FUNDARGERÐ
Framkvæmdastjórnarfundur LEB nr. 259
haldinn 09.04. 2013 kl. 10:00 að Sigtúni 42
Mætt voru: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (JVK), Unnar Stefánsson (US), Eyjólfur Eysteinsson (EE), Ragnheiður Stephensen (RS), Sigurlaug Inga Árnadóttir (SIA), Haukur Ingibergsson (HI), Anna Lúthersdóttir (AL) og Grétar Snær Hjartarson (GSH).
Fjarverandi: Guðný Kristinsdóttir (GK).
SIÁ ritaði fundargerð.
JVK setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Þetta gerðist:
-
Fundargerð 258. fundar.
Formaður lagði til að fresta fundargerð síðasta fundar til næsta stjórnarfundar.
Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:
Samþykkt.
-
Vinna formanns, stjórnar og framkvæmdastjóra LEB frá 12. mars – 9. apríl 2013.
14. mars. Samtök fyrirtækja i heilbrigðisþjónustu með ráðstefnu um heilbrigðismál. JVK, US og RS mæta. Björn Zoëga taldi að þrátt fyrir niðurskurð þá stæðum við vel í alþjóðlegu tilliti. Deilt var á að hjúkrunarheimili fengju ekki þjónustusamning við ráðuneytið. Mikill niðurskurður þar. Ágreiningur um lífeyrisskuldbindingar.
18. mars. Velferðarnefnd LEB. RS, JVK, BS. Farið yfir ályktanir velferðarnefndar til landsþings.
18. mars. Ritnefnd LEB. JVK, BS, GSH og tveir frá Sökkólfi. Rætt efni næsta blaðs sem kemur út um miðjan maí.
19. mars. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu boða samráðsfund með LEB. JVK og RS mæta. Við afhentum samþykkt frá síðasta landsfundi um stefnu LEB varðandi hjúkrunarheimili og vinnufatnað starfsfólks. Því verður dreift til allra hjúkrunarheimila innan samtakanna. Kynntum þeim frumvarpið um almannatryggingar. Sögðum frá helstu stefnumálum okkar.
21. mars. Aðalfundur FEBDOR í Króksfjarðarnesi. JVK með skýrslu um starf LEB.
25. mars. Enn kemur krafa frá SagaZ, haft samband við Borgþór Kjærnested. Munum hittast eftir páska.
27.-30. mars. JVK vinnur að skýrslu stjórnar fyrir landsfund og skrifar blaðagrein um kjaramál og almannatryggingafrumvarpið. Sendir 1. apríl í MBL.
Fundir hafa verið 2svar í velferðarvaktinni og hefur US mætt.
-
apríl. Fundur með Borgþóri Kjærnested, Kristjáni Stefánssyni lögmanni, ásamt GSH og JVK um SagaZ málið. Kristján tekur að sér að skrifa bréf til fyrirtækisins og spyrja um gögn fyrir kröfunni sem send hefur verið í heimabanka LEB kr. 289.000+ vsk. Jafnframt að óska eftir að krafan verði dregin til baka meðan verið sé að skoða málið.
-
apríl. Læknafélag Íslands með ráðstefnu um heilbrigðismál. Læknar og stjórnmálamenn. JVK mætir. Ljóst að mikið vantar á að heilsugæslan sé fullnægjandi á höfuðborgarsvæðinu. Vantar 14 nýja heilsugæslulækna árlega næstu 10 ár til að fullnægja þörf á landinu. Alls staðar vöntun, stór hluti lækna orðinn 60-67 ára. Mörg mál óleyst í kerfinu bíða kosninga. Allmikið rætt um fjölgun aldraðra.
-
apríl. Fundur í velferðarnefnd LEB. Mættar eru RS, BS, JVK. Farið yfir ályktanir til landsfundar. Nefndin hefur ákveðið að fara til Akureyrar til að kynna sér þjónustumál þar, en Akureyri hefur í mörg ár verið með samþætta heimahjúkrun og heimilishjálp. Auk þess sem ýmsar nýjungar eru þar á döfinni í rekstri hjúkrunarheimila.
-
apríl. Fundur í starfshópi um endurskoðun almannatrygginga. JVK mætir.
Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:
Lagt fram til kynningar.
