Formaður LEB með erindi á þingi SGS
Björn Snæbjörnsson, formaður LEB, hélt erindi um um lífeyrismál og stöðu í kjaramálum eldri borgara á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands sem fór fram í Hofi á Akureyri. Þingið var sett 8. október og líkur í dag 10. október. Þing SGS hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línur í kjaramálum og starfsemi sambandsins og mikilvæg mál tekin til umfjöllunar. Björn fékk fjölmargar spurningar úr sal frá þingfulltrúum og gafst gott tækifæri til að upplýsa um stöðu eldra fólks hvað varðar kjara- og lífeyrismál.