Sigurður Ágúst Sigurðsson, varaformaður
Sigurður fæddist í Mosfellssveit en ólst upp í Bústaðahverfinu. Hann útskrifaðist úr Verslunarskólanum árið 1973. Seinna kláraði hann nám frá HR í fjármálum og rekstri.
Sigurður starfaði í Slökkviliði Reykjavíkur í mörg ár. Hann var gjaldkeri í Brunavarðafélagi Reykjavíkur og kom á reykskynjarasölu félagsins. Árið 1990 varð hann forstjóri Happdrættis DAS og starfaði þar í 33 ár.
Sigurður Ágúst hefur verið öflugur í félagsmálum. Hann spilaði m.a. handbolta og var formaður handknattleiksdeildar ÍR í 4 ár. Í dag er hann formaður FEB í Reykjavík og jafnframt varaformaður LEB frá því í apríl 2025.
Sigurður leggur áherslu á málefni eins og að bæta kjör eldri borgara. Ekki verði miðað við lægsta taxta launafólks og að tekjuskerðingar verði afnumdar m.a. á fjármagnstekjur. Styrkir vegna kaupa á heyrnartækjum verði hækkaðir. Takmarkanir á lengd endurnýjunar ökuskírteina verði felldar úr gildi, frítt verði í sund og skíðaiðkun fyrir aldraða sem er lýðheilsumál. Aukið verði við framboð af húsnæði fyrir þá sem ýmist vilja leigja eða kaupa.