3. Fundargerð þjónustunefndar (velferðarnefndar) frá 22.01.2013
12. fundur þjónustunefndar LEB eftir Landsfund 2011 haldinn 18. mars 2013 kl. 10:00 í Sigtúni 42.
Mættar voru: Ragnheiður Stephensen, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Bryndís Steinþórsdóttir.
-
Fundur settur og fundarmenn boðnir velkomnir.
- Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.
- Dagskrá fundarins:
Svör sveitarfélaga sem hafa svarað fyrirspurnum um heimsendingu matarbakka og aðra þjónustuþætti. Ragnheiður hefur unnið greinargott yfirlit frá þeim sem sent hafa svör. Svör eru komin frá Reykjavík, Garðabæ, Mosfellsbæ og Kópavogi. Eftir eru: Akureyri, Hafnarfjörður og Reykjanesbær. Sjá meðf. svarblöð. Þegar komin eru svör frá öllum sveitarfélögunum verða þau borin saman og ályktanir gerðar fyrir aðalfundinn.
- Formaður afhenti Tillögur velferðarnefndar til landsfundar LEB til yfirlestrar. Þær verða sendar til stjórnar LEB 8. eða 9. apríl nk.
-
Leggja þarf áherslu á að eldri borgarar séu með í ráðum og nefndum sem fjalla um þá og þeirra málefni.
-
Auðvelda þarf aðgengi að læknisþjónustu. Kvartanir hafa borist um langa biðtíma eftir þeirri þjónustu. Einnig að erfitt sé að ná í læknastofur í síma og að símaviðtal við lækna fáist ekki fyrr en eftir marga daga.
-
Ath. að allir sem þjóna öldruðum þurfa að sýna vinnuveitendum sakavottorð og hafa viðurkennda hæfni og þekkingu til að þjónusta við aldraða beri árangur og veiti gagnkvæmt traust.
Rætt var um möguleika á heimsókn til Akureyrar, þar sem rætt verður m.a. við forstöðufólk
þjónustu við aldraða og nýja dvalarheimilið skoðað.
Fleira gerðist ekki á fundinum. Fundi slitið.
Bryndís Steinþórsdóttir
fundarritari.
Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:
Lagt fram til kynningar.
-
Tillögur frá velferðarnefnd til framkvæmdastjórnar LEB vegna landsfundar
RS skýrði tillögurnar sem velferðarnefnd leggur fram á Landsfundi LEB þar sem m.a. velferðarráðherra er hvattur til að beita sér fyrir því að breyta og endurskoða lög um málefni aldraðra um leið og málefni þeirra flytjast frá ríki til sveitarfélaga. Móta þarf heildstæða stefnu í málefnum aldraðra og jafnframt verði greiðslufyrirkomulag hjúkrunarheimila endurskoðað. Fólk haldi fjárhagslegu sjálfræði sínu þegar það flytur inn á hjúkrunarheimili, greiði húsaleigu, fæði og aðra grunnþjónustu. Ríki eða sveitarfélög greiði fyrir umönnunarþáttinn og vasapeningar verði aflagðir. Að búsetuúrræðum verði fjölgað og þjónustusamningur verði gerður við öll hjúkrunarheimili og fylgt eftir að þau uppfylli íslensk gæðaviðmið, einnig að öldruðum sem búa heima og þurfa á heimaþjónustu að halda bjóðist sá valkostur að fá persónulega notendastýrða þjónustu NPA.
Landsfundur skorar á velferðarráðherra að beita sér fyrir því að stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra.
Að embætti landslæknis hugi að næringarbúskap aldraðra og tekið sé mið af
manneldismarkmiðum Íslendinga í fæðuvali á hjúkrunarheimilum, þjónustumiðstöðvum og í heimsendum máltíðum. Að efla framboð á heilsurækt fyrir aldraða, að aldraðir geti notið tannlæknaþjónustu reglulega á viðráðanlegu verði og bregðast þarf við breyttum áherslum í sambandi við tannheilsu aldraðra.
Að rannsaka algengi ofbeldis gagnvart öldruðum hér á landi.
Að hlutast til um að styrkur til kaupa á heyrnartækjum verði hækkaður og þau fáist á viðráðanlegu verði.
Mikilvægt er að efla heilsugæslu og aðra grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins úti um allt land.
Þessar tillögur ásamt rökstuðningi verða síðan lagðar fram á Landsfundi LEB ef stjórnin samþykkir..
Afgreiðsla framkvæmdastjórnar :
Tillögurnar ræddar og samþykktar. EE hrósaði velferðarnefndinni sérstaklega fyrir vel unnin störf.
5. Umsögn um frumvarp um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning.
Þingskjal 1116-636. mál.
LEB lýsir yfir ánægju með að frumvarp um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning skuli loks vera komið fram á Alþingi, en lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna þess að það kom svo seint fram að ekki tókst að afgreiða það fyrir þinglok. Við leggjum áherslu á að það verði tekið fyrir á vorþingi og að frumvarpið verði að lögum 1. júlí 2013. Fari svo að það náist ekki og frumvarpið taki ekki gildi fyrr en 1. jan. 2014 þá leggjum við til að þær áætlanir um skerðingarhlutföll sem sett eru fram í bráðabirgðaákvæði taki þá gildi eins og þar er lagt til, þ.e. 70% frá 1. jan. 2014. Einnig að upphæðir lífeyris í frumvarpinu verði þá færðar upp að því sem er nú samkvæmt gildandi lögum. Jafnframt viljum við taka fram að með þessu frumvarpi er ekki tekið á því að lagfæra þær skerðingar á lífeyri sem eldri borgarar hafa orðið fyrir frá árinu 2009, og minnum við á bókun fulltrúa LEB í endurskoðun almannatrygginga um það mál. Við teljum að samhliða þessu frumvarpi eigi að setja inn upphæð samsvarandi grunnlífeyri uppreiknuðum frá 1. júlí 2009, sem sé óháður öllum skerðingarákvæðum. Með bráðabirgðaákvæði í lögunum mætti gera það í áföngum. Einnig viljum við að talað sé um eftirlaunaþega en ekki ellilífeyrisþega.
Athugasemdir við einstakar greinar:
11. gr. Þar er sagt að greiðslur úr séreignarsjóði skuli ekki teljast til tekna við útreikning bóta, og er það eins og verið hefur. Í athugasemdum með þessari grein er hins vegar sagt að stefnt skuli að því að séreignarsparnaður sé jafnsettur öðrum sparnaði þannig að greint verði á milli höfuðstóls og ávöxtunar hans. Við vörum við því að breyta þeim ákvæðum sem í dag gilda um séreignarsparnað. Við teljum að nægilega hafi verið þrengt að fólki með alls kyns skerðingarákvæðum vegna tekna. Það mun ef af verður leiða til þess að fólk tekur út fyrirfram eða flytur séreignarsparnað sinn úr landi með tilheyrandi afleiðingum fyrir fjármálakerfið.
12. gr. Þar leggjum við til að greinin verði svohljóðandi: Þeir sem uppfylla skilyrði fyrir greiðslu ellilífeyris skv. 1. mgr. 9. gr. geta frestað töku lífeyris allt til 72 ára aldurs og öðlast með því rétt til hækkunar vegna frestunarinnar. Frestunin tekur til ellilífeyris skv. 9. og 10. gr. Með því öðlast þeir hækkun bóta um 0,5% fyrir hvern frestunarmánuð fram til 72 ára, eða að hámarki 30%.
Rökstuðningur: Í skýringum með þessari grein í frumvarpinu má skilja að fólk þurfi að uppfylla skilyrði til greiðslu ellilífeyris m.ö.o. vera tekjulítið til þess að geta frestað töku lífeyris. Það er því óljóst hvort fólk þurfi að hætta að vinna til að ávinna sér þennan rétt. Einnig virðist sem það megi ekki taka út greiðslur úr lífeyrissjóðum á þessu 5 ára tímabili. Og það teljum við algjörlega óásættanlegt.
31. gr. til 42.gr. Í þessum greinum eru ákvæði um greiðslur vegna heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Stöðvun lífeyrisgreiðslna vegna dvalar á stofnun. Þar er enn verið að taka allt sjálfræði og fjárræði af því fólki sem fer á dvalar- eða hjúkrunarheimili til langdvalar og því síðan skömmtuð smáupphæð í ráðstöfunarfé. Landssamband eldri borgara hefur lagt til að þessu greiðslufyrirkomulagi verði breytt enda hér um stjórnarskrárbrot að ræða. Fólk á að halda sínum tekjum og greiða síðan af þeim fyrir húsnæði, fæði og lyf. Umönnunarkostnað og hjúkrun á að greiða alveg eins fyrir eldri borgara sem yngri af hálfu opinberra aðila.
115. gr. Greinin byrji þannig: Alþingi setji á hverju ári fram tiltekna upphæð lágmarksframfærslu til hliðsjónar við ákvörðun fjárhæða og taki þá mið af útreiknuðum framfærslukostnaði.
Rökstuðningur: Það er löngu tímabært að Alþingi ákveði hver skuli vera lágmarksframfærsla hér á landi og taki mið af því við ákvörðun eftirlauna lífeyrisþega.
Að lokum viljum við koma því á framfæri við vinnslu þessa frumvarps hvort ekki þurfi að vera heimild í lögum fyrir því að þegar annað hjóna fær færni- og heilsumat og flytur á hjúkrunarheimili, þá skuli heimilið bjóða hinum aðilanum að dvelja þar líka, ef hann óskar þess, samkvæmt nánara samkomulagi. Hugsanlega má setja nánari ákvæði um þá útfærslu í reglugerð.
Samantekið af Jónu Valgerði Kristjánsdóttur. 30. mars 2013.
Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:
Samþykkt að senda umsögnina til Alþingis.
6. Fjármál – ársreikningar LEB 2011 og 2012.
Lokið er við að lagfæra þær breytingar sem gera þurfti á reikningum LEB og munu reikningarnir liggja frammi á skrifstofu LEB.
Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:
Stjórnin samþykkir reikningana og undirritar þá.
-
Bréf frá NSK um stjórnarfund í maí.
Fundurinn verður haldinn í Finnlandi en ekki er komin dagskrá. Þó er vitað að þarna verða ýmis álitamál rædd, t.d. ráðning starfsmanns í Brussel. LEB sendir einn mann á fundinn.
Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:
Samþykkt að Jóna Valgerður formaður verði fulltrúi okkar í Finnlandi.
- Ályktanir frá FEB-félögum og nefndum LEB fyrir landsfund.
Komnar eru til LEB ályktanir frá fjórum félögum innan LEB sem lagðar verða fram á landsfundinum. Má segja að í öllum eru lagðar mestar áherslur á að stjórnvöld standi vörð um kjör eldri borgara, skerðingum mótmælt og embætti umboðsmanns aldraðra stofnað.
Þeir sem sent hafa inn ályktanir eru: FEB-Selfoss, FEB-Hafnarfjörður, FEBDOR og kjaramálanefnd LEB, fleiri ályktanir munu vera á leiðinni.
Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:
Samþykkt að bera upp þessar ályktanir á landsfundinum.
-
Kosning fulltrúa í Öldrunarráð Íslands.
Helgi Hjálmsson sem verið hefur fulltrúi okkar í Öldrunarráði fyrir LEB hættir nú og er það tillaga stjórnar að Jóna Valgerður formaður verði fulltrúi okkar í ráðinu.
Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:
Samþykkt og HI benti á að fulltrúi okkar í Öldrunarráði ætti að geta komið ýmsum málum okkar fram þar.
- Kröfuganga 1. maí.
Allir sammála um að fara í kröfugönguna og mun Pétur Maack hafa umsjón með tilhöguninni, s.s. fánum og er með tillögu um ný slagorð. Samþykkt að láta gera tvo fána til viðbótar. Með slagorðum: VIÐ ERUM ELDRI BORGARAR – ÖRYGGI Á EFRI ÁRUM.
- Önnur mál.
-
Sagt var frá málþingi: Geðheilsa eldri borgara 11. apríl. RS fer á fundinn.
-
JVK, RS og Bryndís Steinþórsdóttir aðalmenn úr Velferðarnefnd LEB, fara til Akureyrar til að kynna sér mál og sjá húsnæði eldri borgara þar.
-
Næsti fundur 23. apríl.
JVK þakkaði góðan fund og boðaði næsta fund þriðjudaginn 23. apríl kl. 10:00 að Sigtúni 42.
Fundi slitið kl.:13:15.
Sigurlaug I. Árnadóttir fundarritari