Langar þig að hitta fólk og njóta samvista við aðra?
Ertu einmama eða viltu gefa af þér?
Mörg félög og félagasamtök bjóða upp á samveru þar sem fólk getur hist og notið félagsskapar eða stuðnings
Rauði krossinn á Íslandi
Félagsleg verkefni – Vinaverkefni Rauða krossins
Félagsleg tengsl, stuðningur og samvera hafa mjög mikil áhrif á heilsu og vellíðan.
Vinaverkefni Rauða krossins miðar að því að styrkja félagslega þátttöku einstaklinga og hópa og draga úr félagslegri einangrun.
Verkefnið er aðlagað að þörfum þátttakenda og reynt er að koma til móts við óskir eftir bestu getu.
Hittingar geta t.d. verið í formi: heimsókna, gönguferða, samveru með kaffibolla, spjalls í síma, samveru með hundi þar sem boðið er upp á hlýja nærveru og gott spjall
Þarft þú félagslega virkni?
Þeir sem óska eftir þátttöku fá sjálfboðaliða í heimsókn einu sinni í viku í eitt ár.
Sjálfboðaliðar eru bundnir ströngum trúnaði og virða friðhelgi og persónulegar aðstæður þátttakenda.
Vilt þú verða sjálfboðaliði?
Hlutverk sjálfboðaliða er að veita félagsskap, nærveru og hlýju
Sjálfboðaliðar mæta einstaklingum með opnum huga og virðingu.
Þátttaka í verkefni
· Sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum
· Hitta gestgjafa 1x í viku í 12 mánuði
· Útfæra hittinga í samráði við gestgjafa, t.d.:
o Spjall eða spil á heimili
o Menningarviðburðir
o Hreyfing og útivera
o Kaffihús eða annað sem hentar báðum
Allir sjálfboðaliðar eru bundnir trúnaðar- og siðareglum Rauða krossins.
Sækja um þátttöku eða sjálfboðastarf:
Hægt er að sækja um bæði á heimasíðu Rauða krossins:
Vinaverkefni - Rauði krossinn á Íslandi
Einnig er hægt að hafa samband:
📞 Sími: 570 4000
📧 Netfang: vinaverkefni@redcross.is
Símavinur
Heimsóknavinir hitta einstaklinga á heimilum þeirra, hvort sem það er í eigin búsetu, á hjúkrunarheimilum eða annað. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.
Tónlistarvinir hitta einstaklinga á heimilum þeirra, hvort sem það er í eigin búsetu, á hjúkrunarheimilum eða annað en þátttakendur í verkefninu eiga það sameiginlegt að eiga erfitt með að komast á tónleikastaði. Hlutverk sjálfboðaliða er að spila á hljóðfæri og/eða syngja fyrir eða með gestgjafa ásamt því að veita félagsskap, nærveru og hlýju.
Heimsóknarvinur
Gönguvinur
Símavinir hringja í einstaklinga og spjalla í síma. Hlutverk símavina er fyrst og fremst að vera til staðar, vera áreiðanlegir og beita virkri hlustun.
Símavinur
Hundavinir
Gönguvinir hitta einstaklinga og fara með þeim í göngutúr. Hreyfing getur bætt bæði andlega og líkamlega heilsu og er hlutverk gönguvina fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju á meðan gengið er. Sjálfboðaliðar sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þau sem heimsótt eru.
Heimsóknavinir með hund fara ásamt eigin hundi og hitta einstaklinga eða hópa á heimilum þeirra, hvort sem það er í eigin búsetu, á hjúkrunarheimilum eða öðrum stöðum þar sem óskað er eftir hundaheimsókn. Hlutverk heimsóknavina með hund er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Hundar þurfa að vera orðnir 2 ára gamlir og þurfa að standast bæði grunnhundamat og hundavinanámskeið til að vera gjaldgengir í verkefnið.
Tónlistarvinur
Karlar í skúrum
Hjá “Körlum í skúrum” er markmiðið er að vinna gegn einsemd, einmannaleika og tengslaleysi karla á eftirlaunum.
Jón Bjarni formaður í Hafnarfirði segir hér frá starfseminni Karlar í skúrum sem er góður vettvangur fyrir þá sem hafa gaman að því að að vinna með höndunum og skapa. Margir sakna þess tengslanets sem þeir áttu í vinnunni og í skúrnum geta þeir hitt félaga, skapað og spjallað yfir kaffibolla.
Félagið er opið öllum körlum frá 18 ára aldri, sem vilja njóta félagsskaparins og nýta aðstöðuna sem boðið er upp á.
Hér er myndband Jóns Adólfs Steinólfssonar um Karla í skúrum í Mosfellsbæ.
Hér myndband frá Halldóri Halldórssyni um starf karla í Skúrum í Vestmannaeyjum.
Sorgarmiðstöð styður fjölda fólks árlega með því að bjóða upp á margskonar þjónustu. Í Sorgarmiðstöð er hægt að sækja mismunandi fræðsluerindi, koma í stuðningshóp, djúpslökun, opið hús, taka þátt í göngum, fá jafningjastuðning eða mæta á námskeið.
Einnig veitir Sorgarmiðstöð einstaklings ráðgjöf í síma eða á staðnum.
SORGARMIÐSTÖÐ
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
Sími: 551 4141
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is