„Ofbeldi gegn öldruðum er skilgreint sem einstök eða endurtekin athöfn eða skortur á athöfn sem á sér stað í sambandi þar sem traust á að vera ríkjandi og veldur hinum aldraða skaða eða andlegri þjáningu“

(WHO, 2002)

Þarftu aðstoð?

Ef þú ýtir á hnappinn hér fyrir neðan sérðu upplýsingar af síðu Neyðarlínunnar um ýmis úrræði sem eru til staðar ef þig vantar ráðgjöf. Það getur bæði verið vegna þín eða einhvers sem þú þekkir. Það skiptir ekki máli hversu langt er síðan ofbeldið átti sér stað. Þú getur alltaf fengið hjálp.

Aðstoð vegna ofbeldis

112

NEYÐARLÍNAN


Tegundir ofbeldis

Sjá nánar um tegundir ofbeldis

Netsvik eru líka ofbeldi. Svikahrappar finna stanslaust nýjar leiðir til að stela fjármunum eða persónulegum upplýsingum í gegnum internetið. Oft nýta netglæpamenn sér það að eldra fólk hefur minni reynslu af tækni. Mikilvægt er fyrir alla að vera á varðbergi og muna að ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt.

Sjá nánar um netöryggi

Netsvik

Nánar um ofbeldi gegn eldra fólki

Ástarsvik eru að vera æ algengari í nútímasamfélagi. Oft eru ástarsvik mikið feimnismál, því fólk skammast sín fyrir að hafa látið gabbast. Hinsvegar er hægt að koma í veg fyrir það ef við erum meðvituð um aðferðir við ástarsvik.

Ástarsvik

Sjá nánar um ástarsvik

Mikilvægt er að muna að eftirfarandi einkenni geta verið vegna sjúkdóma, lyfja eða fjárhags. Þegar þessi einkenni eru óútskýranleg þá geta þau verið merki um ofbeldi.

  • Breyting á samskiptum við fjölskyldu og vini.

  • Hræðsla eða kvíði sem var ekki til staðar fyrir.

  • Líkamleg meiðsli og áverkar, þar með talið ómeðhöndluð legusár og blæðingar.

  • Reikningar í vanskilum þrátt fyrir að nægjanlegt fjármagn sé til staðar.

  • Skortur á hreinlæti.

  • Skortur á nauðsynlegum búnaði, eins og göngugrind, gleraugu, heyrnartæki og svo framvegis.

  • Stórar úttektir úr hraðbanka eða millifærslur í heimabanka.

  • Vannæring og þyngdartap.

Merki um ofbeldi gegn eldra fólki


Ofbeldi gegn eldra fólki er alþjóðlegur vandi


Aldraðir skynja ofbeldi á annan hátt en yngra fólk


Fjárhagslegt ofbeldi gegn öldruðum


Myndbönd frá Neyðarlínunni

Skortur á virðingu og vanræksla eru líka ofbeldi

Birtingarmyndir ofbeldis

„Ég veit ekki hvort ég á heima hérna…“
Einstaklingar sem leita til Bjarkarhlíðar eru alls konar en öll eiga þau sameiginlegt að hafa sætt ofbeldi og vilja vinna með afleiðingar þess. Birtingarmyndir ofbeldis eru ólíkar og öll sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eiga heima í Bjarkarhlíð.

Samstarfsaðilar

Í Bjarkarhlíð er boðið upp á samhæfða þjónustu samstarfsaðila á einum stað; einstaklingsviðtöl, lögfræðilega ráðgjöf, félagslega ráðgjöf og stuðning.

Lögreglukona er á staðnum og veitir upplýsingar um ferli mála í réttarvörslukerfinu og kemur málum í farveg innan lögreglunnar.

Lágþröskuldaþjónusta

Bjarkarhlíð er lágþröskuldaþjónusta og ekki þarf tilvísun til að koma í fyrsta viðtal. Ráðgjafi tekur greiningar- og móttökuviðtal við þjónustuþega þegar þeir koma í Bjarkarhlíð. Venjan er að þjónustuþegi hitti ráðgjafann í 1-3 skipti og í framhaldinu er þjónustuþega boðinn áframhaldandi stuðningur og ráðgjöf hjá þeim aðilum sem best þykja til þess fallnir að vinna með afleiðingar þess ofbeldis sem hann hefur orðið fyrir.

Málþing LEB um ofbeldi