LEB tekur þátt í íþróttaviku Evrópu

Frá afmælisviðburði íþróttaviku í Evrópu í Elliðaárdal

Íþróttavika Evrópu, European Week of Sport, fagnar 10 ára afmæli í ár.

Átakið hefur hvatt milljónir Evrópubúa til að hreyfa sig meira og lifa heilbrigðari lífsstíl.

LEB hefur tekið þátt í verkefninu í gegnum samstarfsverkefni með ÍSÍ, Björtum lífsstíl, sem miðar að því að efla heilsu og heilsulæsi 60 ára og eldri.

Vikan er haldin 23. – 30. september á hverju ári. Hún var sett á laggirnar árið 2015 af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir slagorðinu #BeActicve.

Markmið hennar er að hvetja fólk á öllum aldri, og úr öllum samfélagshópum, til að taka þátt í hreyfingu - hvort sem er í íþróttum, leik, daglegri hreyfingu eða skipulögðum viðburðum. Í gegnum árin hefur Íþróttavika Evrópu vaxið ört og nær nú til 42 landa með þúsundum viðburða og milljóna þátttakenda ár hvert

Fjölbreytt dagskrá var um allt land í kring um íþróttavikuna þar sem allir gátu tekið þátt á sínum forsendum. Meðal sveitarfélaga sem taka þátt og eru með dagskrá í tengslum við íþróttaviku má nefna: Akraneskaupstað, Hrunamannahrepp, Borgarbyggð, Húnabyggð, Akureyri, Stykkishólm, Ísafjörð, Fjallabyggð, Voga, Grundarfjarðarbæ, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Hornafjörð, Múlaþing, Garðabæ, Vesturbyggð, Reykjavík, Seltjarnarnes, Árborg, Rangárþing ytra, Kópavogsbæ, Norðurþing, Eyjafjarðarsveit, Snæfellsbæ, Vopnafjarðarhrepp og Suðurnesjabæ.

Í tilefni afmælisins var almenningi boðið til afmælishátíðar í Elliðaárdal, laugardaginn 27. september, þar sem fulltrúar LEB tóku virkan þátt. Þar kom saman fólk á öllum aldri og naut góðrar útivistar og samveru í 2 km hlaupi eða göngu. Áherslan var á þátttöku og virkni, engin tímataka og allir fóru á sínum hraða og forsendum.

Í brautinni mátti hitta skemmtilega karaktera, hlusta á skemmtiatriði, tónlist og taka léttar hreyfiáskoranir, við allra hæfi.

Eftir hlaupið mætti Leikhópurinn Lotta á svæðið og skemmti gestum.

Sjá myndband frá afmælisviðburðinum í Elliðaárdal

Hér er myndasafn frá ýmsum viðburðum í tilefni íþróttavikunnar:

Next
Next

Fundaherferð LEB um landið