Landsfundur LEB 29. apríl 2026

Stjórn LEB hefur samþykkt að Landsfundur LEB 2026 verði haldinn miðvikudaginn 29. apríl næstkomandi í salnum Háteigi á Grand Hótel Reykjavík,

 

Að venju mun fundurinn hefjast með ávarpi formanns kl. 10.15 (innskráning á fundinn hefst kl. 9.30). Gert er ráð fyrir að hann muni standa til kl. 16.30

Dagskrá fundarins er í vinnslu og mun verða kynnt í fyllingu tímans en við lofum áhugaverðum og skemmtilegum erindum.

 

Stór hluti fulltrúa á landsfundi ætti að hafa tök á að ferðast til og frá landsfundi samdægurs.

Samkvæmt lögum LEB eiga öll aðildarfélög rétt á að senda a.m.k. 2 fulltrúa á landsfundinn.

Félög með 300 félagsmenn eða fleiri, eiga rétt á fleiri fulltrúum á landsfundi skv. lögum LEB.

 

 

Next
Next

Fundaherferð LEB á Vestfjörðum og Norðurlandi