Fundaherferð LEB á Vestfjörðum og Norðurlandi

Fundaherferð formanns og framkvæmdastjóra LEB veturinn 2025-2026 gengur með afbrigðum vel. Þau Björn og Oddný héldu  áfram í nóvember og heimsóttu 13 félög á Vestfjörðum og Norðurlandi: Ísfjörð, Flateyri, Tálknafjörð, Hólmavík, Hvammstanga, Blönduós, Ólafsfjörð, Dalvík, Sauðárkrók, Siglufjörð, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit og Akureyri.  Það var vel mætt á alla fundi og móttökurnar einstaklega góðar. Formaður og framkvæmdastjóri fengu margar góðar spurningar og umræður voru líflegar og málefnalegar. Fundaherferðin mun svo halda áfram frá janúar og fram í apríl 2026.

Hér fyrir neðan eru myndir frá ýmsum af þeim stöðum sem við heimsóttum í nóvember.

(Hægt er að ýta yst til hægri til að sjá næstu mynd eða yst til vinstri til að sjá fyrri mynd)

Next
Next

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025