Björn Snæbjörnsson, formaður LEB
Björn er uppalinn í Grýtubakkahreppi en flutti til Akureyrar árið 1974 þar sem hann hefur alið manninn síðan.
Björn starfaði við ýmis verkamannastörf framan af en verkalýðsmálin áttu hug hans allan og hann starfaði samtals í 42 ár hjá Einingu-Iðju, þar af 33 ár sem formaður. Hann var í framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins í 35 ár, þar af formaður í 12 ár. Auk þess sat hann í miðstjórn ASÍ í 30 ár.
Áherslur Björns eru að berjast fyrir því að rétt sé gefið í þjóðfélaginu og sem formaður LEB mun hann halda áfram að berjast sérstaklega fyrir þá sem minna mega sín í hópi eldri borgara. Hann vill efla félagsstarfið og nýta krafta og samstöðu eldri borgara til árangurs í starfi okkar um land allt.
Mottó: Nýtum fjöldann og berjumst til sigurs