fbpx

FUNDARGERÐ

                                            Framkvæmdastjórnarfundur LEB nr. 260

                                haldinn 23.04. 2013 kl. 10:00 að Sigtúni 42.

Mætt voru: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (JVK), Eyjólfur Eysteinsson (EE), Ragnheiður Stephensen (RS), Sigurlaug Inga Árnadóttir (SIA), Grétar Snær Hjartarson, (GSH), Haukur Ingibergsson (HI) og Anna Lúthersdóttir (AL).

Fjarverandi: Unnar Stefánsson (US) og Guðný Kristinsdóttir (GK).

SIÁ ritaði fundargerð.

JVK setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 1. Fundargerð 258. fundar.

Formaður lagði fram fundargerð 258. fundar framkvæmdastjórnar LEB.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Fundargerðin samþykkt.

 1. Fundargerð 259. fundar.

Formaður lagði fram fundargerð 259. fundar framkvæmdastjórnar LEB.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Fundargerðin samþykkt.

 1. Vinna stjórnar frá fundi 9. apríl 2013.

9. apríl. Viðtal við Emil Guðmundsson vegna ferða og auglýsinga í LAL. Einnig vegna NSK funda.

13. apríl. JVK með ræðu og situr fyrir svörum á fundi hjá Framsóknarflokknum vegna málefna eldri borgara.

17. apríl. JVK með viðtal við Bylgjuna um skoðanakannanir sem mismuna eldri borgurum.

18. apríl. JVK með ræðu og situr fyrir svörum hjá Sjálfstæðisflokknum á Akranesi.

19. apríl. Fundur Velferðarnefndar LEB. RS, BS, JVK.

21. apríl. JVK boðin á fund hjá 60+ á Akureyri.

22. apríl. Vinnufundur Velferðarnefndar LEB á Akureyri.  RS, BS, JVK og Guðný Kristins. Heimsókn í Öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð og síðan hjá Heimaþjónustu Akureyrarbæjar.

Fundur með stjórnum FEB-félaga á Akureyri, Eyjafirði, Dalvík og Grenivík kl.16 sama dag.

Lokið er við ársreikninga LEB og skýrslu stjórnar fyrir landsfund og liggja gögnin frammi á skrifstofu LEB eins og lög LEB segja fyrir um.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Lagt fram til kynningar.

 1. Kröfuganga 1. maí.

Ákveðið að 5 borðar verði bornir í 1. maí göngunni með áherslum sem okkur varðar og munum við útvega borðana og Grétar prikin. Pétur er mjög áhugasamur um gönguna og hefur rætt við fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík um að þátttaka okkar eldri borgara verði hluti af göngu verkalýðsfélaganna ár hvert, að við þurfum hér eftir ekki að sækja um þátttöku í göngunni.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Samþykkt að Grétar og Pétur stjórni undirbúningi.

 1. Undirbúningur landsfundar – fundarstjórar – fundarritarar – kjörbréfanefnd – 2 í ritnefnd LAL.

Lagðar voru fram tillögur um fólk í nefndir fyrir LEB á næsta kjörtímabili og munu þær verða lagðar fram endanlega á næsta stjórnarfundi sem verður 6. maí. Við höfum tilnefnt frá LEB Eyjólf Eysteinsson sem fundarstjóra og Hauk Ingibergsson eða Hildi Harðardóttur sem fundarritara, einnig Önnu Lúthersdóttur og Sigurlaugu I. Árnadóttur í kjörbréfanefnd.

Dagskrá fundarins verður send til formanna félaga í LEB.

 1. Ályktanir til landsfundar.

Ein ályktun hefur borist til viðbótar þeim fjórum sem áður höfðu borist og er hún frá aðildarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum sameiginlega, þ.e.a.s. Bolungarvík, Ísafirði og Önundarfirði og verður hún lögð fram á landsfundinum.

 1. Skipun starfshópa landsfundar.

Rætt var um skipun starfshópa á landsfundi t.d. 6 hópar + flokksstjóri og ritari.  Nánar afgreitt á næsta stjórnarfundi.

 1. Fundargögn landsfundar – Dagskrá – fulltrúar – skýrsla – ársreikningar – tillögur –lagabreytingar.

Verið er að fínpússa öll gögn sem fara á landsfundinn og leita eftir nýju fólki í þær nefndir sem fólk vantar í en LEB-H hefur tilnefnt sem fundarstjóra Fríðu Berg og fundarritara Loft Magnússon, einnig leiðsögumann í skoðunarferð um Hafnarfjörð sem er Gunnar Svavarsson.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Liðir 5, 6, 7 og 8 voru ræddir og samþykktir af framkvæmdastjórninni og haldið verður  áfram að finna fólk í þær nefndir sem við eigum að skipa í.

 1. Önnur mál.

 1. Ingrid Khulman hefur sent frá sér bráðabirgðaskýrslu um „Framtíðarþing um farsæla öldrum“ sem haldin var í vor í Reykjavík.

 1. Fulltrúar okkar í Velferðarnefndinni sem fóru til að skoða og kynna sér stöðuna í öldrunarmálum á Akureyri 22. apríl, þær RS, BS og JVK, munu gera skýrslu um ferðina og leggja hana fram síðar.

 1. JVK sagði frá því að Emil Guðmundsson hafi útvegað góða fyrirgreiðslu í sambandi við ferðalög sem eru á næstunni hjá LEB.

 1. Borist hefur tilkynning um boð til Póllands á umræðu- og vinnuviku þar í landi dagana 14.-20. júlí. Að vikunni stendur „Krzyova“ stofnunin í Póllandi, sem stuðlar að bættri sambúð í Evrópu og nýtur stuðnings Grundtvigs-áætlunarinnar. Þema vikunnar er hlutverk tónlistar í þjóðfélaginu og í lífi þátttakendanna. Til vikunnar er boðið fólki 18 ára og eldri frá 27 Evrópusambandsríkjum og fólki frá þeim ríkjum sem eiga aðildarumsókn að sambandinu og Efta-ríkjunum. Allur kostnaður er greiddur af Símenntunar-áætlun þeirri sem kennd er við Grundtvig. Fundurinn fer fram á ensku.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Stjórnin ákvað eftir ábendingu frá HI að fela honum að leita eftir frekari upplýsingum um námskeiðið.

JVK þakkaði fyrir góðan fund og boðaði næsta fund mánudaginn 6. maí að Flatahrauni 3 í Hafnarfirði kl. 11:00.

Fundi slitið kl:13:15.

Sigurlaug I. Árnadóttir

-fundarritari-