Á þessari síðu getur þú nálgast ýmsan fróðleik varðandi svefn og svefnlyf.

Sofðu vel án svefnlyfja

Hefur þú áhuga á að fræðast um það sem svefnsérfræðingar mæla með til að öðlast góðan nætursvefn?

  • Skortir þig þekkingu á því hvernig svefnlyf geta haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu þína?

  • Vekur hugmyndin um að hætta á svefnlyfjum þér kvíða?

Þá er Sofðuvel fyrir þig!

Um Sofðu vel
Algengar spurningar

Ef þú hefur spurningar um svefninn þinn og svefnlyf eftir lestur á þessari síðu, eða vilt gera breytingar hjá þér (til dæmis minnka eða hætta alveg notkun svefnlyfja), mælum við með að þú hafir samband við heilbrigðisstarfsmann (t.d. lækni, lyfjafræðing, hjúkrunarfræðing eða sálfræðing).

Fyrirvari

Sofðuvel og allt fræðsluefni átaksins er EKKI ætlað til að greina svefnvandamál og fræðsluefnið kemur ekki í staðinn fyrir umönnun og ráðleggingar heilbrigðisstarfsmanna vegna svefnvandamála eða vegna annars heilsufarsvanda.

Ræddu við heilbrigðisstarfsmann ef þú hefur spurningar eða áhyggjur vegna svefnvanda og hvernig taka má á honum.

HAM-S

HAM-S hefur 5 meginstoðir:

Svefnvenjur, stjórn, svefnþörf, slökun og hugsanir.  

Það er farið yfir þær í bæklingnum:

Að endurheimta gæðasvefn.

Svefnvenjur
Svefnþörf
Stjórn
Slökun
Hugsanir
Svefnvenjur tékklisti PDF
Svefndagbók PDF

Að endurheimta gæðasvefn

Byrjaðu á að kanna þekkingu þína með bæklingnum Að endurheimta gæðasvefn. Hér eru gagnlegar síður sem þú þarft til að skrá upplýsingar um svefninn. Þú gætir haft gagn af því að fara yfir upplýsingarnar oftar en einu sinni.

Bæklingurinn á PDF formi

Hvað veistu um svefnlyf?

Byrjaðu á því að kanna þekkingu þína í bæklingnum Hvernig má hætta á svefnlyfjum. Við hvetjum þig til að gera athugasemdir beint í bæklinginn á meðan þú lest hann.

Bæklingurinn á PDF formi

Svefnreiknivél

Farðu inn á svefnreiknivélina sem Sleepwell í Kanada hefur sett upp til að áætla svefntíma.

Athugaðu að :  

PM þýðir eftir hádegi (nær frá hádegi til miðnættis) 

AM þýðir fyrir hádegi (nær frá miðnætti til hádegis) 

Svefnreiknivél

Hægt er að sjá upplýsingar á ensku frá Kanadíska verkefninu Sleepwell hér

Úrræði tengd HAM-S

Hugræn atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) 

Svefnnámskeið Heilsubrúar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Samstarfsverkefni Betri svefns, Heilbrigðisstofnunar Höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Um er að ræða vefmeðferð Betri svefns sem er 6 vikna meðferð við svefnleysi, ásamt 6 vikna eftirfylgd. Ræddu við heilsugæsluna þína um hvort hægt er að fá tilvísun í þessa meðferð.

Upplýsingar um Prescriby

Aðstoð við að hætta að nota svefnlyf (niðurtröppun).

Hægt er að fá aðstoð við niðurtröppun hjá þínum lækni. Ef lyfjafræðingur starfar á heilsugæslustöðinni getur hann einnig veitt slíka aðstoð. Hins vegar eru lyfjafræðingar ekki starfandi á öllum heilsugæslustöðvum, þannig að fyrirkomulagið getur verið mismunandi eftir staðsetningu. Talaðu við heilsugæsluna þína um aðstoð.

Prescriby móttakan býður upp á persónusniðna niðurtröppunarþjónustu fyrir fólk á öllum aldri frá öllum landshlutum. Þau búa yfir reynslumiklum klínískum lyfjafræðingum og lækni sem sérhæfa sig í niðurtröppunum lyfja. Þú getur fengið tilvísun á móttökuna frá heilsugæslu, spítala, apótekum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki.

Verkefnið Sofðuvel

Til að vekja athygli á hættum svefnlyfja fyrir eldra fólk var Landssamband eldri borgara í samstarfi við Önnu Birnu Almarsdóttur prófessor við Kaupmannahafnarháskóla ásamt aðilum úr heilbrigðiskerfinu um að setja af stað herferð undir nafninu „Sofðuvel“.

Átakinu var ætlað að fræða um skammvinn áhrif svefnlyfja og hætturnar af notkun þeirra.

Efnið hér fyrir ofan á síðunni er afrakstur þessa átaks.

Hægt er að leita sér nánari upplýsinga um svefnheilsu og hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem hyggjast bæta svefninn með HAM-S.

Hér eru einnig vísanir í úrræði til að trappa sig út úr svefnlyfjanotkun.

Alma Möller, heilbrigðisráðherra hleypir verkefninu af stað í mars 2025

Anna Birna Almarsdóttir, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og verkefnisstjóri Sofðuvel

Anna Birna Almarsdóttir

Prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og verkefnisstjóri Sofðuvel