fbpx

FUNDARGERÐ

 

                                             Framkvæmdastjórnarfundur LEB nr. 261

                   haldinn 06.05.2013. kl. 11:00 að Flatahrauni 3, Hafnarfirði

 

Mættir voru: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (JVK), Unnar Stefánsson (US) Eyjólfur Eysteinsson (EE), Ragnheiður Stephensen (RS), Sigurlaug Inga Árnadóttir (SIA) Grétar Snær Hjartarson (GSH) . Haukur Ingibergsson (HI). Anna Lúthersdóttir (AL).

Fjarverandi: Guðný Kristinsdóttir (GK).

SIÁ ritaði fundargerð.

 

JVK setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og sérstaklega þakkaði hún Jóni Kr. fyrir að fá að halda fundinn í húsnæði þeirra. Einnig sátu fundinn meðstjórnendur Jóns Kr. í LEB-H.

 

 1. Fundargerð 260. fundar.

Formaður lagði fram fundargerð 260. fundar framkvæmdastjórnar LEB

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Fundargerðin samþykkt.

 

 

 1. Skýrsla til NSK.

 

JVK lagði fram skýrslu sem hún flytur á fundi NSK sem haldinn verður í Finnlandi 13-15. maí. Hún kvaðst vera búin að þýða hana á dönsku og senda til Anítu. US lagði fram þýðingu sína á bréfi frá Björn Lindh um starfshætti NSK í framtíðinni, en bréfið er á dagskrá fundarins.

 

 

 

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Liðurinn er tilkynning.

 

 1. Fundargögn landsfundar – Fundargögn – Spurningar – Hópastarf – Nefndir.

 

JVK lagði fram endanlega dagskrá sem undirbúningsnefndin hefur sett saman og er hún eftirfarandi:

Dagskrá landsfundar sem haldinn verður í Hafnarfirði 7-8 maí 2013,

 

Þriðjudagur 7. maí.

 

13:00 Afhending fundargagna

13:30 Setning landsfundar (JVK)

Kosning fundarstjóra

Kosning ritara

Kosning kjörbréfanefndar

 

13:45 Ávörp gesta

 

14:00 Skýrsla stjórnar (JVK)

 1. b) Skýrsla velferðarnefndar
 2. c) Skýrsla kjaramálanefndar

Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir ársreikningar LEB 2011 og 2012 (EE)

Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga LEB

Afgreiðsla reikninga

Kynnt drög að fjárhagsáætlun og tillaga um árgjald 2013 og 2014 (EE)

Afgreiðsla tillögu um árgjald.

 

15:30 Kaffihlé

 

16:00 Kynntar tillögur um starfsemi LEB

Skipað í nefndir: allsherjarnefnd, kjaramálanefnd og velferðarnefnd.

Málum vísað til nefnda

Hvernig geta félög eldri borgara elft starfsemina og aukið áhrif sín?

Framsaga (JVK)

Hópavinna

 

18:00 Niðurstöður hópa

 

18:30 Fundi frestað

 

19:30 Sameiginlegur kvöldverður

Ávarp: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði

Skemmtiatriði á vegum FEB í Hafnarfirði.

 

Miðvikudagur 8. maí

 

09:00 Nefndarstörf

09:45 Nefndir skila áliti

Umræður

Afgreiðsla tillagna

 

10:30 Kaffihlé

 

10:45 Lagabreytingar (JVK, BB)

Umræður

Afgreiðsla tillagna

 

11:30 Kosningar

 1. kosning formanns í 2 ár
 2. Kosning 4 aðalmanna og 3 varamanna í stjórn í 2 ár
 3. Kosning 2 skoðunarmanna ársreikninga LEB og „ Listin að lifa“ og 2 til vara í 2 ár.
 4. Kosning 2 aðalmanna og 2 varamanna í ritnefnd „Listin að lifa“ í 2 ár

12:00   Önnur mál

 

12:30   Fundarslit

 

12:40   Hádegisverður

 

13:30   Skoðunarferð um Hafnarfjörð.

 

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Dagskrá landsfundar LEB samþykkt.

 

 1. Skipun starfshópa landsfundar.

 

Rætt var um skipun formanna starfsnefnda á landsfundi og tilnefnd eru: RS fyrir Velferðarnefnd,   HI fyrir Allsherjarnefnd, og Þórunn Sveinbjörnsdóttir fyrir Kjaramálanefnd og lagt til að AL verði fyrir Kjörbréfanefnd. JVK lagði fram tillögur um hópavinnuna og fulltrúa í hana með dreifingu um landið í huga.

 

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

       Samþykkt.

 

 1. Fundargögn landsfundar.

 

Fundargögn landsfundar eru tilbúin og verða afhent í byrjun landsfundar.

Fundarstjórar verða: Eyjólfur Eysteinsson, gjaldkeri LEB og Erna Fríða Berg FEBH

 

Gestum sem boðið er á landsfund LEB eru:

Halldór Halldórsson form. Sambands íslenskra sveitarfélaga                                                        Elín Björg       Jónsdóttir form. BSRB

Gylfi Arnbjörnsson form. ASÍ.

Jón Kr. formaður FEB í Hafnarfirði mun áður en dagskrá hefst bjóða fundarmenn velkomna og síðan tekur JVK við

 

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Samþykkt

 

 1. Önnur mál.

Þar sem þetta er síðasti stjórnarfundur þessarar framkvæmdastjórnar LEB, þakkaði JVK stjórninni fyrir vel unnin störf, og þakkaði síðan sérstaklega þeim US og SIÁ sem ganga úr stjórn á landsfundi fyrir þeirra starf og gott samstarf. Fundi slitið kl 13:00.

 

Sigurlaug I. Árnadóttir

-fundarritari-