Sigrún Camilla Halldórsdóttir, gjaldkeri

Sigrún fæddist á Akranesi en ólst að mestu upp í Reykjavík. Hún heldur alltaf tryggð við Akranes og einnig eru Hrepparnir henni kærir þar sem hún á fjölskyldu.

Sigrún kláraði verslunarpróf í Reykjavík en árið 1981 flutti hún til Ísafjarðar vegna fjölskylduaðstæðna. Vinna við bókhald (og kennslu) hefur verið hennar ævistarf. Síðari árin var Sigrún skrifstofu- og fjármálastjóri hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og lauk hún jafnframt námi í stjórnun og opinberri þjónustu við HÍ. Sigrún heldur tryggð við fagið sitt þar sem hún hefur verið gjaldkerfi LEB síðastliðin 3 ár.

Sigrún hefur verið virk í félagsmálum. Hún hefur verið formaður FEB á Ísafirði í 7 ár og situr í öldungaráði Ísafjarðarbæjar.