endurgreiðslu kostnaðar til FEB-félaga vegna landsfundar og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Stjórn LEB samþykkir eftirfarandi reglur um endurgreiðslu ferðakostnaðar á landsfund samkvæmt lögum LEB. Samþykktin gildir fyrir landsfundinn 2013 sem haldinn var í Hafnarfirði.

Endurgreiðsla vegna ferðakostnaðar fulltrúa á landsfund 2013 er ekki greidd vegna fulltrúa þeirra félaga sem starfa á Höfuðborgasvæðinu þ.e FEB í Reykjavík og nágrenni, FEB Kópavogi, FEB Mosfellsbæ, FEB Hafnarfirði, FEB Garðabæ, FEB Álftanesi.Ferðakostnaður annarra félaga er greiddur allt að hálfu samkvæmt lögum LEB og samkvæmt nánari útfærslu gjaldkera og framkvæmdastjóra.“

 

Afgreiðsla: Tillagan samþykkt.

 

  1. Fundargerð Landsfundar

Eyjólfur sagði frá því að fundargerð landsfundar væri í vinnslu.

 

  1. Bréf frá FEB í Kópavogi.

Á fundi hjá þeim 17.maí var ákveðið að senda LEB bréf og lýsa óánægju með fréttaflutning frá landsfundinum. JVK mun senda svohljóðandi svarbréf um það sem gert hefur verið til að koma fréttum áfram í fjölmiðla:

 

Við þökkum ykkur góða þátttöku í landsfundinum og mikinn áhuga. Hvað varðar umfjöllun um landsfundinn mætti hún vissulega vera meiri,undir það tek ég heilshugar. Ég bendi þó á að strax eftir landsfund sendi ég kjaramálaályktun, lífeyrissjóðsályktun og um umboðsmann aldraðra til eftirfarandi fjölmiðla ásamt skilaboðum um að landsfundurinn hefði verið haldinn í Hafnarfirði, verið vel sóttur og samþykktar fleiri ályktanir. Fjölmiðlarnir voru: RÚV, MBL, Stöð 2, Fréttablaðið, Blaðið Reykjanes, Blaðið Dagskráin á Suðurlandi, Vikudagur Akureyri, Reykhólar.is, . sem þessi frétt var send til. Ég hef séð að MBL fjallaði um þetta , eða tók úrdrátt úr því, en þeir eru hættir að birta í heild ályktanir félagasamtaka. Blaðið Reykjanes tók þetta allt í sitt blað, Reykhólar.is birti allar ályktanirnar á vefnum. Ekkert hef ég séð í Fréttablaðinu, og veit ekki um aðra fjölmiðla. Síðan má benda á að 7. maí í hádegisútvarpi var viðtal við mig á Bylgjunni um fundinn og um ályktanir velferðarnefndar sem átti að leggja fram á fundinum. Og fékk Bylgjan þær allar sendar, en þær voru samþykktar óbreyttar.. Svo er á áætlun að skrifa blaðagreinar og koma þar inn frásögnum af landsfundinum. En við eldri borgarar erum víst ekki nógu áhugaverð, og sérstaklega af því að þessi fundur fór mjög friðsamlega fram, en eins og allir vita er rifrildi miklu áhugaverðara fyrir marga fjölmiðlana eða þykir fréttnæmara.“

 

 

  1. Heimasíða

JVK lét í ljósi áhyggjur af heimasíðu LEB, það þyrfti að uppfæra hana og gera hana aðgengilegri og áhugaverðari. Allir sammála því að ganga í það að laga síðuna. GSH beðinn að finna fundargerðir og áfangaskýrslu Heimasíðunefndar frá f.ári. JVK ætlar að fá Kjartan hjá Sökkólfi ehf sem sér LAL á næsta stjórnarfund til viðræðna um heimasíðuna.

 

  1. Samráðsnefnd.

JVK lagði fram hugmynd um að skipa samráðsnefnd með Landssamtökum lífeyrissjóða í svipuðu formi og er við TR. Væri þar verið að fylgja eftir samþykkt landsfundar. Samþykkt að skrifa þeim bréf og óska eftir samráði. JVK og HI falið að ganga frá því. JK‘O kom með tillögu um að fá einnig fulltrúa hjá ASÍ vegna viðræðna um kjaramál.

 

  1. Nefndarskipan

Rætt um fólk í nefndir næsta kjörtímabil. Frestað til næsta fundar að skipa í nefndir.

 

  1. Önnur mál

Jóhannes G Sigvaldason spurði hvort ekki væri hægt að koma til móts við hann um fundartíma í júní hann yrði í Rvk 5 júní.

JVK sagði að yfirleitt hefði LEB fasta fundardaga en hægt væri að breyta því í einstökum tilfellum. Eftir væri að halda einn fund fyrir sumarlokun skrifstofu. Samþykkt að hafa næsta stjórnarfund 5 júní kl. 13.00.

 

Fundi slitið kl. 13:00.

Fundarritari Anna Lúhersdóttir