Á þessari síðu má finna ýmislegt til fróðleiks og upplýsinga

Fræðsla

Hugtakið hamingja hefur verið viðfangsefni heimspekinga í aldaraðir. Fræðimenn á sviði félagsvísinda hafa lagt sig fram í seinni tíð til að finna hina sönnu uppskrift að hamingjuríku lífi.

Hamingjan hefur einnig verið mörgum söngskáldum og rithöfundum hugleikin og verið ljóðrænt viðfangsefni söngva, ljóða og skáldsagna.

Rannsóknir í jákvæðri sálfræði hafa sýnt að fólk upplifir oft mestu hamingjuna eftir að það hættir að vinna.

Í heimildarmyndinni var rætt við 13 einstaklinga á aldrinum 70-91 árs um það hvernig þeir hafa skapað sér hamingjuríka tilveru.

Viðtölin færa okkur heillandi innsýn í það sem viðmælendur gera í dag til að auka vellíðan sína.

Ingrid Kuhlman, sem gerði myndina, er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði