fbpx

FUNDARGERÐ

                                            Framkvæmdastjórnarfundur LEB  nr. 258

                                haldinn 12.03.2013. kl. 10:00 að Sigtúni 42.

Mættir: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (JVK), Unnar Stefánsson (US), Eyjólfur Eysteinsson (EE), Ragnheiður Stephensen (RS), Haukur Ingibergsson (HI), Anna Lúthersdóttir (AL) og Grétar Snær Hjartarson (GSH).

Fjarverandi: Sigurlaug Inga Árnadóttir (SIA) og Guðný Kristinsdóttir (GK).

HI og US rituðu fundargerð í forföllum SIA.

JVK setti fundinn og  bauð fundarmenn velkomna.

  1. Fundargerð 257. fundar.

Formaður lagði fram fundargerð 257. fundar framkvæmdastjórnar LEB.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Samþykkt

  1. Vinna formanns, stjórnar  og framkvæmdastjóra LEB frá stjórnarfundi 19. feb. – 12. mars 2013.

19. feb. Fundur hjá Sjúkratryggingum um stefnumál. JVK og RS mæta. Spurt um áherslur LEB, rætt um lyfjakostnað, frekari samvinnu o.fl.

20. feb. Öldrunarráð. Rætt um framtíðarþing. US mætir.

21. feb. Velferðarnefnd LEB.  JVK ,RS, BS mæta.

25. feb. Fjármálanefnd LEB um ársreiking. GSH, EE, HI.mæta.

27.feb. Öldrunarráð, fundur. US mætir. Einnig Velferðarvaktin, fundur. US mætir.

26. feb. Fundur í Velferðarráðuneyti um samning. JVK, HI. EE, mæta. Gengið frá samningi til tveggja ára milli LEB og ráðuneytis um verkefni og fjármagn til starfsemi LEB. Þar er verulegum árangri náð í samskiptum við ráðuneytið sem skapar meiri festu og öryggi í fjármögnun LEB og hlutverki LEB gagnvart ráðuneytinu.

2. mars. Aðalfundur FEBAN Akranesi. JVK mætir og flytur ávarp, segir frá starfi LEB og endurskoðunarnefnd almannatrygginga.

4. mars. Fundað um landsfundargögn til útsendingar. GSH, JVK, HI mæta. GSH mun ganga frá gögnum í póst næsta dag.

5. mars. Fundur í endurskoðunarnefnd almannatrygginga. JVK mætir. Frumvarpinu útbýtt.

5. mars. RUV tekur sjónvarpsviðtalviðtal við JVK um heimaþjónustu fyrir aldraða o.fl.

7. mars. Þjóðfundur á vegum Öldrunarráðs, LEB og fleiri aðila, “Framtíðarsýn um farsæla öldrun” í Ráðhúsi RVK kl 16:30. Stjórnarmenn LEB mæta. Í framhaldi verður gerð skýrsla um niðurstöður þingsins.

9. mars. Aðalfundur FEB Suðurnesjum í Keflavík. JVK mætir og flytur ávarp.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Lagt fram til kynningar.

  1. Frumvarp um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning

JVK gerði grein fyrir fundi í endurskoðunarnefnd almannatrygginga og lagði fram drög að frumvarpi til laga byggt á tillögum nefndarinnar. Hún fór yfir nokkra þætti í efni frumvarpsins, greinargerðinni sem með því fylgir og umsögn Fjármálaráðuneytisins um kostnað við framkvæmd þess.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Lagt fram til kynningar.

  1. Nýtt lyfjagreiðslukerfi – kynning Sjúkratrygginga

Á fundinn komu Guðrún Björg Elíasdóttir, Heiðar Örn Árnason og Margrét Rósa Kristjánsdóttir starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands og kynntu nýtt lyfjagreiðslukerfi sem ganga mun í gildi í byrjun maí. Þau fóru yfir helstu ástæður þess að ráðist sé í þessar breytingar, hvernig staðið er að framkvæmd þeirra og hvaða áhrif þæri muni hafa. Megináhrifin séu að útgjöld þeirra sem hafa mikinn lyfjakostnað muni lækka og útgjöld þeirra sem hafa lítinn lyfjakostnað muni hækka. Sýndu þau ýmis dæmi um áhrif breytinganna sem ná á sama hátt til eldri borgara og annarra landsmanna. Að lokinni kynningu svöruðu fulltrúar Sjúkratrygginga spurningum stjórnarmanna og JVK þakkaði þeim vandaða kynningu.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Framkvæmdastjórnin felur framkvæmdastjóra að senda kynningarefnið formönnum allra aðildarfélaga landssambandsins og að mælast til þess að félögin kynntu það félagsmönnum sínum, m.a. á fundum eða með því að senda það einstökum félagsmönnum. Einnig var bent á að Sjúkratryggingar gætu fengið pláss til kynningar í LAL sem kemur væntanlega út í lok apríl.

