Fréttir úr starfsemi okkar
Þetta þarftu að vita um eftirlaun frá TR
Inneignir hjá TR - Tryggingastofnun ríkisins vegna endurreiknings 2019 verða greiddar út 1. júní 2020. Endurgreiðslur vegna ofgreiðslu hefjast 1. september 2020.
Bág kjör og einangrun eldri innflytjenda er áhyggjuefni
Staða innflytjenda í hópi eldri borgara getur verið talsvert verri en staða annarra jafnaldra þeirra að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Innflytjendur verða að hafa starfað hér á landi í 40 ár til að fá fullar almannatryggingagreiðslur.
Hvað er „eldri borgari"?
Strangt til tekið gætu þrjár kynslóðir sömu fjölskyldu verið í félagi eldri borgara. Þeir yngstu kannski 60 ára, foreldrar þeirra kannski 80 ára og afar og ömmur þeirra yngstu kannski 100 ára. Þrjár ólíkar kynslóðir, allt „eldri borgarar“!
Hvað breytist 4. maí fyrir eldra fólk á Covid -19 tímum?
Tilslakanir frá samkomubanni og sóttvarnarráðstöfunum vegna COVID-19 sem taka gildi 4. maí 2020.Sérákvæði sem gilda fyrir: Akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og aldraða. Félagsmiðstöðvar fyrir fullorðna – félagsstarf eldri borgara og Íbúðir fyrir eldri borgara.
Oft var þörf, en nú er nauðsyn!
Ísland er svo sannarlega matarkista. Við getum næstum séð um okkur sjálf. Sjálfbært samfélag er svo mikils virði fyrir fámenna þjóð. Er ekki lag núna til að efla okkur til dáða og hugsa með íslenska hjartanu þegar farið er út að versla, og velja íslenskt?
Slökun fyrir daginn og fyrir svefninn
Fanný Jónmundsdóttir hefur fært LEB upptökur af heppilegum slökunaræfingum, bæði til að hefja daginn og einnig slökunaræfingar fyrir svefninn. Þessar upptökur eru nú aðgengilegar á vef LEB og hægt að hlusta á þær hvenær sem fólki hentar.
Afsláttarbók LEB 2020 er komin út
Árum saman hefur LEB gefið út Afsláttarbók fyrir félagsmenn félaga eldri borgara á öllu landinu. Nýjasta afsláttarbókin er nú komin út.
Vertu símavinur! Símaspjall við eldri borgara.
Nýtt verkefni sem hefur fengið nafnið Spjöllum saman gengur út á að hringt er í allt fólk sem er 85 ára og eldri, býr einsamalt og hefur fengið þjónustu frá Reykjavíkurborg. Í símtalinu er líðan fólksins og aðstæður kannaðar og því boðið að eignast símaspjallsvin.