  1. Ársreikningar LEB

EE, HI og GSH lögðu fram drög að ársreikningum LEB fyrir árin 2011 og 2012. Farið var yfir ársreikningana og niðurstöður og skýringar einstakra rekstrarliða.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

EE, HI og GSH var falið að ganga frá ársreikningum fyrir næsta fund stjórnar þar sem þeir yrðu undirritaðir.

6. Könnun Evrópusamtaka aldraðra vegna árs aldraðra 2012

US kynnti efni bréfs sem borist hafði frá NSK, þar sem Siw Warstedt mælist til þess að hvert og eitt landssambandanna á Norðurlöndum láti Evrópusamtökum aldraðra í té efni til notkunar við mótun stefnu samtakanna í málefnum aldraðra. Jafnframt er þess óskað að gerð sé grein fyrir ráðstöfunum, sem ríkisstjórn hvers ríkjanna hefði gert í tilefni af ári aldraðra 2012 að því er snertir jákvæðar tillögur í mótun stefnu í málefnum aldraðra, ráðstafanir til að draga úr fátækt, í atvinnumálum aldraðra og til eflingar kerfi félagslegs öryggis. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um það sem horft hefði í neikvæða átt að því er sömu atriði varðar. Ennfremur er óskað upplýsinga um misbrest á því að miðað hefði í þá átt að ná markmiðum Evrópuársins að því er snertir virkni og heilbrigða öldrun, meira traust milli kynslóða og mótun umhverfis sem er öldruðum vinsamlegra. Í erindi Evrópusamtaka aldraðra er bent á sérsíður hvers aðildarríkis varðandi svör við hliðstæðum fyrirspurnum. US kvaðst hafa leitað að slíku efni og við þá leit komið í ljós að Noregur, sem ekki er í Evrópusambandinu, er ekki á slíkri sérsíðu. Það væri því álitamál, hvort leggja skuli vinnu í að leggja til svar við þessari fyrirspurn, ef  horfur væru á að ekkert væri gert með það efni, sem frá Íslandi kæmi, frekar en frá Noregi. US kvaðst þó reiðubúinn að taka saman efni sem  nota mætti sem svar við spurningum Evrópusamtaka aldraðra, ef stjórnin teldi það ómaksins virði.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

JVK  mun inna fyrirspyrjandann Siw Warstedt eftir því hvort hún telji ástæðu til að LEB leggi í vinnu við að svara erindinu með því að Ísland er ekki í Evrópusambandinu eins og Danmörk, Finnland og Svíþjóð.

7. Ráðstefna um fjármögnun heilbrigðisþjónustu 14. mars

JVK kynnti ráðstefnu sem Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu efna til á Grand hótel fimmtudaginn 14. mars um fjármögnun heilbrigðisþjónustu og lagð fram auglýsingu með dagskrá ráðstefnunnar.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Ráðstefnan verði kynnt aðildarfélögum LEB með hefðbundnum hætti.  JVK og RS ætla að mæta á ráðstefnuna og e.t.v fleiri stjórnarmenn.

8. Ályktanir fyrir landsfund LEB

Rætt var um efni sem ástæða væri til að leggja til að landsfundurinn 7.-8. maí ályktaði um. Þar var  m.a. rætt um frumvarp til laga um ný almannatryggingalög, um lífeyrismál og lífeyrissjóði, um nýtt lyfjagreiðslukerfi Sjúkratrygginga og um stofnun embættis umboðsmanns aldraðra.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Framkvæmdastjórnin undirbýr á næsta fundi sínum ályktanir sem hún telur rétt að leggja fram á landsfundinum. JVK hefur haft samband við kjaranefnd og velferðarnefnd um ábendingar frá þeim vegna ályktana fyrir landsfund.

9. Flutningur á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélaga

EE hreyfði því hvort ekki væri ástæða til að kynna á landsfundinum 7.- 8. maí stöðu mála varðandi flutning á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélaga.

Afgreiðsla framkvæmdastjórnar:

Framkvæmdastjórnin tók undir það og taldi rúm fyrir slíka kynningu í dagskrá fundarins.

10. Næsti stjórnarfundur

Næsti reglulegur fundur framkvæmdastjórnar var ákveðinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 10.00.

Fundi slitið kl. 12.40

Fundargerð rituðu HI og US í forföllum SIA.